flugfréttir

Leggja til að flugstjóri fari í sálfræðilegt mat vegna atviks

- Tók nokkrar hættulegar ákvarðanir í kjölfar bilunar í hreyfli

27. júlí 2020

|

Frétt skrifuð kl. 09:39

Boeing 737-800 þota frá Smartwings

Rannsóknaraðilar flugslysa í Tékklandi hafa lagt til að flugstjóri einn hjá flugfélaginu Smartwings skuli gangast undir sálfræðilegt mat í kjölfar atviks sem átti sér stað í ágúst í fyrra eftir að hann neytaði að bregðast við með viðeigandi hætti við neyðarástandi samkvæmt starfsreglum eftir að alvarleg bilun kom upp í hreyfli á Boeing 737 þotu.

Atvikið átti sér stað þann 22. ágúst 2019 er farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 var á leið frá eyjunni Samos á Grikklandi til Prag í Tékklandi en 20 mínútum eftir flugtak, þegar þotan var komin í 36.000 feta hæð, missti þotan afl á vinstri CFM56 hreyflinum sem síðar slökkti á sér.

Flugmaður vélarinnar, sem var við stjórn er heyfillinn missti afl, mælti með því að tilkynna um neyðarástand til fluguumferðarstjórnarinnar, lækka flughæðina og snúa við til Samos en flugstjórinn mótmælti því og vildi frekar halda áfram til Prag í sömu flughæð á einum hreyfli og gera tilraunir til þess að ræsa hreyfilinn að nýju sem tókst skömmu síðar.

Flugmaðurinn bað flugstjórann um að lýsa yfir viðbúnaðarástandi („PAN PAN“) en flugstjórinn þráaðist við að gera það strax en lét loks vita að það væri smá tæknilegt vandamál í gangi.

Þá kom einnig í ljós að flugvélin var mjög tæp á eldsneyti fyrir flugið til baka og tóku flugmennirnir ekki eldsneyti á flugvellinum í Samos en þotan hafði 9.4 tonn af eldsneyti við lendingu eftir flugið frá Prag og þurftu 9.2 tonn fyrir heimflugið sem tók 2 klukkustundir og 20 mínútur.

Hinsvegar var þotan að brenna meira eldsneyti á leiðinni til Prag þar sem flugmennirnir lækkuðu flugið niður í 24.000 fet úr 36.000 feta hæð eftir að bilunin í hreyflinum kom upp sem þýðir að flugvélin var að eyða meira eldsneyti í lægri flughæð.

Þegar þotan lenti í Prag voru 2.435 kíló eftir af eldsneyti og var flugvélin aðeins 23 kílóum frá því að hafa byrjað að ganga á varaeldsneytisforðann sem er aðeins notaður í neyðartilvikum.

Atvikið átti sér stað þann 22. ágúst í fyrra

Rannsóknarnefndin komst að því að flugstjórinn hefði tekið nokkrar hættulegar ákvarðanir sem voru meðal annars að hafa ekki látið flugumferðarstjóra vita af ástandinu og flogið áfram í gegnum lofthelgi Grikklands, Serbíu, Ungverjalands og Tékklands án þess að flugumferðarstjórar þessara landa vissu af vandamálinu auk þess sem hann hundsaði reglugerðir er varðar hvenær ber að lýsa yfir neyðarástandi.

Þá kemur fram að andrúmsloftið í stjórnklefanum hafi verið mjög óþægilegt vegna framkomu hans sem bætir ekki samstarfið við þessar aðstæður og hafði hann virt tillögur aðstoðaflugmannsins að vettugi.

Fram kemur að flugstjórinn hafði yfir 8.000 flugtíma á Boeing 737-800 auk þess sem hann er einnig flugkennari og prófdómari hjá flugmálayfirvöldum í Tekklandi en aðstoðarflugmaðurinn hafði 2.500 tíma að baki á Boeing 737.

Flugmaðurinn hafði reynt að útskýra hversu hissa hann væri yfir þessari ákvörðunartöku flugstjórans miðað við þá reynslu sem hann hefur að baki og gerði honum grein fyrir að ákvarðanir hans væru ekki í samræmi við starfsreglur flugfélagsins en flugstjórinn lýsti því yfir að hann hafði fulla trúa því að hann væri að taka réttar ákvarðanir í ljósi þess hversu mikla reynslu hann hafði.

Smartwings leysti flugstjórann frá störfum viku eftir atvikið og var hann hvattur til þess að segja upp og taka við starfslokasamningi og þá var honum bannað að fljúga sem flugstjóri en hann afrýjaði þeim dómi til tékkneska samgönguráðuneytisins sem afturkallaði bannið.

Í lokaskýrslu vegna atviksins kemur fram að rannsóknaraðilar mæla með því að flugstjórinn gangist undir sálfræðilegt mat hjá fluglæknum í Tékklandi og eru þau „óvenjulegu tilmæli“ gerð vegna þess hversu flugstjórinn var óeðlilega sannfærður um að ákvörðun hans hafi verið rétt.

Flugvélin lenti á flugvellinum í Prag og gekk lendingin snuðrulaust fyrir sig en talsmaður Smartwings segir að flugstjórinn muni ekki fá að fljúga aftur fyrr en hann hafi gengist undir sálfræðilega matið og niðurstöður úr því liggja ljósar.  fréttir af handahófi

Loka bækistöðvum á Stansted, Southend og Newcastle

18. ágúst 2020

|

Breska flugfélagið easyJet hefur tilkynnt að félagið ætli að hætta endanlega allri starfsemi sinni á Southend-flugvellinum auk þess sem félagið ætlar að loka starfsstöðvum sínum á London Standsted f

Airbus setur þróun á A321XLR á fullt skrið

14. ágúst 2020

|

Sagt er að Airbus sé að setja allt á fullt með þróun á nýju Airbus A321XLR þotunni sem verður enn langdrægari útgáfa af A321LR og verður ferlinu flýtt á meðan dregið hefur úr afköstum í smíði á öðru

Kanada að hefja prófanir á Boeing 737 MAX

21. ágúst 2020

|

Flugmálayfirvöld í Kanada munu á næstunni framkvæma prófanir með Boeing 737 MAX þotunum til að gera tilraunir með tilliti til þeirra breytinga sem Boeing hefur gert með uppfærslu á hugbúnaði á vélunu

  Nýjustu flugfréttirnar

Fyrsta A380 risaþotan til að yfirgefa flugflota Emirates

27. október 2020

|

Emirates hefur formlega kvatt fyrstu Airbus A380 risaþotuna sem yfirgaf flugfélagið í dag en henni var ferjuflogið til Spánar þar sem hún fer í geymslu.

Sex júmbó-þotur Lufhansa fastar í Hollandi

27. október 2020

|

Sex júmbó-þotur á vegum Lufthansa, sem eru af gerðinni Boeing 747-400, eru nú fastar á Twente-flugvellinum í Hollandi þar sem þær fá ekki að fara í loft frá flugvellinum þar sem þær eru of stórar er

Easyjet selur 9 þotur úr flotanum

27. október 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet hefur gert samkomulag um sölu á níu Airbus A320 þotum sem seldar hafa verið til tveggja flugvélaleigufyrirtækja sem mun svo leigja vélarnar til baka til easyJet.

Icelandair fær þrjár 737 MAX þotur afhentar næsta vor

27. október 2020

|

Icelandair áætlar að félagið muni fá þrjár Boeing 737 MAX þotur afhentar eftir áramót en í nýrri afkomuskýrslu félagsins segir að MAX-þoturnar þrjár verði afhentar á öðrum ársfjórðungi ársins 2021.

Segjast hafa fundið staðinn þar sem MH370 er að finna

26. október 2020

|

Hópur nokkurra sérfræðinga telja sig hafa fundið enn nákvæmari staðsetningu þar sem malasísku farþegaþotuna er mjög líklega að finna sem hvarf sportlaust fyrir meira en sex og hálfu ári síðan þann 7.

460 grímudólgar komnir á bannlista hjá Delta

26. október 2020

|

Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines hefur sett upp sérstakan bannlista yfir þá farþega sem hafa neitað að vera með andlitsgrímur og eru í dag 460 farþegar komnir á þann lista sem fá ekki að fljúga

Koma til móts við flugfélög og lækka lendingargjöld

26. október 2020

|

Stjórn Narita-flugvallarins í Tókýó hefur ákveðið að lækka þjónustu- og lendingargjöld á flugvellinum til þess að koma til móts við flugfélög sem eiga flest hver erfitt uppdráttar á tímum kórónuveirun

Asiana býður upp á útsýnisflug með risaþotu

26. október 2020

|

Enn bætast við flugfélög sem bjóða upp því fólki sem saknar þess að fljúga upp á útsýnisflug og en suður-kóreska flugfélagið Asiana Airlines flaug eitt slíkt sl. laugardag.

Eyðilagði klósett í reiðiskasti um borð í flugvél Finnair

25. október 2020

|

Finnskur karlmaður hefur verið hlotið eins árs skilorðsbundins fangelisdóms fyrir að hafa rústað salerni er hann var farþegi um borð í farþegaþotu Finnair en maðurinn sagði við réttarhöld að salernið

Kynningarflug til að efla traust fólks á 737 MAX

25. október 2020

|

American Airlines stefnir á að fljúga sérstakar kynningarflugferðir með Boeing 737 MAX þotunum í nóvember til þess að efla traust almennings á þotunni áður en hún byrjar að fljúga aftur áætlunarflug

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00