flugfréttir

Ætla að fljúga á ný til allra áfangastaða eftir nokkra mánuði

24. júlí 2020

|

Frétt skrifuð kl. 08:29

Flugvélar KLM Royal Dutch Airlines á Schiphol-flugvellinum í Amsterdam í Hollandi

Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines hefur lýst því yfir að félagið ætli fljótlega að hefja flug til allra þeirra áfangastaða sem félagið flaug til áður en COVID-19 heimsfaraldurinn braust út.

KLM flýgur nú þegar í dag til margra af þeim áfangastöðum í Evrópu sem félagið flaug til áður en faraldurinn braust út og er stefnan að snúa aftur til margra fjarlægra áfangastaða í öðrum heimsálfum einnig á sama tíma og lönd afnema ferðatakmarkanir.

Samt sem áður gæti einhver tími liðið þangað til KLM mun fljúga með sömu tíðni á alla áfangstaðina en til stendur að fljúga til þeirra allra á næstu mánuðum.

Áfangastaðir í leiðarkerfi KLM telja 145 borgir víðvegar um heiminn en til að mynda þá hefur félagið undanfarnar vikur flogið til 72 áfangastað í Evrópu af þeim 92 borgum sem félagið flaug til fyrir tíma COVID-19 og ætlar KLM að fljúga til þeirra allra aftur í ágúst.

KLM ætlar að fljúga 10.000 flugferðir í ágúst til 91 áfangastaðar en til samanburðar þá flaug félagið 19.000 flugferðir í ágúst í fyrra innan Evrópu.

Í fyrra flaug KLM til 69 borga í langflugi utan Evrópu en í dag hefur félagið flogið til um 50 áfangastaða en þriðjungur af þeim flugferðum er fraktflug.  fréttir af handahófi

Bókin Martröð í Mykinesi er komin út

9. desember 2020

|

Bókin Martröð í Mykinesi – Íslenska flugslysið í Færeyjum 1970, er komin út en höfundar bókarinnar eru þeir Grækaris Djurhuus Magnussen og Magnús Þór Hafsteinsson.

Íhuga að lækka skatta á eldsneyti fyrir japönsk flugfélög

2. desember 2020

|

Stjórnvöld í Japan ætla tímabundið að lækka skatta og álögur á flugvélaeldsneyti um allt að 80% til þess að styðja við bakið á japönskum flugfélögum í heimsfaraldrinum.

Ingibjörg Arnarsdóttir ráðin til Isavia

26. nóvember 2020

|

Ingibjörg Arnarsdóttir hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra á nýju sameinuðu sviði fjármála og mannauðs hjá Isavia en Ingibjörg hefur mikla stjórnunarreynslu á vettvangi fjármála og mannauðs.

  Nýjustu flugfréttirnar

WestJet flýgur fyrsta flugið í Kanada á ný með 737 MAX

22. janúar 2021

|

Kanadíska flugfélagið WestJet flaug í gær fyrsta áætlunarflugið í Kanada með Boeing 737 MAX eftir 22 mánaða kyrrsetningu og er WestJet þá einnig fimmta flugfélagið í heiminum til að hefja áætlunarflu

Jet2.com og Jet2CityBreaks fljúga til Íslands í sumar

22. janúar 2021

|

Breska flugfélagið Jet2.com og ferðaskrifstofan Jet2CityBreaks ætla að bjóða upp á flug og borgarferðir frá Manchester á Englandi til Íslands sumarið 2022 en flogið verður á milli Keflavíkurflugvall

AERO flugsýningunni frestað fram á sumar

21. janúar 2021

|

Búið er að fresta flugsýningunni AERO sem fram átti að fara í apríl í þýsku borginni Friederickshafen.

Nauðlenti á hraðbraut í Texas

21. janúar 2021

|

Lítil eins hreyfils flugvél neyddist til þess að lenda á hraðbraut í Texas í Bandaríkjunum í gær eftir að upp kom bilun í mótor.

KLM aflýsir öllu langflugi tímabundið

21. janúar 2021

|

Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines ætlar að fella niður allt langflug tímabundið til annarra heimsálfa til og frá Amsterdam frá og með morgundeginum.

Norska ríkið reiðubúið að aðstoða Norwegian

21. janúar 2021

|

Norska flugfélagið Norwegian hefur lýst því yfir að ríkisstjórn Noregs ætli sér að styðja við bakið á flugfélaginu með fyrirhugaðri fjárhagsaðstoð.

IAG mun kaupa Air Europa fyrir helmingi lægra verð

20. janúar 2021

|

International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways, mun kaupa spænska flugfélagið Air Europa fyrir helmingi lægra verð en upphaflega stóð til að greiða fyrir félagið þegar tilkynnt var u

Titan Airways fær sína fyrstu Airbus A321P2F fraktþotu

19. janúar 2021

|

Breska flugfélagið Titan Airways verður annað flugfélagið til þess að taka í notkun fraktþotu af gerðinni Airbus A321 sem hefur verið breytt úr farþegaflugvél til þess að flytja eingöngu vörur.

Hlutafé Isavia aukið um 15 milljarða

19. janúar 2021

|

Gengið var frá 15 milljarða króna hlutafjáraukningu á hluthafafundi Isavia sem haldinn var þann 12. janúar síðastliðinn en hlutafjáraukningunni er ætlað að mæta rekstrartapi vegna COVID-19

Rann út af braut við flugprófanir

19. janúar 2021

|

Irkut MC-21 tilraunarþota frá rússneska flugvélaframleiðandanum United Aircraft Corporation rann út af braut í gær í Rússlandi er flugvélin var í flugprófunum.

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00