flugfréttir

Ofhlaðin flugvél af fíkniefnum brotlenti í flugtaki

- Fundu 500 kíló af kókaíni um borð í Cessna 402 flugvél

4. ágúst 2020

|

Frétt skrifuð kl. 22:30

Flugvélin var af gerðinni Cessna 402C og stóð til að fljúga henni yfir hafið frá þorpi nálægt Port Moresby í Papúa Nýju-Gíneu til Ástralíu

Lítil tveggja hreyfla flugvél af gerðinni Cessna 402 brotlenti í flugtaki í Papúa Nýju-Gíneu í síðustu viku en í ljós kom að flugvélin var ofhlaðin af fíkniefnum sem reynt var að smygla yfir til Ástralíu.

Flugvélin fór í loftið frá lítilli flugbraut nálægt borginni Port Moresby en brotlenti í flugtaksbruninu. Í ljós kom að um borð í vélinni var svo mikið af kókaíni að talið er að flugmaður vélarinnar hafi átt í erfiðleikum með að ná að koma vélinni á loft þar sem þyngd vélarinnar var langt yfir hámarksflugtaksþunga.

Um borð var kókaín sem metið er á 7.8 milljarða króna. Flugmaður vélarinnar, David Cutmore, sem er 51 árs gamall, náði að koma sér frá borði og flúði af vettvangi en gaf sig fram skömmu síðar til lögregluyfirvalda.

Hlut af farminum sem fannst um borð í flugvélinni

Cutmore er fyrrum flugkennari og kenndi hann við flugskóla einn í Melbourne en hann hefur að baki sakaferil og var dæmdur árið 1995 fyrir ólöglegan innflutning á fuglum frá Ástralíu til Nýja-Sjálands.

Fram kemur að Cessna 402 flugvélin, sem bar skráninguna VH-TSI, hafi farið í loftið frá Ástralíu frá Mareeba-flugvellinum í Queensland þann 26. júní sl. og var henni flogið undir ratsjá fyrst um sinn í 2.700 fetum þar til að flugmaðurinn slökkti á ratsjársvara og flaug síðan þaðan til Papúa Nýju-Gíneu.

Flugvélin lenti á grasbraut nálægt þorpinu Papa Lea Lea, skammt frá Port Moresby, þar sem 500 kílóum af kókaíni var komið fyrir um borð í vélina en fram kemur að slík þyngd er langt fram yfir þá afskastagetu sem Cessna 402 þarf til svo að hún komist á loft af umræddri grasbraut.

Flugvélin var undirbúin fyrir brottför aftur til Ástralíu þann 26. júlí sl. en brotlenti í flugtaksbruninu og fór út af brautinni.

Fram kemur að fjórir aðrir aðilar hafa verið handteknir vegna málsins og hafa þeir verið á ratsjá hjá lögreglunni í Ástralíu í tvö ár en allir hafa þeir tengsl við ítölsku mafíuna.

Flugmaðurinn, David Cutmore, hefur játaði að hafa farið með ólöglegum hætti til Papúa Nýju-Gíneu en þrátt fyrir að lögregla hafi fundið og lagt hald á öll þau fíkniefni sem voru um borð í vélinni þá náðist ekki að færa sönnunargögn varðandi slíkt til dómsvaldsins í Papúa Nýju-Gíneu og sleppur Cutmore því við þungan dóm sem hefði verið lífstíðarfangelsi.

Í staðinn var Cutmore dæmdur í 4 mánaða fangelsi auk þess sem hann þarf að greiða sekt upp á 117.000 krónur.

Flugvélin náði ekki að komast á loft frá grasbrautinni með 500 kíló af fíkniefnum um borð:  fréttir af handahófi

Airbus setur þróun á A321XLR á fullt skrið

14. ágúst 2020

|

Sagt er að Airbus sé að setja allt á fullt með þróun á nýju Airbus A321XLR þotunni sem verður enn langdrægari útgáfa af A321LR og verður ferlinu flýtt á meðan dregið hefur úr afköstum í smíði á öðru

Icelandair og airBaltic í samstarf

13. júlí 2020

|

Icelandair og lettneska flugfélagið airBaltic hafa hafið samstarf með undirritun samstarfssamning um sameiginlega útgáfu á farmiðum.

Ætla að fljúga á ný til allra áfangastaða eftir nokkra mánuði

24. júlí 2020

|

Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines hefur lýst því yfir að félagið ætli fljótlega að hefja flug til allra þeirra áfangastaða sem félagið flaug til áður en COVID-19 heimsfaraldurinn braust

  Nýjustu flugfréttirnar

EASA gæti aflétt flugbanni 737 MAX í nóvember

25. september 2020

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) íhugar að gefa Boeing 737 MAX þotunum leyfi til að hefja flug að nýju í nóvember næstkomandi og með því aflétta flugbanni vélanna í evrópskri lofthelgi sem hefur varað

Harrison Ford fær að fljúga á ný

25. september 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa lokið við rannsókn á máli Harrison Ford eftir brautarátroðning sem átti sér stað í vor er hann þveraði flugbraut án heimildar og hefur leikarinn fengið leyfi ti

Ryanair með 2 fyrir 1 tilboð

24. september 2020

|

Ryanair hefur í fyrsta skipti í sögu félagsins kynnt „2 fyrir 1“ tilboð þar sem farþegum er boðið upp á að bóka flug og fá aukaflugsæti frítt með í kaupunum.

Ryanair þarf stóra ríkisaðstoð til að forðast hópuppsagnir

24. september 2020

|

Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, segir að lágfargjaldafélagið írska neyðist til þess að láta starfsfólk taka að sér launalaust leyfi í vetur ef opinber ríkisaðstoð til félagsins verður ekki

800 milljónir í bónusgreiðslur en greiddu ekki starfsmönnum laun

24. september 2020

|

Kólumbíska flugfélagið Avianca hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að hafa greitt yfirmönnum og stjórnarmeðlimum félagsins rausnarlega bónusa í maí í vor á sama tíma og flugfélagið gat ekki greitt st

Telja reglu um rýmingu á 90 sekúndum vera úrelda

23. september 2020

|

Eftirlitsdeild innan samgönguráðuneytis Bandaríkjanna segir að endurskoða þurfi reglu innan flugsins er varðar hámarkstíma sem rýma skal flugvél og koma öllum farþegum frá borði ef upp kemur neyðarást

American ætlar að hefja þjálfun á 737 MAX í nóvember

23. september 2020

|

American Airlines ætlar að byrja að þjálfa flugmenn sína aftur á Boeing 737 MAX þoturnar í nóvember sem er liður í undirbúningi fyrir endurkoma vélanna til áætlunarflugs.

SAS ætlar ekki að fljúga til Færeyja í vetur

23. september 2020

|

Scandinavian Airlines (SAS) ætlar ekki að fljúga til Færeyja í vetur og mun félagið fljúga síðasta flugið á þessu ári til Vágar þann 29. september.

IATA: Skimun fyrir brottför eina lausnin til að bjarga fluginu

22. september 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) segja að eina leiðin til að binda endi á núverandi ástand í fluginu, og koma áætlunarflugi á milli landa aftur í gang, sé að skima alla farþega á flugvöllum fyrir

Innanlandsflug í Víetnam búið að ná bata og gott betur

22. september 2020

|

Þrátt fyrir slæmt ástand í flugiðnaðinum víðast hvar í heiminum þá hefur innanlandsflugið í Víetnam náð sér að fullu og gott betur samkvæmt flugfélaginu Vietnam Airlines.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00