flugfréttir

Semja við Piper Aircraft um kaup á 100 kennsluflugvélum

20. júlí 2020

|

Frétt skrifuð kl. 22:35

Piper Archer kennsluflugvélar flugskólans ATP Flight School

Bandaríski flugskólinn ATP Flight School hefur gert samkomulag við Piper Aircraft flugvélaframleiðandann um kaup á 100 flugvélum af gerðinni Piper Archer TX og hefur flugskólinn einnig fengið sex fyrstu kennsluvélarnar afhentar.

ATP Flight School er einn stærsti flugskóli Bandaríkjanna með 402 kennsluflugvélar og eru flestar þeirra af Piper-gerð en flugskólinn hefur einnig margar Cessna 172 flugvélar í flota sínum.

Þrátt fyrir ástandið í fluginu í dag vegna COVID-19 heimsfaraldursins þá sér flugskólinn fram á að iðnaðurinn eigi eftir að taka við sér að nýju og að eftirspurnin eftir flugmönnum eigi eftir að koma til baka af fullum krafti.

Yfir 80.000 atvinnuflugmenn í Bandaríkjunum munu ná 65 ára starfslokaaldri á næstu 20 árum auk fleiri flugmanna sem eiga sennilega eftir að láta fyrr af störfum.

„Þrátt fyrir stöðuna í dag þá verður eftirspurnin eftir flugmönnum samt sem áður meiri en afkastagetan í flugkennslu í heiminum ræður við“, segir Michael Arnold, markaðsstjóri ATP Flight School.

ATP er starfræktur á 47 stöðum í Bandaríkjunum og hafa þar af sex flugskólar verið teknir í notkun á þessu ári og er stefnt á að opna fimm til viðbótar fyrir lok ársins.

„Það tekur um tvö ár að öðlast þau réttindi sem til þarf til þess að geta sótt um starf sem flugmaður og þess vegna eru margir sem kjósa að fjárfesta í þessu námi núna svo þeir verði tilbúnir til að sækja um í framtíðinni“, bætir Arnold við.  fréttir af handahófi

62 sagt upp í Fríhöfninni

31. ágúst 2020

|

Fríhöfnin á Keflavíkurflugvelli hefur sagt upp 62 starfsmönnum en uppsögnina má rekja til þeirra áhrifa sem kórónaveirufaraldurinn hefur haft á millilandaflug til og frá landinu.

Ofhlaðin flugvél af fíkniefnum brotlenti í flugtaki

4. ágúst 2020

|

Lítil tveggja hreyfla flugvél af gerðinni Cessna 402 brotlenti í flugtaki í Papúa Nýju-Gíneu í síðustu viku en í ljós kom að flugvélin var ofhlaðin af fíkniefnum sem reynt var að smygla yfir til Ástr

370 flugfreyjum sagt upp hjá Sunclass Airlines

13. ágúst 2020

|

Danska leiguflugfélagið Sunclass Airlines hefur sagt upp 200 flugfreyjum og flugþjónum í Danmörku og um 170 í Svíþjóð og eru því alls 370 starfsmenn hjá félaginu sem verður sagt upp þann 20. ágúst n

  Nýjustu flugfréttirnar

EASA gæti aflétt flugbanni 737 MAX í nóvember

25. september 2020

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) íhugar að gefa Boeing 737 MAX þotunum leyfi til að hefja flug að nýju í nóvember næstkomandi og með því aflétta flugbanni vélanna í evrópskri lofthelgi sem hefur varað

Harrison Ford fær að fljúga á ný

25. september 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa lokið við rannsókn á máli Harrison Ford eftir brautarátroðning sem átti sér stað í vor er hann þveraði flugbraut án heimildar og hefur leikarinn fengið leyfi ti

Ryanair með 2 fyrir 1 tilboð

24. september 2020

|

Ryanair hefur í fyrsta skipti í sögu félagsins kynnt „2 fyrir 1“ tilboð þar sem farþegum er boðið upp á að bóka flug og fá aukaflugsæti frítt með í kaupunum.

Ryanair þarf stóra ríkisaðstoð til að forðast hópuppsagnir

24. september 2020

|

Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, segir að lágfargjaldafélagið írska neyðist til þess að láta starfsfólk taka að sér launalaust leyfi í vetur ef opinber ríkisaðstoð til félagsins verður ekki

800 milljónir í bónusgreiðslur en greiddu ekki starfsmönnum laun

24. september 2020

|

Kólumbíska flugfélagið Avianca hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að hafa greitt yfirmönnum og stjórnarmeðlimum félagsins rausnarlega bónusa í maí í vor á sama tíma og flugfélagið gat ekki greitt st

Telja reglu um rýmingu á 90 sekúndum vera úrelda

23. september 2020

|

Eftirlitsdeild innan samgönguráðuneytis Bandaríkjanna segir að endurskoða þurfi reglu innan flugsins er varðar hámarkstíma sem rýma skal flugvél og koma öllum farþegum frá borði ef upp kemur neyðarást

American ætlar að hefja þjálfun á 737 MAX í nóvember

23. september 2020

|

American Airlines ætlar að byrja að þjálfa flugmenn sína aftur á Boeing 737 MAX þoturnar í nóvember sem er liður í undirbúningi fyrir endurkoma vélanna til áætlunarflugs.

SAS ætlar ekki að fljúga til Færeyja í vetur

23. september 2020

|

Scandinavian Airlines (SAS) ætlar ekki að fljúga til Færeyja í vetur og mun félagið fljúga síðasta flugið á þessu ári til Vágar þann 29. september.

IATA: Skimun fyrir brottför eina lausnin til að bjarga fluginu

22. september 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) segja að eina leiðin til að binda endi á núverandi ástand í fluginu, og koma áætlunarflugi á milli landa aftur í gang, sé að skima alla farþega á flugvöllum fyrir

Innanlandsflug í Víetnam búið að ná bata og gott betur

22. september 2020

|

Þrátt fyrir slæmt ástand í flugiðnaðinum víðast hvar í heiminum þá hefur innanlandsflugið í Víetnam náð sér að fullu og gott betur samkvæmt flugfélaginu Vietnam Airlines.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00