flugfréttir

Ætla að afhenda 450 MAX-vélar innan 12 mánaða

30. júlí 2020

|

Frétt skrifuð kl. 07:00

450 Boeing 737 MAX þotur bíða þess að verða afhentar til viðskiptavina sinna

Boeing stefnir á að afhenda allar þær 450 Boeing 737 MAX þotur sem framleiddar hafa verið til viðskiptavina sinna innan 12 mánaða frá því að afhendingar hefjast að nýju sem mögulega verður fyrir lok ársins.

Flugvélaframleiðandinn lýsti þessu yfir í dag er afkoma Boeing eftir annan ársfjórðung var kynnt og kemur fram að vonir séu bundnar við að hægt verði að afhenda fyrstu 737 MAX þoturnar á ný milli hausts og jóla.

Yfir 450 Boeing 737 MAX þotur hafa verið smíðaðar frá því að þotan var kyrrsett um allan heim í mars árið 2019 og hefur framleiðandinn komið þeim fyrir á geymslusvæðum víðsvegar um Bandaríkin.

Hversu margar og hversu hratt hægt verður að afhenda þær þegar bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) leyfa þotunum að fljúga aftur fer þó allt eftir flugmálayfirvöldum í þeim löndum sem vélarnar verða afhentar til.

Þótt að endurútgáfa á flughæfnisvottun vélanna virðist vera handan við hornið þá hafa sum flugfélög sínar efasemdir líkt og Southwest Airlines sem telur að mögulega eigi Boeing 737 MAX ekki eftir að fljúga á ný fyrr en á fyrsta ársfjórðungi ársins 2021.

Boeing vonast til þess að viðskiptavinirnir verði bjartsýnir á framhaldið þar sem framleiðandinn segir að hægt verði að afhenda þær úr geymslu tiltölulega fljótt þar sem þær eru tilbúnar til notkunar með stuttum undirbúningstíma.

Einhver flugfélög hafa hætt við MAX þoturnar en flest þó hluta af þeim sem pantaðar voru á meðan einhver flugfélög hafa farið fram á að fresta afhendingum og hefur kórónaveirufaraldurinn haft sín áhrif á þá ákvörðunartöku.

Boeing hefur þegar greitt flugfélögum 600 milljónir Bandaríkjadali í skaðabætur sem samsvarar 81 milljarði króna.  fréttir af handahófi

ICAO gert að taka fyrir mál Qatar Airways

20. júlí 2020

|

Qatar Airways hefur leitað réttar síns og höfðað dómsmál gegn fjórum nágrannaríkjum á Arabíuskaganum sem hafa í þrjú ár meinað flugfélaginu aðgangi að lofthelgi landanna.

Stefna á að fljúga 75 prósent af leiðarkerfinu í ágúst

2. júní 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet áætlar að félagið muni fljúga til helmings allra áfangastaða í leiðarkerfinu í júlí og er stefnt á að í ágúst muni félagið fljúga til 75% af öllum þeim 1.022 flugl

Air Namibía svipt leyfi til þess að fljúga farþegaflug

9. júlí 2020

|

Ríkisstjórn Namibíu hefur svipt flugfélaginu Air Namibia leyfi til þess að fljúga áætunarflug og leiguflug með farþega þar sem að félagið hefur ekki náð að afla nægilegs fjármagns til þess að sína fr

  Nýjustu flugfréttirnar

Yfir 200 flugvirkjanemar hefja nám hjá Lufthansa Technik

4. ágúst 2020

|

Þrátt fyrir að ein mesta krísa sem um getur sé nú að dynja á flugiðnaðinum þá horfir fyrirtækið Lufthansa Technik, viðhaldsfyrirtæki Lufthansa Group, til framtíðar og hefja um 240 ungir flugvirkjane

Ofhlaðin flugvél af fíkniefnum brotlenti í flugtaki

4. ágúst 2020

|

Lítil tveggja hreyfla flugvél af gerðinni Cessna 402 brotlenti í flugtaki í Papúa Nýju-Gíneu í síðustu viku en í ljós kom að flugvélin var ofhlaðin af fíkniefnum sem reynt var að smygla yfir til Ástr

SpiceJet tryggir sér pláss á London Heathrow

4. ágúst 2020

|

Indverska flugfélagið SpiceJet hefur tryggt sér lendingar- og afgreiðslupláss á Heathrow-flugvelli og mun félagið hefja daglegt flug til London frá og með 1. september.

Reyndu að ræna þotueldsneyti úr leiðslu nálægt flugvelli

4. ágúst 2020

|

Grunur leikur á því að reynt hafi verið að ræna þotueldsneyti eftir að í ljós komu skemmdir sem unnar höfðu verið á eldsneytisleiðslu sem liggur að Boryspil-flugvellinum í Kiev í Úkraínu.

Starfsmenn Arkia Israeli Airlines mótmæla við heimili forstjórans

4. ágúst 2020

|

Yfir 500 starfsmenn ísraelska flugfélagsins Arkia Israeli Airlines hafa að undanförnu mótmælt bæði fyrir framan heimili forstjóra flugfélagsins og fyrir framan höfuðstöðvar félagsins en félagið hætti

Farþegum fjölgar hraðar hjá easyJet en félagið bjóst við

4. ágúst 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að farþegar séu farnir að koma aftur og bóka flug í meira mæli en félagið bjóst við fyrr í sumar og er fjöldi bókana á farmiðum á seinni hluta sumarsins 10%

Stofna nýtt flugfélag í Ástralíu með Boeing 757 og 767 þotum

3. ágúst 2020

|

Nýtt flugfélag, sem verið er að stofna í Ástralíu, leitar nú að starfsfólki við ýmiss störf og þar á meðal að yfirflugstjóra með réttindi á þotur af gerðinni Boeing 757 og Boeing 767 þotur.

Fleiri flugmenn reknir vegna vafasamra flugskírteina

3. ágúst 2020

|

Pakistanska flugfélagið PIA (Pakistan International Airlines) hefur sagt upp fimm flugmönnum til viðbótar þar sem þeir voru með „vafasöm“ flugmannsskírteni sem ekki voru fullgild samkvæmt reglugerðum.

Alliance í Ástralíu pantar fjórtán Embraer-þotur

3. ágúst 2020

|

Þrátt fyrir að mörg flugfélög séu að hætta frekar við pantanir í nýjar flugvélar vegna þeirra áhrifa sem að kórónaveirufaraldurinn hefur haft á flugiðnaðinn þá hefur ástralska flugfélagið Alliance Av

Wizz Air bannað að fljúga til Grikklands tímabundið

2. ágúst 2020

|

Ungverska flugfélaginu Wizz Air hefur verið bannað að fljúga til Grikklands tímabundið eftir að félagið virti að vettugi kröfu flugmálayfirvalda um að allir farþegar sem fljúga til landsins skulu ver

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00