flugfréttir

Icelandair segir upp öllum flugfreyjum og flugþjónum

- Flugmenn munu sinna öryggisatriðum um borð tímabundið

17. júlí 2020

|

Frétt skrifuð kl. 14:40

Um borð í Boeing 767 breiðþotu Icelandair

Icelandair hefur sagt upp öllum flugfreyjum og flugþjónum félagsins í kjölfar þess að ekki náðist að semja í kjaradeilunni við Flugfreyjufélag Íslands.

Í fréttatilkynningu sem send var til Kauphallarinnar kemur fram að frá og með 20. júlí munu flugmenn félagsins sjá sjálfir um öryggisatriði um borð í flugvélum félagsins tímabundið.

Leitast verður eftir því að semja við aðra aðila til að sinna starfinu þar sem ekki náðist að semja við flugfreyjur og flugþjóna og er það mat félagsins að ekki var hægt að komast lengra í viðræðunum og var boginn spenntur til fulls í viðræðunum.

Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands undirrituðu nýjan kjarasamning í maí sem fór síðan í atkvæðagreiðslu og kusu félagsmenn um samninginn þann 8. júlí sl. og var hann felldur með töluverðum meirihluta.

Í tilkynningu frá Icelandair Group kemur fram að Icelandair sé að skoða aðrar leiðir til þess að uppfylla kröfur flugmálayfirvalda sem settar eru varðarndi öryggisatriði um borð í vélum félagsins eins og reglugerðir gera ráð fyrir og ætlar félagið því að leiðbeina flugmönnum varðandi þau atriði og þá kunnátta sem flugfreyjur og flugþjónar þurfa að búa yfir.

Fram kemur að Icelandair stefni á að hefja viðræður við aðra aðila á vinnumarkaðnum til þess að gegna störfum flugfreyja og flugþjóna til framtíðar.

„Þar sem að þessi óvænta staða er komin upp mun Icelandair endanlega segja upp öllum flugfreyjum og flugþjónum og verður öllum frekari viðræðum í kjaradeilunni slitið. Flugmenn félagsins munu tímabundið taka yfir því hlutverki að sjá um öryggisatriði um borð í vélum frá og með 20. júlí“, kemur fram í fréttatilkynningu Icelandair Group.  fréttir af handahófi

Kennsluflug í Bretlandi hefst að nýju 4. júlí

2. júlí 2020

|

Flugkennsla mun hefjast að nýju í Bretlandi um helgina en vegna takmarkana vegna COVID-19 hefur verklegt flugnám legið niðri sl. vikur þar sem áhrifin af kórónaveirufaraldrinum í Bretlandi hafa vari

Fyrsta risaþotuflug Emirates með A380 í 4 mánuði

15. júlí 2020

|

Emirates flýgur í dag fyrstu áætlunarflugin með risaþotunni Airbus A380 í fjóra mánuði en risaþotuflugfloti félagsins hefur verið kyrrsettur vegna COVID-19 heimsfaraldursins.

Þriggja daga flugprófunum með 737 MAX lauk í gær

2. júlí 2020

|

Flugprófunum lauk í gær með Boeing 737 MAX tilraunavél Boeing en prófanirnar eru hornsteinninn af endurútgáfu á flughæfnisvottun vélanna og afléttingu kyrrsetningu á þeim sem hafa varað nú í tæpa 16

  Nýjustu flugfréttirnar

EASA gæti aflétt flugbanni 737 MAX í nóvember

25. september 2020

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) íhugar að gefa Boeing 737 MAX þotunum leyfi til að hefja flug að nýju í nóvember næstkomandi og með því aflétta flugbanni vélanna í evrópskri lofthelgi sem hefur varað

Harrison Ford fær að fljúga á ný

25. september 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa lokið við rannsókn á máli Harrison Ford eftir brautarátroðning sem átti sér stað í vor er hann þveraði flugbraut án heimildar og hefur leikarinn fengið leyfi ti

Ryanair með 2 fyrir 1 tilboð

24. september 2020

|

Ryanair hefur í fyrsta skipti í sögu félagsins kynnt „2 fyrir 1“ tilboð þar sem farþegum er boðið upp á að bóka flug og fá aukaflugsæti frítt með í kaupunum.

Ryanair þarf stóra ríkisaðstoð til að forðast hópuppsagnir

24. september 2020

|

Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, segir að lágfargjaldafélagið írska neyðist til þess að láta starfsfólk taka að sér launalaust leyfi í vetur ef opinber ríkisaðstoð til félagsins verður ekki

800 milljónir í bónusgreiðslur en greiddu ekki starfsmönnum laun

24. september 2020

|

Kólumbíska flugfélagið Avianca hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að hafa greitt yfirmönnum og stjórnarmeðlimum félagsins rausnarlega bónusa í maí í vor á sama tíma og flugfélagið gat ekki greitt st

Telja reglu um rýmingu á 90 sekúndum vera úrelda

23. september 2020

|

Eftirlitsdeild innan samgönguráðuneytis Bandaríkjanna segir að endurskoða þurfi reglu innan flugsins er varðar hámarkstíma sem rýma skal flugvél og koma öllum farþegum frá borði ef upp kemur neyðarást

American ætlar að hefja þjálfun á 737 MAX í nóvember

23. september 2020

|

American Airlines ætlar að byrja að þjálfa flugmenn sína aftur á Boeing 737 MAX þoturnar í nóvember sem er liður í undirbúningi fyrir endurkoma vélanna til áætlunarflugs.

SAS ætlar ekki að fljúga til Færeyja í vetur

23. september 2020

|

Scandinavian Airlines (SAS) ætlar ekki að fljúga til Færeyja í vetur og mun félagið fljúga síðasta flugið á þessu ári til Vágar þann 29. september.

IATA: Skimun fyrir brottför eina lausnin til að bjarga fluginu

22. september 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) segja að eina leiðin til að binda endi á núverandi ástand í fluginu, og koma áætlunarflugi á milli landa aftur í gang, sé að skima alla farþega á flugvöllum fyrir

Innanlandsflug í Víetnam búið að ná bata og gott betur

22. september 2020

|

Þrátt fyrir slæmt ástand í flugiðnaðinum víðast hvar í heiminum þá hefur innanlandsflugið í Víetnam náð sér að fullu og gott betur samkvæmt flugfélaginu Vietnam Airlines.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00