flugfréttir

Sameina nýja tegund af flugrita og hljóðrita í einn búnað

- Airbus A320neo fyrstar til að koma með SRVIVR25 búnaðinn frá L3Harris

24. júlí 2020

|

Frétt skrifuð kl. 07:27

Bæði bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) og EASA í Evrópu hafa gefið út vottun fyrir nýja flugritabúnaðinum

Nýjar Airbus A320neo þotur munu á næstunni koma með nýrri tegund af flugritum þar sem búið verður að sameina flugrita og hljóðrita í einn búnað sem framleiddur er af fyrirtækinu L3Harris Technologies.

Sá hluti búnaðarins sem tekur upp hljóðupptökur í stjórnklefa vélarinnar mun geta tekið upp 25 klukkustundir af efni og 70 klukkustundir af flugupplýsingum úr flugvélinni.

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa gefið út vottun fyrir nýja flugritabúnaðinum sem nefnist SRVIVR25 og þá er búnaðurinn frá L3Harris sá fyrsti sem uppfyllir nýlegar kröfur frá Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) sem fara fram á að hljóðritar í farþegaflugvélum eigi frá og með 1. janúar árið 2021 að taka upp hljóðupptökur í að minnsta kosti 25 klukkustundir.

Þá vinnur L3Harris einnig að þróun á sambærilegum flugrita fyrir Airbus A350 og A330 þoturnar og munu flugritarnir síðar koma með möguleika á að senda beint upplýsingar í gegnum gervihnött sem býður upp á möguleika til að sækja gögn þrátt fyrir að ekki sé búið að finna flak flugvélar ef slys ber af hönum sem hjálpar einnig við að staðsetja flakið.

Terry Flaishans, forstjóri L3Harris, segir að þetta kerfi býður upp á „ítarlegasta magn af upplýsingum“ sem nokkur flugriti býr yfir og munu flugfélög fá aðgang að ýmsum gögnum sem hefðbundnir flugritar og hljóðritar í dag búa ekki yfir.

„Flugrekendur munu með fljótum hætti ná að niðurhalla öllum gögnum gegnum upplýsingastreng og fá strax í hendur upplýsingar úr stjórnklefanum sem býður upp á tafarlausa greiningu varðandi það sem átti sér stað í flugvélinni“, segir Flaishans.  fréttir af handahófi

Emirates og flydubai hársbreidd frá sameiningu

16. júlí 2020

|

Svo gæti farið að flugfélögin tvö, Emirates og flydubai, muni sameinast á næstu dögum en þær breytingar sem hafa átt sér stað í flugiðnaðinum í ár auka líkurnar á samruna flugfélaganna tveggja.

Maður á flugbraut varð fyrir farþegaþotu í lendingu í Texas

8. maí 2020

|

Maður lést er hann varð fyrir farþegaþotu í lendingu á flugvellinum í Austin í Texas í gærkvöldi en maðurinn var staddur á flugbrautinni þegar vélin lenti.

Stefna á að bjarga South African í stað stofnun nýs flugfélags

1. júní 2020

|

Svo gæti farið að rekstri South African Airways sé mögulega bjargað fyrir horn en erlendir fréttamiðlar hafa birt gögnum sem lekið var í morgun sem sýna björgunaráætlun suður-afrísku ríkisstjórnarin

  Nýjustu flugfréttirnar

Yfir 200 flugvirkjanemar hefja nám hjá Lufthansa Technik

4. ágúst 2020

|

Þrátt fyrir að ein mesta krísa sem um getur sé nú að dynja á flugiðnaðinum þá horfir fyrirtækið Lufthansa Technik, viðhaldsfyrirtæki Lufthansa Group, til framtíðar og hefja um 240 ungir flugvirkjane

Ofhlaðin flugvél af fíkniefnum brotlenti í flugtaki

4. ágúst 2020

|

Lítil tveggja hreyfla flugvél af gerðinni Cessna 402 brotlenti í flugtaki í Papúa Nýju-Gíneu í síðustu viku en í ljós kom að flugvélin var ofhlaðin af fíkniefnum sem reynt var að smygla yfir til Ástr

SpiceJet tryggir sér pláss á London Heathrow

4. ágúst 2020

|

Indverska flugfélagið SpiceJet hefur tryggt sér lendingar- og afgreiðslupláss á Heathrow-flugvelli og mun félagið hefja daglegt flug til London frá og með 1. september.

Reyndu að ræna þotueldsneyti úr leiðslu nálægt flugvelli

4. ágúst 2020

|

Grunur leikur á því að reynt hafi verið að ræna þotueldsneyti eftir að í ljós komu skemmdir sem unnar höfðu verið á eldsneytisleiðslu sem liggur að Boryspil-flugvellinum í Kiev í Úkraínu.

Starfsmenn Arkia Israeli Airlines mótmæla við heimili forstjórans

4. ágúst 2020

|

Yfir 500 starfsmenn ísraelska flugfélagsins Arkia Israeli Airlines hafa að undanförnu mótmælt bæði fyrir framan heimili forstjóra flugfélagsins og fyrir framan höfuðstöðvar félagsins en félagið hætti

Farþegum fjölgar hraðar hjá easyJet en félagið bjóst við

4. ágúst 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að farþegar séu farnir að koma aftur og bóka flug í meira mæli en félagið bjóst við fyrr í sumar og er fjöldi bókana á farmiðum á seinni hluta sumarsins 10%

Stofna nýtt flugfélag í Ástralíu með Boeing 757 og 767 þotum

3. ágúst 2020

|

Nýtt flugfélag, sem verið er að stofna í Ástralíu, leitar nú að starfsfólki við ýmiss störf og þar á meðal að yfirflugstjóra með réttindi á þotur af gerðinni Boeing 757 og Boeing 767 þotur.

Fleiri flugmenn reknir vegna vafasamra flugskírteina

3. ágúst 2020

|

Pakistanska flugfélagið PIA (Pakistan International Airlines) hefur sagt upp fimm flugmönnum til viðbótar þar sem þeir voru með „vafasöm“ flugmannsskírteni sem ekki voru fullgild samkvæmt reglugerðum.

Alliance í Ástralíu pantar fjórtán Embraer-þotur

3. ágúst 2020

|

Þrátt fyrir að mörg flugfélög séu að hætta frekar við pantanir í nýjar flugvélar vegna þeirra áhrifa sem að kórónaveirufaraldurinn hefur haft á flugiðnaðinn þá hefur ástralska flugfélagið Alliance Av

Wizz Air bannað að fljúga til Grikklands tímabundið

2. ágúst 2020

|

Ungverska flugfélaginu Wizz Air hefur verið bannað að fljúga til Grikklands tímabundið eftir að félagið virti að vettugi kröfu flugmálayfirvalda um að allir farþegar sem fljúga til landsins skulu ver

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00