flugfréttir

Skortur á geymsluplássi fyrir nýjar Dreamliner-þotur

20. júlí 2020

|

Frétt skrifuð kl. 12:28

Nýjar Dreamliner-þotur við verksmiðjur Boeing í Everett

Boeing stendur nú frammi fyrir þeim vanda að vera uppiskroppa með pláss til að leggja öllum þeim Dreamliner-þotum sem koma út úr færibandinu í verksmiðjunum í Everett.

Vegna COVID-19 heimsfaraldursins þá hefur Boeing ekki getað afhent allar þær Boeing 787 þotur sem framleiddar eru og eru nú um fimmtíu Dreamliner-þotur sem bíða þess að verða afhentar.

Boeing komst í fréttirnar skömmu eftir kyrrsetninguna á Boeing 737 MAX þotunum þegar framleiðandinn byrjaði að nota bílastæði starfsmanna fyrir geymslupláss á MAX-vélunum þar sem skortur varð á plássi til að geyma nýjar 737 MAX þotur og virðist nú stefna í sambærilegt vandamál fyrir Dreamliner-þoturnar sem framleiddar hafa verið.

Fjöldi viðskiptavina hafa frestað afhendingum á nýjum flugvélum vegna dræmrar eftirspurnar eftir flugsætum sem þýðir að Boeing situr uppi með óafhentar Dreamliner-þotur í einhvern tíma.

Boeing-aðdáandinn og flugbloggarinn Uresh Sheth, sem hefur haldið ítarlega skrá yfir þær Boeing 787 þotur sem framleiddar eru og fylgst með hreyfingum vélanna við verksmiðjurnar, telur að það sé um 50 þotur af þessari gerð sem hafa hrannast upp í Everett sem er tvöfalt fleiri þotur en vanalega bíða afhendingar.

Þá hafa óafhentar Dreamliner-þotur einnig hrannast upp í verksmiðjunum í North Charleston í Suður-Karólínu og hefur málningarskýlið þar til að mynda verið notað til að geyma nýjar Boeing 787 þotur en mörgum Dreamliner-þotum hefur einnig verið flogið í geymslu til Victorville-flugvallarins í Kaliforníu.  fréttir af handahófi

Í samstarf um rafhleðslustöðvar fyrir flugvélar

30. júlí 2020

|

Svissneska fyrirtækið Green Motion, sem sérhæfir í framleiðslu á rafhleðslustöðvum fyrir rafknúin farartæki, hefur hafið samstarf við flugvélaframleiðandann Pipistrel Aircraft um að setja upp net af

Kanarí opnar: EasyJet og Ryanair í startholunum

24. október 2020

|

Nokkur evrópsk lágfargjaldaflugfélög eru í startholunum með að hefja flug af fullum krafti á ný til Kanaríeyja eftir að spænsku eyjarnar hafa verið teknar af lista yfir hættusvæði vegna COVID-19 heim

Wings of Lebanon hættir rekstri

2. september 2020

|

Flugfélagið Wings of Lebanon hefur hætt starfsemi sinni vegna viðvarandi ástands í flugheiminum vegna kórónaveirufaraldursins.

  Nýjustu flugfréttirnar

Fyrsta A380 risaþotan til að yfirgefa flugflota Emirates

27. október 2020

|

Emirates hefur formlega kvatt fyrstu Airbus A380 risaþotuna sem yfirgaf flugfélagið í dag en henni var ferjuflogið til Spánar þar sem hún fer í geymslu.

Sex júmbó-þotur Lufhansa fastar í Hollandi

27. október 2020

|

Sex júmbó-þotur á vegum Lufthansa, sem eru af gerðinni Boeing 747-400, eru nú fastar á Twente-flugvellinum í Hollandi þar sem þær fá ekki að fara í loft frá flugvellinum þar sem þær eru of stórar er

Easyjet selur 9 þotur úr flotanum

27. október 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet hefur gert samkomulag um sölu á níu Airbus A320 þotum sem seldar hafa verið til tveggja flugvélaleigufyrirtækja sem mun svo leigja vélarnar til baka til easyJet.

Icelandair fær þrjár 737 MAX þotur afhentar næsta vor

27. október 2020

|

Icelandair áætlar að félagið muni fá þrjár Boeing 737 MAX þotur afhentar eftir áramót en í nýrri afkomuskýrslu félagsins segir að MAX-þoturnar þrjár verði afhentar á öðrum ársfjórðungi ársins 2021.

Segjast hafa fundið staðinn þar sem MH370 er að finna

26. október 2020

|

Hópur nokkurra sérfræðinga telja sig hafa fundið enn nákvæmari staðsetningu þar sem malasísku farþegaþotuna er mjög líklega að finna sem hvarf sportlaust fyrir meira en sex og hálfu ári síðan þann 7.

460 grímudólgar komnir á bannlista hjá Delta

26. október 2020

|

Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines hefur sett upp sérstakan bannlista yfir þá farþega sem hafa neitað að vera með andlitsgrímur og eru í dag 460 farþegar komnir á þann lista sem fá ekki að fljúga

Koma til móts við flugfélög og lækka lendingargjöld

26. október 2020

|

Stjórn Narita-flugvallarins í Tókýó hefur ákveðið að lækka þjónustu- og lendingargjöld á flugvellinum til þess að koma til móts við flugfélög sem eiga flest hver erfitt uppdráttar á tímum kórónuveirun

Asiana býður upp á útsýnisflug með risaþotu

26. október 2020

|

Enn bætast við flugfélög sem bjóða upp því fólki sem saknar þess að fljúga upp á útsýnisflug og en suður-kóreska flugfélagið Asiana Airlines flaug eitt slíkt sl. laugardag.

Eyðilagði klósett í reiðiskasti um borð í flugvél Finnair

25. október 2020

|

Finnskur karlmaður hefur verið hlotið eins árs skilorðsbundins fangelisdóms fyrir að hafa rústað salerni er hann var farþegi um borð í farþegaþotu Finnair en maðurinn sagði við réttarhöld að salernið

Kynningarflug til að efla traust fólks á 737 MAX

25. október 2020

|

American Airlines stefnir á að fljúga sérstakar kynningarflugferðir með Boeing 737 MAX þotunum í nóvember til þess að efla traust almennings á þotunni áður en hún byrjar að fljúga aftur áætlunarflug

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00