flugfréttir
Hætta að fljúga á milli London City og New York
- British Airways tekur Airbus A318 þotuna úr umferð

Airbus A318 þota British Airways á London City flugvellinum
British Airways hefur tilkynnt að félagið ætli að hætta með Airbus A318 þoturnar og mun félagið með því hætta að fljúga beint áætlunarflug á milli London City flugvallarins og Kennedy-flugvallarins í New York í Bandaríkjunum.
Móðurfélagi IAG (International Airlines Group) tilkynnti þetta á sama tíma og afkoma fyrirtækisins var kynnt í gær
og kemur fram að þessi tíðindi koma fáum á óvart í skugga ástandsins í flugiðnaðinum og fækkun viðskiptafarþega.
British Airways hefur boðið viðskiptafarþegum að fljúga beint frá London City til New York og hafa þeir með því náð
að koma sér frá öllu því umstangi sem fylgir því að fara í gegnum Heathrow-flugvöllinn auk þess sem meiri lúxus fylgir
því að ferðast um borð í Airbus A318 þotunum.
Félagið byrjaði að fljúga á milli London City og New York JFK árið 2009 en Airbus A318 þoturnar koma eingöngu
með stórum Business Class sætum og eru 32 slík sæti um borð í vélunum.
British Airway hafði tvær Airbus A318 þotur sem notaðar voru á þessari flugleið en árið 2017 tók félagið aðra vélina
úr umferð og seldi hana til flugfélagsins Titan Airways.
Félagið hætti að fljúga með Airbus A318 á milli London City og New York JFK í mars á þessu ári vegna
kórónuveirufaraldursins og stóð til að hefja flugið að nýju eftir faraldurinn en nú er útséð um að því verði haldið áfram.


18. nóvember 2020
|
Tim Clark, forstjóri Emirates, segist fullviss um að flugfélagið muni halda áfram að nota risaþotuna Airbus A380 eftir að heimsfaraldurinn er á enda og telur hann að eftirspurn eftir flugi eigi eftir

28. desember 2020
|
Flugráðgjafarfyrirtækið ASM hefur verið fengið til þess að aðstoða við hönnun leiðarkerfis, áætlunargerð og stefnumótun í flugsamgöngum til og frá Grænlandi til næstu ára.

8. nóvember 2020
|
Fjórir Írar hafa vakið töluverða athygli um helgina eftir að þeir gengu skrefinu lengra til þess að komast á eina barinn sem er opinn á Írlandi vegna útgöngubannsins.

22. janúar 2021
|
Kanadíska flugfélagið WestJet flaug í gær fyrsta áætlunarflugið í Kanada með Boeing 737 MAX eftir 22 mánaða kyrrsetningu og er WestJet þá einnig fimmta flugfélagið í heiminum til að hefja áætlunarflu

22. janúar 2021
|
Breska flugfélagið Jet2.com og ferðaskrifstofan Jet2CityBreaks ætla að bjóða upp á flug og borgarferðir frá Manchester á Englandi til Íslands sumarið 2022 en flogið verður á milli Keflavíkurflugvall

21. janúar 2021
|
Búið er að fresta flugsýningunni AERO sem fram átti að fara í apríl í þýsku borginni Friederickshafen.

21. janúar 2021
|
Lítil eins hreyfils flugvél neyddist til þess að lenda á hraðbraut í Texas í Bandaríkjunum í gær eftir að upp kom bilun í mótor.

21. janúar 2021
|
Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines ætlar að fella niður allt langflug tímabundið til annarra heimsálfa til og frá Amsterdam frá og með morgundeginum.

21. janúar 2021
|
Norska flugfélagið Norwegian hefur lýst því yfir að ríkisstjórn Noregs ætli sér að styðja við bakið á flugfélaginu með fyrirhugaðri fjárhagsaðstoð.

20. janúar 2021
|
International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways, mun kaupa spænska flugfélagið Air Europa fyrir helmingi lægra verð en upphaflega stóð til að greiða fyrir félagið þegar tilkynnt var u

19. janúar 2021
|
Breska flugfélagið Titan Airways verður annað flugfélagið til þess að taka í notkun fraktþotu af gerðinni Airbus A321 sem hefur verið breytt úr farþegaflugvél til þess að flytja eingöngu vörur.