flugfréttir

Bjóða farþegum að fljúga ótakmarkað fyrir fast verð

- Átta kínversk flugfélög bjóða farþegum upp á „All You Can Fly“ passa

30. júlí 2020

|

Frétt skrifuð kl. 07:29

Að minnsta kosti átta kínversk flugfélög bjóða nú farþegum upp á að „fljúga eins og þeir geta í sig látið“

Nokkur kínversk flugfélög eru farin að fara ýmsar leiðir til þess að laða að fleiri flugfarþega og hafa að minnsta kosti átta flugfélög í Kína auglýst sérstakt tilboð þar sem farþegum er boðið upp á að fljúga ótakmark með því að kaupa sérstakan passa.

Flugfélagið China Southern Airlines býður meðal annars upp á svokallað „all you can fly“ tilboð þar sem farþegar geta flogið ótakmarkað fyrir tæpar 70.000 krónur fyrir ákveðið tímabil.

Sérfræðingar í flugmálum í Kína segja að fyrir sum flugfélög séu slík tilboð að virka og koma í veg fyrir að flugfélög séu að fljúga með tóm sæti í innanlandsflugi.

„Á meðan svona tilboð eru að virka fyrir innanlandsflugið þá eigum við ekki von á að sjá svona í millilandaflugi til og frá Kína“, segir Luya You, samgöngusérfræðingur hjá fyrirtækinu BOCOM International.

China Southern Airlines kallar sitt tilboð „Fly Happily“ og er farþegum boðið upp á að fljúga eins margar flugferðir innan Kína og það vill frá 26. ágúst til 6. janúar árið 2021 fyrir 529 Bandaríkjadali sem jafngildir 71.600 krónum.

Flugiðanðurinn hefur fylgst glögt með flugfélögunum í Kína sem byrjuðu að fljúga einum mánuði á undan flugfélögum í öðrum löndum eftir kórónaveirufaraldurinn en til að mynda var farþegaflug í Kína búið að ná sér töluvert á strik fyrr í sumar og voru mörg flugfélög að fljúga með 80% af þeim farþegafjölda sem flaug á sama tíma í fyrra.

China Eastern Airlines kallar sitt tilboð „Fly as you wish“ sem felur í sér ótakmarkaðar flugferðir fyrir 64.000 krónur en það tilboð gildir þó eingöngu um helgar.

Fram kemur að China Eastern Airlines hafi nú þegar selt yfir 100.000 flugpassa sem hefur orðið til þess að sætanýting félagsins er komin upp í 75 prósent um helgar.  fréttir af handahófi

Vonast til að hafa 40 MAX-þotur sumarið 2021

27. júlí 2020

|

Írska lágfargjaldafélagið Ryanair bindur vonir um að vera komið með 40 Boeing 737 MAX þotur í flotann sinn fyrir sumarið 2021.

Þriðjungur flugflotans fer í geymslu í Ástralíu

29. júlí 2020

|

Cathay Pacific, eitt stærsta flugfélagið í Kína, ætlar að ferjufljúga þriðjungi flugflotans til eyðimerkurbæjarins Alice Springs í Ástralíu þar sem flugvélarnar verða settar í langtímageymslu.

Yfir 90 prósent starfsfólks hjá Jet Time sagt upp

30. júní 2020

|

Danska flugfélagið Jet Time hefur sagt upp 90 prósent af öllu starfsfólki félagsins eða 313 af þeim 342 sem hafa starfað hjá félaginu.

  Nýjustu flugfréttirnar

CityJet bjargað frá gjaldþroti

7. ágúst 2020

|

Írska flugfélagið CityJet mun að öllum líkindum sleppa við gjaldþrot þar sem flest bendir til þess að dómstóll á Írlandi ætli að samþykkja aðgerðir til þess að bjarga félaginu.

Nýtt flugfélag stefnir á að leigja yfir 20 Airbus-þotur

7. ágúst 2020

|

Nýtt flugfélag í Bandaríkjunum stefnir á að hefja áætlunarflug innan skamms og er undirbúningur þess í fullum gangi.

Tigerair Australia hættir starfsemi

7. ágúst 2020

|

Ástralska lágfargjaldafélagið Tigerair Australia hefur hætt starfsemi sinni en móðurfélag þess, Virgin Australia, tilkynnti sl. miðvikudag að ákvörðun hafi verið tekin um að binda endi á starfsemi fé

Boeing 747 rakst með þrjá hreyfla ofan í braut í lendingu

7. ágúst 2020

|

Júmbó-fraktþota af gerðinni Boeing 747-400 rakst með þrjá hreyfla ofan í flugbraut í lendingu á Pudong-flugvellinum í Shanghai á dögunum.

Þrjú þúsund milljarðar til bandarískra flugfélaga

6. ágúst 2020

|

Bandaríska þingið ætlar að afgreiða 25 milljarða dala björgunarpakka fyrir flugiðnaðinn í Bandaríkjunum sem þýðir að bandarísk flugfélög eiga von á styrk upp á yfir 3.390 milljarða króna svo hægt sé

Helmingur farþega sótti farangur við neyðarrýmingu

6. ágúst 2020

|

Tafir urðu á því að hægt var að rýma farþegaþotu á Stansted-flugvellinum í London í fyrra er upp kom neyðarástand vegna fjölda farþega sem eyddu tíma í að sækja handfarangur sinn.

Lufthansa Group mun taka yfir 60 flugvélar úr flotanum

6. ágúst 2020

|

Lufthansa Group hefur tilkynnt afkomu sína eftir annan ársfjórðung þessa ársins og kemur fram að taprekstur félagsins nam 2 milljörðum Bandaríkjadala sem samsvarar 271 milljarði króna.

Virgin Atlantic sækir um gjaldþrotavernd

5. ágúst 2020

|

Breska flugfélagið Virgin Atlantic Airways hefur sótt um gjaldþrotavernd og greiðslustöðun fyrir dómstóli í New York í Bandaríkjunum en fram kemur að rekstarfé flugfélagsins mun að öðru leyti verða

Yfir 200 flugvirkjanemar hefja nám hjá Lufthansa Technik

4. ágúst 2020

|

Þrátt fyrir að ein mesta krísa sem um getur sé nú að dynja á flugiðnaðinum þá horfir fyrirtækið Lufthansa Technik, viðhaldsfyrirtæki Lufthansa Group, til framtíðar og hefja um 240 ungir flugvirkjane

Ofhlaðin flugvél af fíkniefnum brotlenti í flugtaki

4. ágúst 2020

|

Lítil tveggja hreyfla flugvél af gerðinni Cessna 402 brotlenti í flugtaki í Papúa Nýju-Gíneu í síðustu viku en í ljós kom að flugvélin var ofhlaðin af fíkniefnum sem reynt var að smygla yfir til Ástr

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00