flugfréttir
Top Gun: Maverick frestað fram til sumarsins 2021
- Hafði þegar verið frestað fram til desember á þessu ári

2. júlí 2021 er ný frumsýningardagsetning fyrir Top Gun: Maverick
Enn lengri bið verður eftir því að nýja Top Gun bíómyndin komi í kvikmyndahús en kvikmyndaframleiðandinn Paramount Pictures tilkynnti sl. fimmtudag að frumsýningu myndarinnar hafi verið frestað aftur fram á næsta sumar.
Til stóð að Top Gun: Maverick yrði frumsýnd þann 24. júní síðastliðinn en myndinni
var í apríl frestað fram til jóla í ár eða til 23. desember vegna lokanna í kvikmyndahúsum
vegna COVID-19 heimsfaraldursins.
Paramount Pictures tilkynnti
sl. fimmtudag að frumsýningu hafi nú verið frestað fram á næsta sumar og kemur hún ekki í
kvikmyndahúsin fyrr en þann 2. júlí 2021 sem er ný frumsýningardagsetning.

Eins og sést er búið að breyta dagsetningunni á veggspjaldinu fyrir myndina
Kvikmyndahúsin binda miklar vonir við metaðsókn þegar kemur að frumsýningu á stórmyndum
á borð við Top Gun: Maverick en miðað við ástandið í dag og þá sérstaklega vestanhafs
þá óttast kvikmyndaframleiðendur á borð við Paramount Pictures og Warner Bros
að mjög fáir myndu leggja leið sína í kvikmyndahúsin sem þýðir að miðasala yrði mjög dræm
samanborið við ef aðstæður væru venjulegar.
Mikil bið hefur verið meðal flugáhugamanna eftir framhaldinu af gömlu Top Gun
myndinni sem frumsýnd var árið 1986 og mun Tom Cruise snúa aftur í hlutverki
Maverick.
Meðal annarra leikara sem fara með hlutverk í myndinni eru Jennifer Connelly, Ed Harris, Val Kilmer sem „Iceman“, Jon Hamm, Glen Powell, auk fleiri leikara.
Tom Cruise og Jennifer Connelly við tökur á Top Gun: Maverick


17. janúar 2021
|
Flugfélagið Croatia Airlines er farið að notast að mestu leyti við skrúfuþotur í rekstri sínum þessa daganna á meðan eftirspurn eftir flugi er í lágmarki vegna heimsfaraldursins.

16. desember 2020
|
Nýr galli hefur uppgötvast á Dreamliner-þotunum sem hefur orðið til þess að Boeing hefur ákveðið að framlengja skoðunum og sérstöku eftirliti sem sett var á fyrr á þessu ári vegna vegna Boeing 787 þo

3. desember 2020
|
Breska flugfélagið Flybe hefur færst einu skrefi nær því að komast aftur í loftið eftir að sótt var um flugrekstarleyfi nú dögunum en félagið varð gjaldþrota í mars á þessu ári.

22. janúar 2021
|
Kanadíska flugfélagið WestJet flaug í gær fyrsta áætlunarflugið í Kanada með Boeing 737 MAX eftir 22 mánaða kyrrsetningu og er WestJet þá einnig fimmta flugfélagið í heiminum til að hefja áætlunarflu

22. janúar 2021
|
Breska flugfélagið Jet2.com og ferðaskrifstofan Jet2CityBreaks ætla að bjóða upp á flug og borgarferðir frá Manchester á Englandi til Íslands sumarið 2022 en flogið verður á milli Keflavíkurflugvall

21. janúar 2021
|
Búið er að fresta flugsýningunni AERO sem fram átti að fara í apríl í þýsku borginni Friederickshafen.

21. janúar 2021
|
Lítil eins hreyfils flugvél neyddist til þess að lenda á hraðbraut í Texas í Bandaríkjunum í gær eftir að upp kom bilun í mótor.

21. janúar 2021
|
Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines ætlar að fella niður allt langflug tímabundið til annarra heimsálfa til og frá Amsterdam frá og með morgundeginum.

21. janúar 2021
|
Norska flugfélagið Norwegian hefur lýst því yfir að ríkisstjórn Noregs ætli sér að styðja við bakið á flugfélaginu með fyrirhugaðri fjárhagsaðstoð.

20. janúar 2021
|
International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways, mun kaupa spænska flugfélagið Air Europa fyrir helmingi lægra verð en upphaflega stóð til að greiða fyrir félagið þegar tilkynnt var u

19. janúar 2021
|
Breska flugfélagið Titan Airways verður annað flugfélagið til þess að taka í notkun fraktþotu af gerðinni Airbus A321 sem hefur verið breytt úr farþegaflugvél til þess að flytja eingöngu vörur.