flugfréttir

Í samstarf um rafhleðslustöðvar fyrir flugvélar

- Green Motion og Pipistrel stefna á að setja upp öflugt net af rafhleðslustöðvum

30. júlí 2020

|

Frétt skrifuð kl. 08:58

Pipistrel Aircraft hefur verið frumkvöðull í framleiðslu á rafmangsflugvélum á meðan Green Motion hefur 11 ára reynslu á framleiðslu á rafhleðslustöðvum fyrir rafmangsbíla

Svissneska fyrirtækið Green Motion, sem sérhæfir í framleiðslu á rafhleðslustöðvum fyrir rafknúin farartæki, hefur hafið samstarf við flugvélaframleiðandann Pipistrel Aircraft um að setja upp net af rafhleðslustöðvum á flugvöllum.

Green Motion var einn af frumkvöðlum í uppsetningu á rafhleðslustöðvum fyrir rafmagnsbíla þegar þeir komu fyrst á markaðinn fyrir nokkrum árum síðan en sl. tvö ár hefur fyrirtækið unnið að undirbúningi á því að setja upp víðtækt net af slíkum hleðslustöðvum fyrir rafmagnsflugvélar.

Markmið samstarfsins á milli Green Motion og Pipistrel Aircraft er að samhæfa rafhleðslumöguleika fyrir rafmagnsflugvélar en fram kemur að í dag er engin einn staðall í gangi í slíkum lausnum og er stefnan að þróa einn staðal sem notast verður við um allan heim.

Rafhleðslustöð frá Green Motion fyrir flugvélar

Þá ætla fyrirtækin að notast við nýjustu lausnir í rafhleðslu og verður hægt að setja upp stöðvar sem notast við ýmsa orkugjafa á borð við sólarorku fyrir þá flugvelli sem hafa sólarsellur á staðnum til að knýja rafhleðslustöðvarnar

Pipistrel Aircraft er leiðandi fyrirtæki í rafmagnsflugvélum og var fyrirtækið það fyrsta til að koma með rafknúna flugvél á markaðinn sem fékk flughæfnisvottun á undan öðrum framleiðendum.

Green Motion hefur nú þegar sett upp rafhleðslustöðvar á tveimur flugvöllum í Sviss sem nefnast Flight XT en Pipistrel Aircraft hefur hingað til þróað sína eigin tegund af rafhleðslulausnum og segir í tilkynningu fyrirtækjanna að með samstarfinu verða lausnirnar enn öflugri og bylting fyrir rafmagnsflugvélar og eigendur þeirra.  fréttir af handahófi

Syðri flugbrautinni á Heathrow lokað fram í október

15. júlí 2020

|

Íbúar í nokkrum hverfum Lundúna eru ekki ánægðir þessa daganna þar sem þeir þurfa að þola meiri flugumferð þar sem að aðeins önnur flugbrautin á Heathrow-flugvellinum verður í stanslausri notkun fram

Ætla ekki að losa sig við neinar A380 risaþotur

23. maí 2020

|

Tim Clark, forstjóri Emirates, blæs á þær sögusagnir sem ganga um að Emirates eigi eftir að hætta með flestar Airbus A380 risaþoturnar.

Bjóða heilbrigðisstarfsfólki 100.000 fría flugmiða

11. maí 2020

|

Flugfélagið Qatar Airways hefur ákveðið að láta gott af sér leiða og ætlar félagið að gefa 100.000 fría flugmiða til heilbrigðisstarfsmanna um allan heim sem hafa starfað í víglínunni vegna COVID-19

  Nýjustu flugfréttirnar

CityJet bjargað frá gjaldþroti

7. ágúst 2020

|

Írska flugfélagið CityJet mun að öllum líkindum sleppa við gjaldþrot þar sem flest bendir til þess að dómstóll á Írlandi ætli að samþykkja aðgerðir til þess að bjarga félaginu.

Nýtt flugfélag stefnir á að leigja yfir 20 Airbus-þotur

7. ágúst 2020

|

Nýtt flugfélag í Bandaríkjunum stefnir á að hefja áætlunarflug innan skamms og er undirbúningur þess í fullum gangi.

Tigerair Australia hættir starfsemi

7. ágúst 2020

|

Ástralska lágfargjaldafélagið Tigerair Australia hefur hætt starfsemi sinni en móðurfélag þess, Virgin Australia, tilkynnti sl. miðvikudag að ákvörðun hafi verið tekin um að binda endi á starfsemi fé

Boeing 747 rakst með þrjá hreyfla ofan í braut í lendingu

7. ágúst 2020

|

Júmbó-fraktþota af gerðinni Boeing 747-400 rakst með þrjá hreyfla ofan í flugbraut í lendingu á Pudong-flugvellinum í Shanghai á dögunum.

Þrjú þúsund milljarðar til bandarískra flugfélaga

6. ágúst 2020

|

Bandaríska þingið ætlar að afgreiða 25 milljarða dala björgunarpakka fyrir flugiðnaðinn í Bandaríkjunum sem þýðir að bandarísk flugfélög eiga von á styrk upp á yfir 3.390 milljarða króna svo hægt sé

Helmingur farþega sótti farangur við neyðarrýmingu

6. ágúst 2020

|

Tafir urðu á því að hægt var að rýma farþegaþotu á Stansted-flugvellinum í London í fyrra er upp kom neyðarástand vegna fjölda farþega sem eyddu tíma í að sækja handfarangur sinn.

Lufthansa Group mun taka yfir 60 flugvélar úr flotanum

6. ágúst 2020

|

Lufthansa Group hefur tilkynnt afkomu sína eftir annan ársfjórðung þessa ársins og kemur fram að taprekstur félagsins nam 2 milljörðum Bandaríkjadala sem samsvarar 271 milljarði króna.

Virgin Atlantic sækir um gjaldþrotavernd

5. ágúst 2020

|

Breska flugfélagið Virgin Atlantic Airways hefur sótt um gjaldþrotavernd og greiðslustöðun fyrir dómstóli í New York í Bandaríkjunum en fram kemur að rekstarfé flugfélagsins mun að öðru leyti verða

Yfir 200 flugvirkjanemar hefja nám hjá Lufthansa Technik

4. ágúst 2020

|

Þrátt fyrir að ein mesta krísa sem um getur sé nú að dynja á flugiðnaðinum þá horfir fyrirtækið Lufthansa Technik, viðhaldsfyrirtæki Lufthansa Group, til framtíðar og hefja um 240 ungir flugvirkjane

Ofhlaðin flugvél af fíkniefnum brotlenti í flugtaki

4. ágúst 2020

|

Lítil tveggja hreyfla flugvél af gerðinni Cessna 402 brotlenti í flugtaki í Papúa Nýju-Gíneu í síðustu viku en í ljós kom að flugvélin var ofhlaðin af fíkniefnum sem reynt var að smygla yfir til Ástr

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00