flugfréttir

Boeing staðfestir endalokin á 747 og fresta 777X til 2022

- Hætta framleiðslu á Boeing 747-8 árið 2022

29. júlí 2020

|

Frétt skrifuð kl. 19:33

Boeing 747-8 júmbó-þota í litum Lufthansa við afhendingarmiðstöð Boeing í Everett

Boeing staðfesti í dag endalok framleiðslu júmbó-þotunnar auk þess sem flugvélaframleiðandinn tilkynnti að afhendingum á nýju Boeing 777X breiðþotunni verður frestað til ársins 2022.

Þetta kom fram í dag í skilaboðum til starfsmanna þar sem segir að framleiðslu á Boeing 747-8 verður hætt af eftir tvö ár og verði því engar fleiri slíkar þotur smíðaðar eftir árið 2022 og endar þar með framleiðsla júmbó-þotunnar sem staðið hefur yfir í 52 ár í dag.

Þá hefur Boeing einnig staðfest að afhendingar á fyrstu Boeing 777X þotunni, arftaki Boeing 777, hefjast ekki fyrr en árið 2022 og frestast því um eitt ár en til stóð að afhenda fyrsta eintakið á næsta ári til Lufthansa en nú þegar er búið að smíða fyrsta eintakið fyrir Lufthansa og einnig fyrstu Boeing 777X þotuna fyrir Emirates.

Boeing mun ekki smíða fleiri Boeing 747-8 júmbó-þotur eftir árið 2022

Seinkanir vegna vandamála með GE9X hreyfilinn frá General Electrics hafa þegar sett strik í reikninginn sem varð til þess að Boeing 777X flaug ekki sitt fyrsta flug fyrr en í janúar á þessu ári en til stóð að hún myndi taka þátt í flugsýningunni í París í fyrra.

326 milljarða króna tap á öðrum árshelmingi

Boeing kynnti í dag afkomu fyrirtækisins eftir annan ársfjórðung þessa árs og kemur fram að framleiðandinn tapaði 2.4 milljörðum bandaríkjadala sem samsvarar 325 milljörðum króna og má rekja tapið að stórum hluta til COVID-19 heimsfaraldursins.

Tapið er þó 500 milljónum lægra en á sama tíma í fyrra þegar Boeing tilkynnti um 2.9 milljarða króna tap frá apríl fram til júní sem mátti þá rekja til kyrrsetningu á Boeing 737 MAX þotunum.

Boeing tilkynnti í dag um 2.4 milljarða króna tap eftir annan ársfjórðunginn

Dave Calhoun, framkvæmdarstjóri Boeing, segir að afleiðingar kórónuveirufaraldursins séu að hafa viðtækari áhrif á flugiðnaðinn en gert var ráð fyrir sem bitnar á öllum fyrirtækjum innan flugsins og gæti Boeing þurft að segja upp enn fleira starfsfólki en framleiðandinn hefur nú þegar sagt upp 16.000 manns sem samsvarar 10 prósent alls starfsfólks fyrirtækisins.

Einnig segir í tilkynningu frá Boeing að dregið verður úr framleiðsluafköstum á næstum því öllum flugvélategundunum sem Boeing framleiðir og m.a. á Boeing 737 MAX, Dreamliner og Boeing 777 en framleiðslan á Boeing 767 og Boeing 747-8 mun að öllum líkindum halda sér með sama sniði.  fréttir af handahófi

EASA segir að MAX-þoturnar séu öruggar til að fljúga á ný

16. október 2020

|

Patrick Ky, yfirmaður yfir Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA), hefur tilkynnt að Boeing 737 MAX þotan sé nógu örugg fyrir farþegaflug og geti þoturnar hafið flug að nýju í Evrópu fljótlega.

Nýr skólastjóri hjá Flugakademíu Íslands

26. ágúst 2020

|

Davíð Brár Unnarsson var í sumar ráðinn sem skólastjóri hjá Flugakademíu Íslands en skólinn varð til við sameiningu Flugskóla Íslands og Flugakademíu Keilis.

Ryanair að undirbúa pöntun í allt að 200 MAX-þotur

2. október 2020

|

Sagt er að Ryanair sé að undirbúa sig fyrir að skrifa undir samkomulag um risapöntun hjá Boeing í allt að 200 farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 MAX þotur.

  Nýjustu flugfréttirnar

Fyrsta A380 risaþotan til að yfirgefa flugflota Emirates

27. október 2020

|

Emirates hefur formlega kvatt fyrstu Airbus A380 risaþotuna sem yfirgaf flugfélagið í dag en henni var ferjuflogið til Spánar þar sem hún fer í geymslu.

Sex júmbó-þotur Lufhansa fastar í Hollandi

27. október 2020

|

Sex júmbó-þotur á vegum Lufthansa, sem eru af gerðinni Boeing 747-400, eru nú fastar á Twente-flugvellinum í Hollandi þar sem þær fá ekki að fara í loft frá flugvellinum þar sem þær eru of stórar er

Easyjet selur 9 þotur úr flotanum

27. október 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet hefur gert samkomulag um sölu á níu Airbus A320 þotum sem seldar hafa verið til tveggja flugvélaleigufyrirtækja sem mun svo leigja vélarnar til baka til easyJet.

Icelandair fær þrjár 737 MAX þotur afhentar næsta vor

27. október 2020

|

Icelandair áætlar að félagið muni fá þrjár Boeing 737 MAX þotur afhentar eftir áramót en í nýrri afkomuskýrslu félagsins segir að MAX-þoturnar þrjár verði afhentar á öðrum ársfjórðungi ársins 2021.

Segjast hafa fundið staðinn þar sem MH370 er að finna

26. október 2020

|

Hópur nokkurra sérfræðinga telja sig hafa fundið enn nákvæmari staðsetningu þar sem malasísku farþegaþotuna er mjög líklega að finna sem hvarf sportlaust fyrir meira en sex og hálfu ári síðan þann 7.

460 grímudólgar komnir á bannlista hjá Delta

26. október 2020

|

Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines hefur sett upp sérstakan bannlista yfir þá farþega sem hafa neitað að vera með andlitsgrímur og eru í dag 460 farþegar komnir á þann lista sem fá ekki að fljúga

Koma til móts við flugfélög og lækka lendingargjöld

26. október 2020

|

Stjórn Narita-flugvallarins í Tókýó hefur ákveðið að lækka þjónustu- og lendingargjöld á flugvellinum til þess að koma til móts við flugfélög sem eiga flest hver erfitt uppdráttar á tímum kórónuveirun

Asiana býður upp á útsýnisflug með risaþotu

26. október 2020

|

Enn bætast við flugfélög sem bjóða upp því fólki sem saknar þess að fljúga upp á útsýnisflug og en suður-kóreska flugfélagið Asiana Airlines flaug eitt slíkt sl. laugardag.

Eyðilagði klósett í reiðiskasti um borð í flugvél Finnair

25. október 2020

|

Finnskur karlmaður hefur verið hlotið eins árs skilorðsbundins fangelisdóms fyrir að hafa rústað salerni er hann var farþegi um borð í farþegaþotu Finnair en maðurinn sagði við réttarhöld að salernið

Kynningarflug til að efla traust fólks á 737 MAX

25. október 2020

|

American Airlines stefnir á að fljúga sérstakar kynningarflugferðir með Boeing 737 MAX þotunum í nóvember til þess að efla traust almennings á þotunni áður en hún byrjar að fljúga aftur áætlunarflug

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00