flugfréttir

Starfsmenn Arkia Israeli Airlines mótmæla við heimili forstjórans

- Hvetja stjórnina til að taka við láni frá ísraelsku ríkisstjórninni

4. ágúst 2020

|

Frétt skrifuð kl. 08:50

Starfsmenn Arkia Israeli Airlines mótmæla bæði fyrir framan heimili forstjóra flugfélagsins og einnig við höfuðstöðvarnar

Yfir 500 starfsmenn ísraelska flugfélagsins Arkia Israeli Airlines hafa að undanförnu mótmælt bæði fyrir framan heimili forstjóra flugfélagsins og fyrir framan höfuðstöðvar félagsins en félagið hætti að fljúga í mars í vor og hafa flestir starfsmenn ekki fengið greidd laun síðan þá.

Stjórnarformenn félagsins neita að taka við aðstoðarpakka frá ísraelska ríkinu en ríkisstjórn landsins hefur boðið Arkia Israeli Airlines að fá lán upp á 5.4 milljarða króna og mótmæla starfsmenn félagsins því að eigendurnar hafa hafnað að taka við þeirri aðstoð.

Þar sem forsvarsmenn flugfélagsins vilja ekki taka við aðstoð þá óttast starfsmenn félagsins að dagar Arkia Israeli Airlines séu taldir og að eigendurnir ætli að setja félagið í þrot og stöðva reksturinn.

Yishai Meller, flugstjóri hjá félaginu hvetur eigendurnar að taka við láninu
og koma flugvélunum aftur í loftið

Yishai Meller, flugstjóri hjá flugfélaginu, kom fram í sjónvarpsviðtali á ísraelsku fréttastöðinni i24NEWS en hann flaug seinast þann 12. mars og var eftir það gert að taka sér launalaust leyfi eins og aðrir starfsmenn.

Hafa ekkert heyrt frá eigendunum frá því í mars

„Að einhverjum ástæðum hafa eigendurnir hafnað þessu boði og þeir eru ekki í neinum samskiptum við starfsmenn sína varðandi framhaldið og hefur engin heyrt neitt frá þeim síðan í mars“, segir Yishai sem hvetur stjórn Arkia til þess að taka við láninu frá ríkisstjórninni líkt og önnur flugfélög í landinu hafa gert.

Yishai segir að starfsmenn séu tilbúnir að taka á sig verulega launalækkun til þess að hægt sé að koma rekstrinum af stað aftur og koma flugvélunum aftur á loft og segir Yishai að eins og staðan er í dag lifa um 540 fjölskyldur í mikilli óvissu með framhaldið.

„Við erum eina ísraelska flugfélagið sem er ekki að fljúga. Allar flugvélar hjá öðrum flugfélögum í landinu eru byrjuð að fljúga aftur“, segir Yishai sem er sannfærður um að flugið eigi eftir að verða aftur með eðlilegum hætti eftir kórónaveirufaraldurinn.

Arkia Israeli Airlines hefur nýlega tekið við þremur nýjum þotum beint frá Airbus af gerðinni Airbus A321LR auk sem leystu af hólmi Boeing 757 þoturnar en þá hefur félagið einnig fjórar Embraer-þotur af gerðinni E190 og E195 auk þess sem félagið á von á sinni fyrstu Airbus A330-800neo breiðþotu.

Flugvélar Arkia Israeli Airlines hafa verið kyrrsettar frá því um miðjan mars  fréttir af handahófi

Kaupa 24 Boeing 757 þotur sem verður breytt í fraktflugvélar

19. september 2020

|

Bandaríska fyrirtækið AerSale hefur fest kaup á 24 farþegaþotum af gerðinni Boeing 757-200 en til stendur að breyta flestum þeirra í fraktþotur á meðan nokkrar verða rifnar niður í varahluti.

Reyna að hafa uppi á flugmanni sem flaug undir brú

20. ágúst 2020

|

Stjórnvöld í Bandaríkjunum reyna nú að komast að því hvaða flugmaður flaug undir Mackinac-brúnna í Bandaríkjunum fyrr í sumar en bæði bandaríska strandgæslan og lögreglan í Michigan-ríki reyna að hafa

Kröfuhafar samþykkja björgunaráætlun fyrir Virgin

25. ágúst 2020

|

Kröfuhafar hafa samþykkt björgunaráætlun fyrir breska flugfélagið Virgin Atlantic Airways sem hljómar upp á 222 milljarða króna.

  Nýjustu flugfréttirnar

EASA gæti aflétt flugbanni 737 MAX í nóvember

25. september 2020

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) íhugar að gefa Boeing 737 MAX þotunum leyfi til að hefja flug að nýju í nóvember næstkomandi og með því aflétta flugbanni vélanna í evrópskri lofthelgi sem hefur varað

Harrison Ford fær að fljúga á ný

25. september 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa lokið við rannsókn á máli Harrison Ford eftir brautarátroðning sem átti sér stað í vor er hann þveraði flugbraut án heimildar og hefur leikarinn fengið leyfi ti

Ryanair með 2 fyrir 1 tilboð

24. september 2020

|

Ryanair hefur í fyrsta skipti í sögu félagsins kynnt „2 fyrir 1“ tilboð þar sem farþegum er boðið upp á að bóka flug og fá aukaflugsæti frítt með í kaupunum.

Ryanair þarf stóra ríkisaðstoð til að forðast hópuppsagnir

24. september 2020

|

Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, segir að lágfargjaldafélagið írska neyðist til þess að láta starfsfólk taka að sér launalaust leyfi í vetur ef opinber ríkisaðstoð til félagsins verður ekki

800 milljónir í bónusgreiðslur en greiddu ekki starfsmönnum laun

24. september 2020

|

Kólumbíska flugfélagið Avianca hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að hafa greitt yfirmönnum og stjórnarmeðlimum félagsins rausnarlega bónusa í maí í vor á sama tíma og flugfélagið gat ekki greitt st

Telja reglu um rýmingu á 90 sekúndum vera úrelda

23. september 2020

|

Eftirlitsdeild innan samgönguráðuneytis Bandaríkjanna segir að endurskoða þurfi reglu innan flugsins er varðar hámarkstíma sem rýma skal flugvél og koma öllum farþegum frá borði ef upp kemur neyðarást

American ætlar að hefja þjálfun á 737 MAX í nóvember

23. september 2020

|

American Airlines ætlar að byrja að þjálfa flugmenn sína aftur á Boeing 737 MAX þoturnar í nóvember sem er liður í undirbúningi fyrir endurkoma vélanna til áætlunarflugs.

SAS ætlar ekki að fljúga til Færeyja í vetur

23. september 2020

|

Scandinavian Airlines (SAS) ætlar ekki að fljúga til Færeyja í vetur og mun félagið fljúga síðasta flugið á þessu ári til Vágar þann 29. september.

IATA: Skimun fyrir brottför eina lausnin til að bjarga fluginu

22. september 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) segja að eina leiðin til að binda endi á núverandi ástand í fluginu, og koma áætlunarflugi á milli landa aftur í gang, sé að skima alla farþega á flugvöllum fyrir

Innanlandsflug í Víetnam búið að ná bata og gott betur

22. september 2020

|

Þrátt fyrir slæmt ástand í flugiðnaðinum víðast hvar í heiminum þá hefur innanlandsflugið í Víetnam náð sér að fullu og gott betur samkvæmt flugfélaginu Vietnam Airlines.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00