flugfréttir

Elsti flugkennari heims er 99 ára

- Robina Asti tók síðasta kennsluflugið og flaug inn í Heimsmetabók Guinness

28. júlí 2020

|

Frétt skrifuð kl. 21:17

Robina Asti ásamt nemanda sínum um borð í Cessna 172 kennsluflugvél

Það eru sennilega ekki margir flugmenn í heiminum í dag sem fagna bráðum 100 ára afmæli og eru enn fljúgandi eins og enginn sé morgundagurinn.

Öldruð kona frá Riverside-sýslu í Kaliforníu í Bandaríkjunum, Robina Asti að nafni, sagði um helgina skilið við starf flugkennarans, 99 ára að aldri, og hefur á sama tíma komist í Heimsmetabók Guinness sem hefur skráð hana sem elsti fljúgandi flugmaður heims og elsti flugkennari heims.

Robina flaug sitt allra síðasta flug sem flugkennari sl. sunnudag á vegum NextGen Flight Academy flugskólans og vildi hún með því sína fram á að eldri flugmenn eru mjög öflugir, nauðsynlegir og geta enn lagt sitt af mörkum ef heilsan leyfir.

Brandon Martini ásamt Robina Asti eftir síðasta kennsluflugið hennar

„Ég elska að leyfa fólki að upplifa þá reynslu sem fylgir því að lyftast upp í loftið af jörðinni“, sagði Robina er hún steig út úr Cessna 172 kennsluflugvél með Brandon Martini, flugmanni sem fór í „hlutverk“ flugnema fyrir þetta síðasta kennsluflug hennar.

Brandon sagði að þrátt fyrir 1.000 flugtíma að baki þá gat Robina bent honum á nokkur atriði er varðar flug sem hann hafði ekki hugmynd um sem sannar að flugmenn eru alltaf að bæta við reynsluna sína og sérstaklega er þeir þiggja ráð frá þeim sem hafa flogið lengur.

Með þessu slær Robina fyrra heimsmetið sem flugkennari frá Iowa-ríki átti enn sá flugkennari flaug sitt síðasta kennslflug 98 ára gamall.

Heimsmetið sem elsti flugkennari heims var skráð þann 8. júní sl. þegar Robina var enn að kenna og er það formlega komið í dag í Heimsmetabók Guinness

Robina Asti, sem fæddist sem karlmaður árið 1921 og fór í kynleiðréttingu árið 1976, hóf flugferil sinn í seinni heimstyrjöldinni árið 1942 og flaug meðal annars í bandaríska flughernum en á fimmtugsaldri ákvað hún að láta breyta sér í konu og hefur hún verið ötul í baráttu fyrir réttindum homma og lesbía allt frá sjötta áratugnum.

Robina hefur kennt fólki að fljúga í fleiri áratugi og eru þeir ófáir flugmennirnir vestanhafs sem þakka henni fyrir að hafa kennt sér að taka fyrstu skrefin í háloftunum.

Þrátt fyrir að vera fædd aðeins 18 árum eftir að Wright-bræður flugu fyrsta flugið er Robina Asti enn við hestaheilsu  fréttir af handahófi

Nýtt vandamál með Trent 1000 hreyfilinn frá Rolls-Royce

7. júlí 2020

|

Nýtt vandamál virðist vera komið upp með Trent 1000 hreyflana frá Rolls-Royce sem bætist ofan á fyrri viðvarandi vandamál sem hafa hrjáð hreyflana og Dreamliner-þoturnar sem þeir voru hannaðir fyrir

Nafni China Airlines verður breytt í Taiwan Airlines

22. júlí 2020

|

Flugfélagið China Airlines mun að öllum líkindum á næstunni breyta um nafn og koma til með að heita Taiwan Airlines.

Flugfélagið NokScoot gjaldþrota

27. júní 2020

|

Tælenska lágfargjaldafélagið NokScoot hefur hætt starfsemi sinni en félagið tilkynnti í gær að farið yrði fram á félagið yrði tekið til gjaldþrotaskipta.

  Nýjustu flugfréttirnar

CityJet bjargað frá gjaldþroti

7. ágúst 2020

|

Írska flugfélagið CityJet mun að öllum líkindum sleppa við gjaldþrot þar sem flest bendir til þess að dómstóll á Írlandi ætli að samþykkja aðgerðir til þess að bjarga félaginu.

Nýtt flugfélag stefnir á að leigja yfir 20 Airbus-þotur

7. ágúst 2020

|

Nýtt flugfélag í Bandaríkjunum stefnir á að hefja áætlunarflug innan skamms og er undirbúningur þess í fullum gangi.

Tigerair Australia hættir starfsemi

7. ágúst 2020

|

Ástralska lágfargjaldafélagið Tigerair Australia hefur hætt starfsemi sinni en móðurfélag þess, Virgin Australia, tilkynnti sl. miðvikudag að ákvörðun hafi verið tekin um að binda endi á starfsemi fé

Boeing 747 rakst með þrjá hreyfla ofan í braut í lendingu

7. ágúst 2020

|

Júmbó-fraktþota af gerðinni Boeing 747-400 rakst með þrjá hreyfla ofan í flugbraut í lendingu á Pudong-flugvellinum í Shanghai á dögunum.

Þrjú þúsund milljarðar til bandarískra flugfélaga

6. ágúst 2020

|

Bandaríska þingið ætlar að afgreiða 25 milljarða dala björgunarpakka fyrir flugiðnaðinn í Bandaríkjunum sem þýðir að bandarísk flugfélög eiga von á styrk upp á yfir 3.390 milljarða króna svo hægt sé

Helmingur farþega sótti farangur við neyðarrýmingu

6. ágúst 2020

|

Tafir urðu á því að hægt var að rýma farþegaþotu á Stansted-flugvellinum í London í fyrra er upp kom neyðarástand vegna fjölda farþega sem eyddu tíma í að sækja handfarangur sinn.

Lufthansa Group mun taka yfir 60 flugvélar úr flotanum

6. ágúst 2020

|

Lufthansa Group hefur tilkynnt afkomu sína eftir annan ársfjórðung þessa ársins og kemur fram að taprekstur félagsins nam 2 milljörðum Bandaríkjadala sem samsvarar 271 milljarði króna.

Virgin Atlantic sækir um gjaldþrotavernd

5. ágúst 2020

|

Breska flugfélagið Virgin Atlantic Airways hefur sótt um gjaldþrotavernd og greiðslustöðun fyrir dómstóli í New York í Bandaríkjunum en fram kemur að rekstarfé flugfélagsins mun að öðru leyti verða

Yfir 200 flugvirkjanemar hefja nám hjá Lufthansa Technik

4. ágúst 2020

|

Þrátt fyrir að ein mesta krísa sem um getur sé nú að dynja á flugiðnaðinum þá horfir fyrirtækið Lufthansa Technik, viðhaldsfyrirtæki Lufthansa Group, til framtíðar og hefja um 240 ungir flugvirkjane

Ofhlaðin flugvél af fíkniefnum brotlenti í flugtaki

4. ágúst 2020

|

Lítil tveggja hreyfla flugvél af gerðinni Cessna 402 brotlenti í flugtaki í Papúa Nýju-Gíneu í síðustu viku en í ljós kom að flugvélin var ofhlaðin af fíkniefnum sem reynt var að smygla yfir til Ástr

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00