flugfréttir

Leggja til að flugstjóri fari í sálfræðilegt mat vegna atviks

- Tók nokkrar hættulegar ákvarðanir í kjölfar bilunar í hreyfli

27. júlí 2020

|

Frétt skrifuð kl. 09:39

Boeing 737-800 þota frá Smartwings

Rannsóknaraðilar flugslysa í Tékklandi hafa lagt til að flugstjóri einn hjá flugfélaginu Smartwings skuli gangast undir sálfræðilegt mat í kjölfar atviks sem átti sér stað í ágúst í fyrra eftir að hann neytaði að bregðast við með viðeigandi hætti við neyðarástandi samkvæmt starfsreglum eftir að alvarleg bilun kom upp í hreyfli á Boeing 737 þotu.

Atvikið átti sér stað þann 22. ágúst 2019 er farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 var á leið frá eyjunni Samos á Grikklandi til Prag í Tékklandi en 20 mínútum eftir flugtak, þegar þotan var komin í 36.000 feta hæð, missti þotan afl á vinstri CFM56 hreyflinum sem síðar slökkti á sér.

Flugmaður vélarinnar, sem var við stjórn er heyfillinn missti afl, mælti með því að tilkynna um neyðarástand til fluguumferðarstjórnarinnar, lækka flughæðina og snúa við til Samos en flugstjórinn mótmælti því og vildi frekar halda áfram til Prag í sömu flughæð á einum hreyfli og gera tilraunir til þess að ræsa hreyfilinn að nýju sem tókst skömmu síðar.

Flugmaðurinn bað flugstjórann um að lýsa yfir viðbúnaðarástandi („PAN PAN“) en flugstjórinn þráaðist við að gera það strax en lét loks vita að það væri smá tæknilegt vandamál í gangi.

Þá kom einnig í ljós að flugvélin var mjög tæp á eldsneyti fyrir flugið til baka og tóku flugmennirnir ekki eldsneyti á flugvellinum í Samos en þotan hafði 9.4 tonn af eldsneyti við lendingu eftir flugið frá Prag og þurftu 9.2 tonn fyrir heimflugið sem tók 2 klukkustundir og 20 mínútur.

Hinsvegar var þotan að brenna meira eldsneyti á leiðinni til Prag þar sem flugmennirnir lækkuðu flugið niður í 24.000 fet úr 36.000 feta hæð eftir að bilunin í hreyflinum kom upp sem þýðir að flugvélin var að eyða meira eldsneyti í lægri flughæð.

Þegar þotan lenti í Prag voru 2.435 kíló eftir af eldsneyti og var flugvélin aðeins 23 kílóum frá því að hafa byrjað að ganga á varaeldsneytisforðann sem er aðeins notaður í neyðartilvikum.

Atvikið átti sér stað þann 22. ágúst í fyrra

Rannsóknarnefndin komst að því að flugstjórinn hefði tekið nokkrar hættulegar ákvarðanir sem voru meðal annars að hafa ekki látið flugumferðarstjóra vita af ástandinu og flogið áfram í gegnum lofthelgi Grikklands, Serbíu, Ungverjalands og Tékklands án þess að flugumferðarstjórar þessara landa vissu af vandamálinu auk þess sem hann hundsaði reglugerðir er varðar hvenær ber að lýsa yfir neyðarástandi.

Þá kemur fram að andrúmsloftið í stjórnklefanum hafi verið mjög óþægilegt vegna framkomu hans sem bætir ekki samstarfið við þessar aðstæður og hafði hann virt tillögur aðstoðaflugmannsins að vettugi.

Fram kemur að flugstjórinn hafði yfir 8.000 flugtíma á Boeing 737-800 auk þess sem hann er einnig flugkennari og prófdómari hjá flugmálayfirvöldum í Tekklandi en aðstoðarflugmaðurinn hafði 2.500 tíma að baki á Boeing 737.

Flugmaðurinn hafði reynt að útskýra hversu hissa hann væri yfir þessari ákvörðunartöku flugstjórans miðað við þá reynslu sem hann hefur að baki og gerði honum grein fyrir að ákvarðanir hans væru ekki í samræmi við starfsreglur flugfélagsins en flugstjórinn lýsti því yfir að hann hafði fulla trúa því að hann væri að taka réttar ákvarðanir í ljósi þess hversu mikla reynslu hann hafði.

Smartwings leysti flugstjórann frá störfum viku eftir atvikið og var hann hvattur til þess að segja upp og taka við starfslokasamningi og þá var honum bannað að fljúga sem flugstjóri en hann afrýjaði þeim dómi til tékkneska samgönguráðuneytisins sem afturkallaði bannið.

Í lokaskýrslu vegna atviksins kemur fram að rannsóknaraðilar mæla með því að flugstjórinn gangist undir sálfræðilegt mat hjá fluglæknum í Tékklandi og eru þau „óvenjulegu tilmæli“ gerð vegna þess hversu flugstjórinn var óeðlilega sannfærður um að ákvörðun hans hafi verið rétt.

Flugvélin lenti á flugvellinum í Prag og gekk lendingin snuðrulaust fyrir sig en talsmaður Smartwings segir að flugstjórinn muni ekki fá að fljúga aftur fyrr en hann hafi gengist undir sálfræðilega matið og niðurstöður úr því liggja ljósar.  fréttir af handahófi

Hætta við 92 MAX-þotur og höfða mál gegn Boeing

30. júní 2020

|

Norska flugfélagið Norwegian hefur hætt við allar pantanirnar sem félagið átti í Boeing 737 MAX og Dreamliner-vélarnar, alls 97 þotur, og hefur félagið þar að auki ákveðið að stefna Boeing og höfða

SpiceJet tryggir sér pláss á London Heathrow

4. ágúst 2020

|

Indverska flugfélagið SpiceJet hefur tryggt sér lendingar- og afgreiðslupláss á Heathrow-flugvelli og mun félagið hefja daglegt flug til London frá og með 1. september.

Starfsmenn Arkia Israeli Airlines mótmæla við heimili forstjórans

4. ágúst 2020

|

Yfir 500 starfsmenn ísraelska flugfélagsins Arkia Israeli Airlines hafa að undanförnu mótmælt bæði fyrir framan heimili forstjóra flugfélagsins og fyrir framan höfuðstöðvar félagsins en félagið hætti

  Nýjustu flugfréttirnar

CityJet bjargað frá gjaldþroti

7. ágúst 2020

|

Írska flugfélagið CityJet mun að öllum líkindum sleppa við gjaldþrot þar sem flest bendir til þess að dómstóll á Írlandi ætli að samþykkja aðgerðir til þess að bjarga félaginu.

Nýtt flugfélag stefnir á að leigja yfir 20 Airbus-þotur

7. ágúst 2020

|

Nýtt flugfélag í Bandaríkjunum stefnir á að hefja áætlunarflug innan skamms og er undirbúningur þess í fullum gangi.

Tigerair Australia hættir starfsemi

7. ágúst 2020

|

Ástralska lágfargjaldafélagið Tigerair Australia hefur hætt starfsemi sinni en móðurfélag þess, Virgin Australia, tilkynnti sl. miðvikudag að ákvörðun hafi verið tekin um að binda endi á starfsemi fé

Boeing 747 rakst með þrjá hreyfla ofan í braut í lendingu

7. ágúst 2020

|

Júmbó-fraktþota af gerðinni Boeing 747-400 rakst með þrjá hreyfla ofan í flugbraut í lendingu á Pudong-flugvellinum í Shanghai á dögunum.

Þrjú þúsund milljarðar til bandarískra flugfélaga

6. ágúst 2020

|

Bandaríska þingið ætlar að afgreiða 25 milljarða dala björgunarpakka fyrir flugiðnaðinn í Bandaríkjunum sem þýðir að bandarísk flugfélög eiga von á styrk upp á yfir 3.390 milljarða króna svo hægt sé

Helmingur farþega sótti farangur við neyðarrýmingu

6. ágúst 2020

|

Tafir urðu á því að hægt var að rýma farþegaþotu á Stansted-flugvellinum í London í fyrra er upp kom neyðarástand vegna fjölda farþega sem eyddu tíma í að sækja handfarangur sinn.

Lufthansa Group mun taka yfir 60 flugvélar úr flotanum

6. ágúst 2020

|

Lufthansa Group hefur tilkynnt afkomu sína eftir annan ársfjórðung þessa ársins og kemur fram að taprekstur félagsins nam 2 milljörðum Bandaríkjadala sem samsvarar 271 milljarði króna.

Virgin Atlantic sækir um gjaldþrotavernd

5. ágúst 2020

|

Breska flugfélagið Virgin Atlantic Airways hefur sótt um gjaldþrotavernd og greiðslustöðun fyrir dómstóli í New York í Bandaríkjunum en fram kemur að rekstarfé flugfélagsins mun að öðru leyti verða

Yfir 200 flugvirkjanemar hefja nám hjá Lufthansa Technik

4. ágúst 2020

|

Þrátt fyrir að ein mesta krísa sem um getur sé nú að dynja á flugiðnaðinum þá horfir fyrirtækið Lufthansa Technik, viðhaldsfyrirtæki Lufthansa Group, til framtíðar og hefja um 240 ungir flugvirkjane

Ofhlaðin flugvél af fíkniefnum brotlenti í flugtaki

4. ágúst 2020

|

Lítil tveggja hreyfla flugvél af gerðinni Cessna 402 brotlenti í flugtaki í Papúa Nýju-Gíneu í síðustu viku en í ljós kom að flugvélin var ofhlaðin af fíkniefnum sem reynt var að smygla yfir til Ástr

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00