flugfréttir
Ætla að afhenda 450 MAX-vélar innan 12 mánaða

450 Boeing 737 MAX þotur bíða þess að verða afhentar til viðskiptavina sinna
Boeing stefnir á að afhenda allar þær 450 Boeing 737 MAX þotur sem framleiddar hafa verið til viðskiptavina sinna innan 12 mánaða frá því að afhendingar hefjast að nýju sem mögulega verður fyrir lok ársins.
Flugvélaframleiðandinn lýsti þessu yfir í dag er afkoma Boeing eftir annan ársfjórðung var kynnt og kemur
fram að vonir séu bundnar við að hægt verði að afhenda fyrstu 737 MAX þoturnar á ný milli hausts og jóla.
Yfir 450 Boeing 737 MAX þotur hafa verið smíðaðar frá því að þotan var kyrrsett um allan heim í mars árið 2019
og hefur framleiðandinn komið þeim fyrir á geymslusvæðum víðsvegar um Bandaríkin.
Hversu margar og hversu hratt hægt verður að afhenda þær þegar bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) leyfa
þotunum að fljúga aftur fer þó allt eftir flugmálayfirvöldum í þeim löndum sem vélarnar verða afhentar til.
Þótt að endurútgáfa á flughæfnisvottun vélanna virðist vera handan við hornið þá hafa sum flugfélög
sínar efasemdir líkt og Southwest Airlines sem telur að mögulega eigi Boeing 737 MAX ekki eftir að fljúga
á ný fyrr en á fyrsta ársfjórðungi ársins 2021.
Boeing vonast til þess að viðskiptavinirnir verði bjartsýnir á framhaldið þar sem framleiðandinn segir að
hægt verði að afhenda þær úr geymslu tiltölulega fljótt þar sem þær eru tilbúnar til notkunar með stuttum undirbúningstíma.
Einhver flugfélög hafa hætt við MAX þoturnar en flest þó hluta af þeim sem pantaðar voru á meðan einhver flugfélög
hafa farið fram á að fresta afhendingum og hefur kórónaveirufaraldurinn haft sín áhrif á þá ákvörðunartöku.
Boeing hefur þegar greitt flugfélögum 600 milljónir Bandaríkjadali í skaðabætur sem samsvarar 81 milljarði
króna.


7. desember 2020
|
Emirates hefur frestað afhendingum á seinustu Airbus A380 risaþotunum fram til ársins 2022 en félagið á eftir að fá fimm risaþotur afhentar í dag.

26. október 2020
|
Stjórn Narita-flugvallarins í Tókýó hefur ákveðið að lækka þjónustu- og lendingargjöld á flugvellinum til þess að koma til móts við flugfélög sem eiga flest hver erfitt uppdráttar á tímum kórónuveirun

3. desember 2020
|
Breski hreyflaframleiðandinn Rolls-Royce hefur tilkynnt að fyrirtækið ætli að einblína á næstunni á framleiðslu á hreyflum fyrir meðalstórar flugvélar en fyrirtækið hefur sl. ár sérhæft sig í þróun og

22. janúar 2021
|
Kanadíska flugfélagið WestJet flaug í gær fyrsta áætlunarflugið í Kanada með Boeing 737 MAX eftir 22 mánaða kyrrsetningu og er WestJet þá einnig fimmta flugfélagið í heiminum til að hefja áætlunarflu

22. janúar 2021
|
Breska flugfélagið Jet2.com og ferðaskrifstofan Jet2CityBreaks ætla að bjóða upp á flug og borgarferðir frá Manchester á Englandi til Íslands sumarið 2022 en flogið verður á milli Keflavíkurflugvall

21. janúar 2021
|
Búið er að fresta flugsýningunni AERO sem fram átti að fara í apríl í þýsku borginni Friederickshafen.

21. janúar 2021
|
Lítil eins hreyfils flugvél neyddist til þess að lenda á hraðbraut í Texas í Bandaríkjunum í gær eftir að upp kom bilun í mótor.

21. janúar 2021
|
Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines ætlar að fella niður allt langflug tímabundið til annarra heimsálfa til og frá Amsterdam frá og með morgundeginum.

21. janúar 2021
|
Norska flugfélagið Norwegian hefur lýst því yfir að ríkisstjórn Noregs ætli sér að styðja við bakið á flugfélaginu með fyrirhugaðri fjárhagsaðstoð.

20. janúar 2021
|
International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways, mun kaupa spænska flugfélagið Air Europa fyrir helmingi lægra verð en upphaflega stóð til að greiða fyrir félagið þegar tilkynnt var u

19. janúar 2021
|
Breska flugfélagið Titan Airways verður annað flugfélagið til þess að taka í notkun fraktþotu af gerðinni Airbus A321 sem hefur verið breytt úr farþegaflugvél til þess að flytja eingöngu vörur.