flugfréttir
Ofhlaðin flugvél af fíkniefnum brotlenti í flugtaki
- Fundu 500 kíló af kókaíni um borð í Cessna 402 flugvél

Flugvélin var af gerðinni Cessna 402C og stóð til að fljúga henni yfir hafið frá þorpi nálægt Port Moresby í Papúa Nýju-Gíneu til Ástralíu
Lítil tveggja hreyfla flugvél af gerðinni Cessna 402 brotlenti í flugtaki í Papúa Nýju-Gíneu í síðustu viku en í ljós kom að flugvélin var ofhlaðin af fíkniefnum sem reynt var að smygla yfir til Ástralíu.
Flugvélin fór í loftið frá lítilli flugbraut nálægt borginni
Port Moresby en brotlenti í flugtaksbruninu. Í ljós kom að um borð í vélinni var svo mikið af kókaíni að talið er að flugmaður vélarinnar hafi átt í erfiðleikum með
að ná að koma vélinni á loft þar sem þyngd vélarinnar var langt yfir
hámarksflugtaksþunga.
Um borð var kókaín sem metið er á 7.8 milljarða króna. Flugmaður vélarinnar, David
Cutmore, sem er 51 árs gamall, náði að koma sér frá borði og flúði af vettvangi
en gaf sig fram skömmu síðar til lögregluyfirvalda.

Hlut af farminum sem fannst um borð í flugvélinni
Cutmore er fyrrum flugkennari og kenndi hann við flugskóla einn
í Melbourne en hann hefur að baki sakaferil og var dæmdur árið 1995 fyrir ólöglegan innflutning á fuglum frá Ástralíu til Nýja-Sjálands.
Fram kemur að Cessna 402 flugvélin, sem bar skráninguna VH-TSI, hafi farið
í loftið frá Ástralíu frá Mareeba-flugvellinum í Queensland þann 26. júní sl. og
var henni flogið undir ratsjá fyrst um sinn í 2.700 fetum þar til að flugmaðurinn
slökkti á ratsjársvara og flaug síðan þaðan til Papúa Nýju-Gíneu.
Flugvélin lenti á grasbraut nálægt þorpinu Papa Lea Lea, skammt frá Port Moresby, þar sem 500 kílóum af kókaíni var komið fyrir um borð í vélina en fram
kemur að slík þyngd er langt fram yfir þá afskastagetu sem Cessna 402 þarf
til svo að hún komist á loft af umræddri grasbraut.
Flugvélin var undirbúin fyrir brottför aftur til Ástralíu þann 26. júlí sl. en brotlenti
í flugtaksbruninu og fór út af brautinni.
Fram kemur að fjórir aðrir aðilar hafa verið
handteknir vegna málsins og hafa þeir verið á ratsjá hjá lögreglunni í Ástralíu
í tvö ár en allir hafa þeir tengsl við ítölsku mafíuna.
Flugmaðurinn, David Cutmore, hefur játaði að hafa farið með ólöglegum hætti
til Papúa Nýju-Gíneu en þrátt fyrir að lögregla hafi fundið og lagt hald á öll
þau fíkniefni sem voru um borð í vélinni þá náðist ekki að færa sönnunargögn
varðandi slíkt til dómsvaldsins í Papúa Nýju-Gíneu og sleppur Cutmore því
við þungan dóm sem hefði verið lífstíðarfangelsi.
Í staðinn var Cutmore dæmdur í 4 mánaða fangelsi auk þess sem hann þarf að greiða sekt upp á 117.000 krónur.
Flugvélin náði ekki að komast á loft frá grasbrautinni með 500 kíló af fíkniefnum um borð:


28. október 2020
|
Flugvélaleiga hefur höfðað mál gegn flugfélaginu Saudi Arabian Airlines vegna vangoldinna leigugjalda á 50 farþegaþotum auk ólögmætra viðhaldsviðgerða á þotunum.

9. nóvember 2020
|
Almenningi í Mexíkó hefur verið varað við því að bóka flug með mexíkóska flugfélaginu Interjet þar sem sagt er að flugfélagið eigi gott sem engan pening lengur til þess að standa í flugrekstri.

8. janúar 2021
|
Flugvélaleigufyrirtækið Aerolease hefur hætt við pöntun í tíu SpaceJet-þotur frá Mitsubishi Aircraft sem félagið hafði pantað á sínum tíma en þoturnar hétu áður Mitsubishi Regional Jet (MRJ).

22. janúar 2021
|
Kanadíska flugfélagið WestJet flaug í gær fyrsta áætlunarflugið í Kanada með Boeing 737 MAX eftir 22 mánaða kyrrsetningu og er WestJet þá einnig fimmta flugfélagið í heiminum til að hefja áætlunarflu

22. janúar 2021
|
Breska flugfélagið Jet2.com og ferðaskrifstofan Jet2CityBreaks ætla að bjóða upp á flug og borgarferðir frá Manchester á Englandi til Íslands sumarið 2022 en flogið verður á milli Keflavíkurflugvall

21. janúar 2021
|
Búið er að fresta flugsýningunni AERO sem fram átti að fara í apríl í þýsku borginni Friederickshafen.

21. janúar 2021
|
Lítil eins hreyfils flugvél neyddist til þess að lenda á hraðbraut í Texas í Bandaríkjunum í gær eftir að upp kom bilun í mótor.

21. janúar 2021
|
Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines ætlar að fella niður allt langflug tímabundið til annarra heimsálfa til og frá Amsterdam frá og með morgundeginum.

21. janúar 2021
|
Norska flugfélagið Norwegian hefur lýst því yfir að ríkisstjórn Noregs ætli sér að styðja við bakið á flugfélaginu með fyrirhugaðri fjárhagsaðstoð.

20. janúar 2021
|
International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways, mun kaupa spænska flugfélagið Air Europa fyrir helmingi lægra verð en upphaflega stóð til að greiða fyrir félagið þegar tilkynnt var u

19. janúar 2021
|
Breska flugfélagið Titan Airways verður annað flugfélagið til þess að taka í notkun fraktþotu af gerðinni Airbus A321 sem hefur verið breytt úr farþegaflugvél til þess að flytja eingöngu vörur.