flugfréttir

Leggja til að flugstjóri fari í sálfræðilegt mat vegna atviks

- Tók nokkrar hættulegar ákvarðanir í kjölfar bilunar í hreyfli

27. júlí 2020

|

Frétt skrifuð kl. 09:39

Boeing 737-800 þota frá Smartwings

Rannsóknaraðilar flugslysa í Tékklandi hafa lagt til að flugstjóri einn hjá flugfélaginu Smartwings skuli gangast undir sálfræðilegt mat í kjölfar atviks sem átti sér stað í ágúst í fyrra eftir að hann neytaði að bregðast við með viðeigandi hætti við neyðarástandi samkvæmt starfsreglum eftir að alvarleg bilun kom upp í hreyfli á Boeing 737 þotu.

Atvikið átti sér stað þann 22. ágúst 2019 er farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 var á leið frá eyjunni Samos á Grikklandi til Prag í Tékklandi en 20 mínútum eftir flugtak, þegar þotan var komin í 36.000 feta hæð, missti þotan afl á vinstri CFM56 hreyflinum sem síðar slökkti á sér.

Flugmaður vélarinnar, sem var við stjórn er heyfillinn missti afl, mælti með því að tilkynna um neyðarástand til fluguumferðarstjórnarinnar, lækka flughæðina og snúa við til Samos en flugstjórinn mótmælti því og vildi frekar halda áfram til Prag í sömu flughæð á einum hreyfli og gera tilraunir til þess að ræsa hreyfilinn að nýju sem tókst skömmu síðar.

Flugmaðurinn bað flugstjórann um að lýsa yfir viðbúnaðarástandi („PAN PAN“) en flugstjórinn þráaðist við að gera það strax en lét loks vita að það væri smá tæknilegt vandamál í gangi.

Þá kom einnig í ljós að flugvélin var mjög tæp á eldsneyti fyrir flugið til baka og tóku flugmennirnir ekki eldsneyti á flugvellinum í Samos en þotan hafði 9.4 tonn af eldsneyti við lendingu eftir flugið frá Prag og þurftu 9.2 tonn fyrir heimflugið sem tók 2 klukkustundir og 20 mínútur.

Hinsvegar var þotan að brenna meira eldsneyti á leiðinni til Prag þar sem flugmennirnir lækkuðu flugið niður í 24.000 fet úr 36.000 feta hæð eftir að bilunin í hreyflinum kom upp sem þýðir að flugvélin var að eyða meira eldsneyti í lægri flughæð.

Þegar þotan lenti í Prag voru 2.435 kíló eftir af eldsneyti og var flugvélin aðeins 23 kílóum frá því að hafa byrjað að ganga á varaeldsneytisforðann sem er aðeins notaður í neyðartilvikum.

Atvikið átti sér stað þann 22. ágúst í fyrra

Rannsóknarnefndin komst að því að flugstjórinn hefði tekið nokkrar hættulegar ákvarðanir sem voru meðal annars að hafa ekki látið flugumferðarstjóra vita af ástandinu og flogið áfram í gegnum lofthelgi Grikklands, Serbíu, Ungverjalands og Tékklands án þess að flugumferðarstjórar þessara landa vissu af vandamálinu auk þess sem hann hundsaði reglugerðir er varðar hvenær ber að lýsa yfir neyðarástandi.

Þá kemur fram að andrúmsloftið í stjórnklefanum hafi verið mjög óþægilegt vegna framkomu hans sem bætir ekki samstarfið við þessar aðstæður og hafði hann virt tillögur aðstoðaflugmannsins að vettugi.

Fram kemur að flugstjórinn hafði yfir 8.000 flugtíma á Boeing 737-800 auk þess sem hann er einnig flugkennari og prófdómari hjá flugmálayfirvöldum í Tekklandi en aðstoðarflugmaðurinn hafði 2.500 tíma að baki á Boeing 737.

Flugmaðurinn hafði reynt að útskýra hversu hissa hann væri yfir þessari ákvörðunartöku flugstjórans miðað við þá reynslu sem hann hefur að baki og gerði honum grein fyrir að ákvarðanir hans væru ekki í samræmi við starfsreglur flugfélagsins en flugstjórinn lýsti því yfir að hann hafði fulla trúa því að hann væri að taka réttar ákvarðanir í ljósi þess hversu mikla reynslu hann hafði.

Smartwings leysti flugstjórann frá störfum viku eftir atvikið og var hann hvattur til þess að segja upp og taka við starfslokasamningi og þá var honum bannað að fljúga sem flugstjóri en hann afrýjaði þeim dómi til tékkneska samgönguráðuneytisins sem afturkallaði bannið.

Í lokaskýrslu vegna atviksins kemur fram að rannsóknaraðilar mæla með því að flugstjórinn gangist undir sálfræðilegt mat hjá fluglæknum í Tékklandi og eru þau „óvenjulegu tilmæli“ gerð vegna þess hversu flugstjórinn var óeðlilega sannfærður um að ákvörðun hans hafi verið rétt.

Flugvélin lenti á flugvellinum í Prag og gekk lendingin snuðrulaust fyrir sig en talsmaður Smartwings segir að flugstjórinn muni ekki fá að fljúga aftur fyrr en hann hafi gengist undir sálfræðilega matið og niðurstöður úr því liggja ljósar.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga