flugfréttir

Boeing staðfestir endalokin á 747 og fresta 777X til 2022

- Hætta framleiðslu á Boeing 747-8 árið 2022

29. júlí 2020

|

Frétt skrifuð kl. 19:33

Boeing 747-8 júmbó-þota í litum Lufthansa við afhendingarmiðstöð Boeing í Everett

Boeing staðfesti í dag endalok framleiðslu júmbó-þotunnar auk þess sem flugvélaframleiðandinn tilkynnti að afhendingum á nýju Boeing 777X breiðþotunni verður frestað til ársins 2022.

Þetta kom fram í dag í skilaboðum til starfsmanna þar sem segir að framleiðslu á Boeing 747-8 verður hætt af eftir tvö ár og verði því engar fleiri slíkar þotur smíðaðar eftir árið 2022 og endar þar með framleiðsla júmbó-þotunnar sem staðið hefur yfir í 52 ár í dag.

Þá hefur Boeing einnig staðfest að afhendingar á fyrstu Boeing 777X þotunni, arftaki Boeing 777, hefjast ekki fyrr en árið 2022 og frestast því um eitt ár en til stóð að afhenda fyrsta eintakið á næsta ári til Lufthansa en nú þegar er búið að smíða fyrsta eintakið fyrir Lufthansa og einnig fyrstu Boeing 777X þotuna fyrir Emirates.

Boeing mun ekki smíða fleiri Boeing 747-8 júmbó-þotur eftir árið 2022

Seinkanir vegna vandamála með GE9X hreyfilinn frá General Electrics hafa þegar sett strik í reikninginn sem varð til þess að Boeing 777X flaug ekki sitt fyrsta flug fyrr en í janúar á þessu ári en til stóð að hún myndi taka þátt í flugsýningunni í París í fyrra.

326 milljarða króna tap á öðrum árshelmingi

Boeing kynnti í dag afkomu fyrirtækisins eftir annan ársfjórðung þessa árs og kemur fram að framleiðandinn tapaði 2.4 milljörðum bandaríkjadala sem samsvarar 325 milljörðum króna og má rekja tapið að stórum hluta til COVID-19 heimsfaraldursins.

Tapið er þó 500 milljónum lægra en á sama tíma í fyrra þegar Boeing tilkynnti um 2.9 milljarða króna tap frá apríl fram til júní sem mátti þá rekja til kyrrsetningu á Boeing 737 MAX þotunum.

Boeing tilkynnti í dag um 2.4 milljarða króna tap eftir annan ársfjórðunginn

Dave Calhoun, framkvæmdarstjóri Boeing, segir að afleiðingar kórónuveirufaraldursins séu að hafa viðtækari áhrif á flugiðnaðinn en gert var ráð fyrir sem bitnar á öllum fyrirtækjum innan flugsins og gæti Boeing þurft að segja upp enn fleira starfsfólki en framleiðandinn hefur nú þegar sagt upp 16.000 manns sem samsvarar 10 prósent alls starfsfólks fyrirtækisins.

Einnig segir í tilkynningu frá Boeing að dregið verður úr framleiðsluafköstum á næstum því öllum flugvélategundunum sem Boeing framleiðir og m.a. á Boeing 737 MAX, Dreamliner og Boeing 777 en framleiðslan á Boeing 767 og Boeing 747-8 mun að öllum líkindum halda sér með sama sniði.  fréttir af handahófi

Syðri flugbrautinni á Heathrow lokað fram í október

15. júlí 2020

|

Íbúar í nokkrum hverfum Lundúna eru ekki ánægðir þessa daganna þar sem þeir þurfa að þola meiri flugumferð þar sem að aðeins önnur flugbrautin á Heathrow-flugvellinum verður í stanslausri notkun fram

Semja við Piper Aircraft um kaup á 100 kennsluflugvélum

20. júlí 2020

|

Bandaríski flugskólinn ATP Flight School hefur gert samkomulag við Piper Aircraft flugvélaframleiðandann um kaup á 100 flugvélum af gerðinni Piper Archer TX og hefur flugskólinn einnig fengið sex fyr

Stofnandi easyJet býður verðlaunafé fyrir uppljóstrara

13. maí 2020

|

Stelios Haji-loannou, stofnandi easyJet, hefur ákveðið að bjóða verðlaunafé upp á 5 milljónir Sterlingspunda, sem samsvarar 897 milljónum króna, til þess aðila eða „uppljóstrara“ sem lumar á viðkvæmu

  Nýjustu flugfréttirnar

Yfir 200 flugvirkjanemar hefja nám hjá Lufthansa Technik

4. ágúst 2020

|

Þrátt fyrir að ein mesta krísa sem um getur sé nú að dynja á flugiðnaðinum þá horfir fyrirtækið Lufthansa Technik, viðhaldsfyrirtæki Lufthansa Group, til framtíðar og hefja um 240 ungir flugvirkjane

Ofhlaðin flugvél af fíkniefnum brotlenti í flugtaki

4. ágúst 2020

|

Lítil tveggja hreyfla flugvél af gerðinni Cessna 402 brotlenti í flugtaki í Papúa Nýju-Gíneu í síðustu viku en í ljós kom að flugvélin var ofhlaðin af fíkniefnum sem reynt var að smygla yfir til Ástr

SpiceJet tryggir sér pláss á London Heathrow

4. ágúst 2020

|

Indverska flugfélagið SpiceJet hefur tryggt sér lendingar- og afgreiðslupláss á Heathrow-flugvelli og mun félagið hefja daglegt flug til London frá og með 1. september.

Reyndu að ræna þotueldsneyti úr leiðslu nálægt flugvelli

4. ágúst 2020

|

Grunur leikur á því að reynt hafi verið að ræna þotueldsneyti eftir að í ljós komu skemmdir sem unnar höfðu verið á eldsneytisleiðslu sem liggur að Boryspil-flugvellinum í Kiev í Úkraínu.

Starfsmenn Arkia Israeli Airlines mótmæla við heimili forstjórans

4. ágúst 2020

|

Yfir 500 starfsmenn ísraelska flugfélagsins Arkia Israeli Airlines hafa að undanförnu mótmælt bæði fyrir framan heimili forstjóra flugfélagsins og fyrir framan höfuðstöðvar félagsins en félagið hætti

Farþegum fjölgar hraðar hjá easyJet en félagið bjóst við

4. ágúst 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að farþegar séu farnir að koma aftur og bóka flug í meira mæli en félagið bjóst við fyrr í sumar og er fjöldi bókana á farmiðum á seinni hluta sumarsins 10%

Stofna nýtt flugfélag í Ástralíu með Boeing 757 og 767 þotum

3. ágúst 2020

|

Nýtt flugfélag, sem verið er að stofna í Ástralíu, leitar nú að starfsfólki við ýmiss störf og þar á meðal að yfirflugstjóra með réttindi á þotur af gerðinni Boeing 757 og Boeing 767 þotur.

Fleiri flugmenn reknir vegna vafasamra flugskírteina

3. ágúst 2020

|

Pakistanska flugfélagið PIA (Pakistan International Airlines) hefur sagt upp fimm flugmönnum til viðbótar þar sem þeir voru með „vafasöm“ flugmannsskírteni sem ekki voru fullgild samkvæmt reglugerðum.

Alliance í Ástralíu pantar fjórtán Embraer-þotur

3. ágúst 2020

|

Þrátt fyrir að mörg flugfélög séu að hætta frekar við pantanir í nýjar flugvélar vegna þeirra áhrifa sem að kórónaveirufaraldurinn hefur haft á flugiðnaðinn þá hefur ástralska flugfélagið Alliance Av

Wizz Air bannað að fljúga til Grikklands tímabundið

2. ágúst 2020

|

Ungverska flugfélaginu Wizz Air hefur verið bannað að fljúga til Grikklands tímabundið eftir að félagið virti að vettugi kröfu flugmálayfirvalda um að allir farþegar sem fljúga til landsins skulu ver

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00