flugfréttir

Spá IATA versnar: Gera ekki ráð fyrir fullum bata fyrr en 2024

- Farþegaflug í heiminum fer mun hægara af stað í sumar en talið var

28. júlí 2020

|

Frétt skrifuð kl. 16:45

Yfir 85 prósent færri farþegar hafa ferðast með flugi í heiminum í júní samanborið við sama tíma árið 2019

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hefur gefið út nýja spá fyrir flugiðnaðinn vegna COVID-19 heimsfaraldursins og eru samtökin svartsýnni á batahorfur í farþegaflugi miðað við fyrri spá.

IATA segir að farþegaflug sé að fara hægara af stað í sumar en gert var ráð fyrir og telja samtökin að farþegaflug eigi ekki eftir að verða eins umsvifamikið og það var fyrir tíma kórónuveirufaraldursins fyrr en árið 2024.

Í vor gerði fyrri spá IATA hinsvegar ráð fyrir að farþegaflug myndi verða aftur með eðlilegum hætti árið 2023 og sjá samtökin því fram á að bataferlið eigi eftir að lengjast um eitt ár til viðbótar.

Samdráttur í farþegaflugi í júní meðal flugfélaga í heiminum mældist 86.5% miðað við júní í fyrra sem þýðir að flugfélögin flugu aðeins með 13,5 prósent af þeim farþegafjölda sem mældist í júní í fyrra.

Sú spá sem IATA gaf út fyrr í sumar gerði ráð fyrir að farþegaflug í heiminum ætti eftir að ná sér árið 2023

„Farþegafjöldi meðal flugfélaganna náði algjörum botni í apríl en bataferlið hefur verið mjög hægt síðan þá“, segir Alexandre de Juniac, formaður alþjóðasamtaka flugfélaganna (IATA).

„Sú eftirspurn sem við höfum verið að sjá að sé að taka við sér er meðal farþega í innanlandsflugi í mörgum löndum en millilandaflug liggur ennþá nánast niðri“, segir Alexandre.

„Þetta þýðir enn lengra bataferli og lengri pína fyrir flugiðnaðinn og allt efnahagskerfið í heiminum. Fyrir flugfélögin eru þetta slæmar fréttir sem þýðir að ríkisstjórnir verða að halda áfram að veita flugfélögunum aðstoð hvort sem það er í formi fjármagns eða annarar aðstoðar“

Kyrrsettar júmbó-þotur frá British Airways sem félagið hefur nú ákveðið að hætta alfarið að nota

IATA segir að nýuppfærð farþegaspá tekur mið af mjög slæmu ástandi af kórónaveirufaraldrinum í Bandaríkjunum, samdrætti í ferðalögum meðal þeirra sem fljúga í viðskiptaerindum og einnig vegna þess hversu lítill áhugi er meðal almennings að bóka flug á sama tíma og kórónaveirufaraldurinn er enn í fullum gangi í mörgum löndum.

Fyrirtæki notast við fjarfundi gegnum Netið og fólk heldur í budduna

Í nýrri skýrslu frá IATA segir að það fjármagn sem fyrirtæki hafa varið í ferðalög meðal starfsmanna er af skornum skammti í dag þar sem mörg fyrirtæki eru að halda að sér vegna verri rekstrarstöðu sem þýðir að fáir viðskiptafarþegar eru að ferðast með flugfélögunum.

Þá hafa fundir í gegnum Netið stóraukist í kjölfar COVID-19 faraldursins sem dregur úr nauðsyn þess að verja fjármagni í að senda starfsmenn heimshorna á milli til þess að eiga fundi vegna viðskipta.

Fram kemur að samt sé smá aukning í eftirspurn eftir flugi meðal þeirra sem vilja ferðast til þess að heimsækja vini og ættingja en margir kjósi ekki að ferðast þar sem þeir hafa áhyggjur af fjárhagsstöðu sinni á næstunni ef þeir munu missa starfið sitt vegna samdráttar auk þess sem margir hafa áhyggjur af því að smitast af kórónaveirunni.

Þá segir að um 55% þeirra sem tóku þátt í könnun á vegum IATA segjast ekki ætla að ferðast með flugi á þessu ári.  fréttir af handahófi

Fraktflugvél brotlenti í Sómalíu

14. júlí 2020

|

Allir komust lífs af í flugslysi í Sómalíu er fraktflugvél af gerðinni de Havilland DHC-8 frá flugfélaginu Blue Bird Aviation brotlenti í lendingu í dag á Belet Uen flugvellinum nálægt borginni Bele

Stofna nýtt flugfélag í Ástralíu með Boeing 757 og 767 þotum

3. ágúst 2020

|

Nýtt flugfélag, sem verið er að stofna í Ástralíu, leitar nú að starfsfólki við ýmiss störf og þar á meðal að yfirflugstjóra með réttindi á þotur af gerðinni Boeing 757 og Boeing 767 þotur.

Spennandi tímar í fluginu framundan eftir COVID-19

6. júlí 2020

|

Stephen Dickson, formaður bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) ávarpaði nemendur við Embry Riddle háskólann á Netinu í vefútsendingu á dögunum þar sem hann meðal annars hvatti flugnema, og þá nemendu

  Nýjustu flugfréttirnar

CityJet bjargað frá gjaldþroti

7. ágúst 2020

|

Írska flugfélagið CityJet mun að öllum líkindum sleppa við gjaldþrot þar sem flest bendir til þess að dómstóll á Írlandi ætli að samþykkja aðgerðir til þess að bjarga félaginu.

Nýtt flugfélag stefnir á að leigja yfir 20 Airbus-þotur

7. ágúst 2020

|

Nýtt flugfélag í Bandaríkjunum stefnir á að hefja áætlunarflug innan skamms og er undirbúningur þess í fullum gangi.

Tigerair Australia hættir starfsemi

7. ágúst 2020

|

Ástralska lágfargjaldafélagið Tigerair Australia hefur hætt starfsemi sinni en móðurfélag þess, Virgin Australia, tilkynnti sl. miðvikudag að ákvörðun hafi verið tekin um að binda endi á starfsemi fé

Boeing 747 rakst með þrjá hreyfla ofan í braut í lendingu

7. ágúst 2020

|

Júmbó-fraktþota af gerðinni Boeing 747-400 rakst með þrjá hreyfla ofan í flugbraut í lendingu á Pudong-flugvellinum í Shanghai á dögunum.

Þrjú þúsund milljarðar til bandarískra flugfélaga

6. ágúst 2020

|

Bandaríska þingið ætlar að afgreiða 25 milljarða dala björgunarpakka fyrir flugiðnaðinn í Bandaríkjunum sem þýðir að bandarísk flugfélög eiga von á styrk upp á yfir 3.390 milljarða króna svo hægt sé

Helmingur farþega sótti farangur við neyðarrýmingu

6. ágúst 2020

|

Tafir urðu á því að hægt var að rýma farþegaþotu á Stansted-flugvellinum í London í fyrra er upp kom neyðarástand vegna fjölda farþega sem eyddu tíma í að sækja handfarangur sinn.

Lufthansa Group mun taka yfir 60 flugvélar úr flotanum

6. ágúst 2020

|

Lufthansa Group hefur tilkynnt afkomu sína eftir annan ársfjórðung þessa ársins og kemur fram að taprekstur félagsins nam 2 milljörðum Bandaríkjadala sem samsvarar 271 milljarði króna.

Virgin Atlantic sækir um gjaldþrotavernd

5. ágúst 2020

|

Breska flugfélagið Virgin Atlantic Airways hefur sótt um gjaldþrotavernd og greiðslustöðun fyrir dómstóli í New York í Bandaríkjunum en fram kemur að rekstarfé flugfélagsins mun að öðru leyti verða

Yfir 200 flugvirkjanemar hefja nám hjá Lufthansa Technik

4. ágúst 2020

|

Þrátt fyrir að ein mesta krísa sem um getur sé nú að dynja á flugiðnaðinum þá horfir fyrirtækið Lufthansa Technik, viðhaldsfyrirtæki Lufthansa Group, til framtíðar og hefja um 240 ungir flugvirkjane

Ofhlaðin flugvél af fíkniefnum brotlenti í flugtaki

4. ágúst 2020

|

Lítil tveggja hreyfla flugvél af gerðinni Cessna 402 brotlenti í flugtaki í Papúa Nýju-Gíneu í síðustu viku en í ljós kom að flugvélin var ofhlaðin af fíkniefnum sem reynt var að smygla yfir til Ástr

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00