flugfréttir

Sagt að Boeing ætli að fresta 777X til ársins 2022

- Eftirspurn eftir flugsætum á löngum flugleiðum í heiminum nánast í dvala

27. júlí 2020

|

Frétt skrifuð kl. 07:28

Boeing 777-9 tilraunarþota Boeing

Sagt er að Boeing muni tilkynna á næstu dögum um frestun um að koma með nýju Boeing 777X breiðþotuna á markaðinn vegna dræmrar eftirspurnar eftir flugsætum meðal flugfélaga í heiminum vegna COVID-19 heimsfaraldursins.

Samkvæmt aðilum, sem eru kunnugir málinu innan veggja Boeing, þá mun flugvélaframleiðandinn sennilega tilkynna frestun þotunnar í næstu viku þar sem ekki er markaður fyrir hana eins og staðan er í flugiðnaðinum í dag.

Nú þegar hafa orðið seinkanir á Boeing 777X verkefninu sem rekja má til vandamála með GE9X hreyfilinn frá General Electric og þá komu einnig upp vandamál í tilraunarflugi vélarinnar.

Boeing 777X verður stærsta tveggja hreyfla farþegaþota heims og á hún að koma á markaðinn á næsta ári en orðrómur er um að Boeing ætli að fresta afhendingum til ársins 2022.

Mögulegt er að Boeing fresti því að koma með hana á markað enn lengur en það veltur allt á því hversu lengi áhrifin af kórónaveirufaraldrinum ætla að verða hjá þeim flugfélögum sem fljúga langar flugferðir til fjarlægra áfangastaða en slík áætlunarflug ætla að taka mun seinna við sér heldur en flug á styttri flugleiðum.

Boeing 777X gæti frestast um eitt ár eða lengur

Samkvæmt þriðja heimildarmanni þá kemur fram að Boeing vilja setja framleiðsluna á Boeing 777X á „fullt skrið“ til að geta hafið afhendingar árið 2022 eða árið 2023.

Boeing 777X er arftaki hinnar vinsælur Boeing 777 þotu sem kom á markaðinn árið 1995 en Boeing 777X kemur í tveimur útgáfum, Boeing 777-8 og Boeing 777-9, en þörfin fyrir slíkar breiðþotur í dag eru frekar lítil og eru flugfélög frekar að skila gömlum breiðþotum af sér í stað þess að bæta við í flotann.  fréttir af handahófi

EASA varar flugfélög við því að fljúga yfir Íran

17. júlí 2020

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) hefur gefið út tilmæli þar varað er við því að fljúga í íranskri lofthelgi þar sem flug yfir landið gæti mögulega sett í gang loftskeytakerfi íranska hersins.

Nemi í flugvirkjun reyndi að múta prófdómara frá FAA

13. maí 2020

|

Nemandi í flugvirkjanámi í Bandaríkjunum hefur játað sök um að hafa gert tilraun til þess að múta prófdómara með millifærslu á greiðslu í þeim tilgangi að dómarinn myndi leyfa honum að standast loka

IATA: Fyrstu ummerki um að flugið sé á batavegi

4. júní 2020

|

Fyrstu ummerki um bata í fluginu með aukinni flugumferð eru farin að gera vart við sig að sögn Alþjóðasamtaka flugfélaganna (IATA) sem greindu frá því í gær að flugumferð í áætlunarflugi sé aðeins f

  Nýjustu flugfréttirnar

Yfir 200 flugvirkjanemar hefja nám hjá Lufthansa Technik

4. ágúst 2020

|

Þrátt fyrir að ein mesta krísa sem um getur sé nú að dynja á flugiðnaðinum þá horfir fyrirtækið Lufthansa Technik, viðhaldsfyrirtæki Lufthansa Group, til framtíðar og hefja um 240 ungir flugvirkjane

Ofhlaðin flugvél af fíkniefnum brotlenti í flugtaki

4. ágúst 2020

|

Lítil tveggja hreyfla flugvél af gerðinni Cessna 402 brotlenti í flugtaki í Papúa Nýju-Gíneu í síðustu viku en í ljós kom að flugvélin var ofhlaðin af fíkniefnum sem reynt var að smygla yfir til Ástr

SpiceJet tryggir sér pláss á London Heathrow

4. ágúst 2020

|

Indverska flugfélagið SpiceJet hefur tryggt sér lendingar- og afgreiðslupláss á Heathrow-flugvelli og mun félagið hefja daglegt flug til London frá og með 1. september.

Reyndu að ræna þotueldsneyti úr leiðslu nálægt flugvelli

4. ágúst 2020

|

Grunur leikur á því að reynt hafi verið að ræna þotueldsneyti eftir að í ljós komu skemmdir sem unnar höfðu verið á eldsneytisleiðslu sem liggur að Boryspil-flugvellinum í Kiev í Úkraínu.

Starfsmenn Arkia Israeli Airlines mótmæla við heimili forstjórans

4. ágúst 2020

|

Yfir 500 starfsmenn ísraelska flugfélagsins Arkia Israeli Airlines hafa að undanförnu mótmælt bæði fyrir framan heimili forstjóra flugfélagsins og fyrir framan höfuðstöðvar félagsins en félagið hætti

Farþegum fjölgar hraðar hjá easyJet en félagið bjóst við

4. ágúst 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að farþegar séu farnir að koma aftur og bóka flug í meira mæli en félagið bjóst við fyrr í sumar og er fjöldi bókana á farmiðum á seinni hluta sumarsins 10%

Stofna nýtt flugfélag í Ástralíu með Boeing 757 og 767 þotum

3. ágúst 2020

|

Nýtt flugfélag, sem verið er að stofna í Ástralíu, leitar nú að starfsfólki við ýmiss störf og þar á meðal að yfirflugstjóra með réttindi á þotur af gerðinni Boeing 757 og Boeing 767 þotur.

Fleiri flugmenn reknir vegna vafasamra flugskírteina

3. ágúst 2020

|

Pakistanska flugfélagið PIA (Pakistan International Airlines) hefur sagt upp fimm flugmönnum til viðbótar þar sem þeir voru með „vafasöm“ flugmannsskírteni sem ekki voru fullgild samkvæmt reglugerðum.

Alliance í Ástralíu pantar fjórtán Embraer-þotur

3. ágúst 2020

|

Þrátt fyrir að mörg flugfélög séu að hætta frekar við pantanir í nýjar flugvélar vegna þeirra áhrifa sem að kórónaveirufaraldurinn hefur haft á flugiðnaðinn þá hefur ástralska flugfélagið Alliance Av

Wizz Air bannað að fljúga til Grikklands tímabundið

2. ágúst 2020

|

Ungverska flugfélaginu Wizz Air hefur verið bannað að fljúga til Grikklands tímabundið eftir að félagið virti að vettugi kröfu flugmálayfirvalda um að allir farþegar sem fljúga til landsins skulu ver

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00