flugfréttir

Stofna nýtt flugfélag í Ástralíu með Boeing 757 og 767 þotum

3. ágúst 2020

|

Frétt skrifuð kl. 19:44

Nýja flugfélagið stefnir á að hefja starfsemi sína snemma á næsta ári og verða höfuðstöðvarnar á flugvellinum í Brisbane í Ástralíu

Nýtt flugfélag, sem verið er að stofna í Ástralíu, leitar nú að starfsfólki við ýmiss störf og þar á meðal að yfirflugstjóra með réttindi á þotur af gerðinni Boeing 757 og Boeing 767 þotur.

Þetta kemur fram á ferðavefsíðunni Travel Weekly og segir að flugfélagið nýja verði með höfuðstöðvar fyrir starfsemina á flugvellinum í borginni Brisbane.

Ekki eru gefnar upp ítarlegar upplýsingar varðandi nýja flugfélagið og kemur ekki fram hvað flugfélagið mun heita en á dögunum var sett inn atvinnuauglýsing á vefsíðuna Complete Aviation Solutions þar sem leitað er eftir starfsfólki í nokkrar stöður.

Fram kemur að flugfélagið verði með þotur af gerðinni Boeing 757 og Boeing 767 þotur sem verða notaðar í millilandaflugi frá Brisbane og er áætlað að félagið hefji starfsemi sína snemma árið 2021.

Þá leitar flugfélagið nýja einnig að yfirmanni til þess að sjá um flughæfni flugflotans og yfirmann yfir verkefnastjórnun í viðhaldsdeild.

Ekki kemur fram hvort að flugfélagið muni sinna farþegaflugi eða hvort um fraktflugfélag sé að ræða en orðrómur er uppi um að hér sé á ferðinni fraktflugfélag fyrir Prime Air sem flýgur vörum á vegum vefverslunarrisans Amazon.com  fréttir af handahófi

SAS stefnir á að fljúga til allra áfangastaða á ný í haust

31. ágúst 2020

|

SAS (Scandinavian Airlines) sér fram á aukna eftirspurn eftir flugsætum og ætlar flugfélagið skandinavíska að auka framboð sitt í flugi innan Evrópu, til Bandaríkjanna og til Asíu á næstunni.

Boeing staðfestir endalokin á 747 og fresta 777X til 2022

29. júlí 2020

|

Boeing staðfesti í dag endalok framleiðslu júmbó-þotunnar auk þess sem flugvélaframleiðandinn tilkynnti að afhendingum á nýju Boeing 777X breiðþotunni verður frestað til ársins 2022.

Leggja 130 þotum þar sem vafi leikur á þyngd þeirra

17. september 2020

|

Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines hefur tekið tímabundið úr umferð 130 farþegaþotur af gerðinni Boeing 737-800 vegna misvísandi upplýsinga um tómaþyngd vélanna.

  Nýjustu flugfréttirnar

EASA gæti aflétt flugbanni 737 MAX í nóvember

25. september 2020

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) íhugar að gefa Boeing 737 MAX þotunum leyfi til að hefja flug að nýju í nóvember næstkomandi og með því aflétta flugbanni vélanna í evrópskri lofthelgi sem hefur varað

Harrison Ford fær að fljúga á ný

25. september 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa lokið við rannsókn á máli Harrison Ford eftir brautarátroðning sem átti sér stað í vor er hann þveraði flugbraut án heimildar og hefur leikarinn fengið leyfi ti

Ryanair með 2 fyrir 1 tilboð

24. september 2020

|

Ryanair hefur í fyrsta skipti í sögu félagsins kynnt „2 fyrir 1“ tilboð þar sem farþegum er boðið upp á að bóka flug og fá aukaflugsæti frítt með í kaupunum.

Ryanair þarf stóra ríkisaðstoð til að forðast hópuppsagnir

24. september 2020

|

Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, segir að lágfargjaldafélagið írska neyðist til þess að láta starfsfólk taka að sér launalaust leyfi í vetur ef opinber ríkisaðstoð til félagsins verður ekki

800 milljónir í bónusgreiðslur en greiddu ekki starfsmönnum laun

24. september 2020

|

Kólumbíska flugfélagið Avianca hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að hafa greitt yfirmönnum og stjórnarmeðlimum félagsins rausnarlega bónusa í maí í vor á sama tíma og flugfélagið gat ekki greitt st

Telja reglu um rýmingu á 90 sekúndum vera úrelda

23. september 2020

|

Eftirlitsdeild innan samgönguráðuneytis Bandaríkjanna segir að endurskoða þurfi reglu innan flugsins er varðar hámarkstíma sem rýma skal flugvél og koma öllum farþegum frá borði ef upp kemur neyðarást

American ætlar að hefja þjálfun á 737 MAX í nóvember

23. september 2020

|

American Airlines ætlar að byrja að þjálfa flugmenn sína aftur á Boeing 737 MAX þoturnar í nóvember sem er liður í undirbúningi fyrir endurkoma vélanna til áætlunarflugs.

SAS ætlar ekki að fljúga til Færeyja í vetur

23. september 2020

|

Scandinavian Airlines (SAS) ætlar ekki að fljúga til Færeyja í vetur og mun félagið fljúga síðasta flugið á þessu ári til Vágar þann 29. september.

IATA: Skimun fyrir brottför eina lausnin til að bjarga fluginu

22. september 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) segja að eina leiðin til að binda endi á núverandi ástand í fluginu, og koma áætlunarflugi á milli landa aftur í gang, sé að skima alla farþega á flugvöllum fyrir

Innanlandsflug í Víetnam búið að ná bata og gott betur

22. september 2020

|

Þrátt fyrir slæmt ástand í flugiðnaðinum víðast hvar í heiminum þá hefur innanlandsflugið í Víetnam náð sér að fullu og gott betur samkvæmt flugfélaginu Vietnam Airlines.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00