flugfréttir

Lufthansa Group mun taka yfir 60 flugvélar úr flotanum

- Yfir 270 milljarða króna tap á öðrum ársfjórðungi

6. ágúst 2020

|

Frétt skrifuð kl. 12:19

Kyrrsettar flugvélar í flota Lufthansa

Lufthansa Group hefur tilkynnt afkomu sína eftir annan ársfjórðung þessa ársins og kemur fram að taprekstur félagsins nam 2 milljörðum Bandaríkjadala sem samsvarar 271 milljarði króna.

Þetta er eitt mesta tap í sögu Lufthansa Group sem hefur tilkynnt að fyrirtækið muni bregðast við með niðurskurði með uppsögnum starfsfólks auk þess sem flugvélum í flota félagsins verður fækkað.

Lufthansa Group segir að áhrifin vegna kórónuveirufaraldursins séu mun verri en félagið gerði ráð fyrir og sér fyrirtækið ekki fram á fullan bata fyrr en í fyrsta lagi árið 2024.

Fyrirtækið segir að ekki sé lengur hægt að komast hjá uppsögnum en nú þegar eru yfir 8.000 færri starfsmenn sem starfa hjá Lufthansa Group samanborið við sama tíma í fyrra og þá kemur fram að því er spáð að fyrirtækið muni tapa yfir 400 milljörðum króna á þessu ári.

Lufthansa ætlar að taka 63 flugvélar endanlega úr umferð og þar á meðal sex risaþotur af gerðinni Airbus A380, fimm Boeing 747þotur, ellefu Airbus A320 þotur auk tveggja fraktflugvéla af gerðinni McDonnell Douglas MD-11.

Þá verða þrjár Boeing 767 breiðþotur og 13 Bombardier Q400 vélar teknar úr umferð úr flota Austrian Airlines. Úr flugflota Brussels Airlines verða tvær Airbus A330 breiðþotur og átta A319 þotur fjarlægðar og fimmtán Bombardier Q400 verða teknar úr flota Eurowings.

Lufthansa Group hefur sett á sölu eignir að andvirði 52 milljarða króna en þar á meðal eru flugvélar úr flota félagsins og má þar nefna fimm Boeing 747 júmbóþotur, þrjár McDonnell Douglas MD-11 þotur, þrjár Boeing 767 breiðþotur, tólf Airbus A320 þotur og 14 Bombardier Q400 þotur.  fréttir af handahófi

Fresta afheningum á Airbus A220 þotum til ársins 2024

20. ágúst 2020

|

Lettneska flugfélagið airBaltic ætlar að fresta afhendingum á fleiri Airbus A220 þotum og ekki taka inn eins margar nýjar þotur af þeirri gerð strax eins og upphaflega stóð til.

Flugvélaleigan BOC hættir við þrjátíu MAX-þotur

1. júlí 2020

|

Flugvélaleigan BOC Aviation í Singapore tilkynnti í dag að fyrirtækið sé búið að hætta við pöntun í 30 Boeing 737 MAX þotur.

Sagt að Boeing ætli að fresta 777X til ársins 2022

27. júlí 2020

|

Sagt er að Boeing muni tilkynna á næstu dögum um frestun um að koma með nýju Boeing 777X breiðþotuna á markaðinn vegna dræmrar eftirspurnar eftir flugsætum meðal flugfélaga í heiminum vegna COVID-19

  Nýjustu flugfréttirnar

EASA gæti aflétt flugbanni 737 MAX í nóvember

25. september 2020

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) íhugar að gefa Boeing 737 MAX þotunum leyfi til að hefja flug að nýju í nóvember næstkomandi og með því aflétta flugbanni vélanna í evrópskri lofthelgi sem hefur varað

Harrison Ford fær að fljúga á ný

25. september 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa lokið við rannsókn á máli Harrison Ford eftir brautarátroðning sem átti sér stað í vor er hann þveraði flugbraut án heimildar og hefur leikarinn fengið leyfi ti

Ryanair með 2 fyrir 1 tilboð

24. september 2020

|

Ryanair hefur í fyrsta skipti í sögu félagsins kynnt „2 fyrir 1“ tilboð þar sem farþegum er boðið upp á að bóka flug og fá aukaflugsæti frítt með í kaupunum.

Ryanair þarf stóra ríkisaðstoð til að forðast hópuppsagnir

24. september 2020

|

Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, segir að lágfargjaldafélagið írska neyðist til þess að láta starfsfólk taka að sér launalaust leyfi í vetur ef opinber ríkisaðstoð til félagsins verður ekki

800 milljónir í bónusgreiðslur en greiddu ekki starfsmönnum laun

24. september 2020

|

Kólumbíska flugfélagið Avianca hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að hafa greitt yfirmönnum og stjórnarmeðlimum félagsins rausnarlega bónusa í maí í vor á sama tíma og flugfélagið gat ekki greitt st

Telja reglu um rýmingu á 90 sekúndum vera úrelda

23. september 2020

|

Eftirlitsdeild innan samgönguráðuneytis Bandaríkjanna segir að endurskoða þurfi reglu innan flugsins er varðar hámarkstíma sem rýma skal flugvél og koma öllum farþegum frá borði ef upp kemur neyðarást

American ætlar að hefja þjálfun á 737 MAX í nóvember

23. september 2020

|

American Airlines ætlar að byrja að þjálfa flugmenn sína aftur á Boeing 737 MAX þoturnar í nóvember sem er liður í undirbúningi fyrir endurkoma vélanna til áætlunarflugs.

SAS ætlar ekki að fljúga til Færeyja í vetur

23. september 2020

|

Scandinavian Airlines (SAS) ætlar ekki að fljúga til Færeyja í vetur og mun félagið fljúga síðasta flugið á þessu ári til Vágar þann 29. september.

IATA: Skimun fyrir brottför eina lausnin til að bjarga fluginu

22. september 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) segja að eina leiðin til að binda endi á núverandi ástand í fluginu, og koma áætlunarflugi á milli landa aftur í gang, sé að skima alla farþega á flugvöllum fyrir

Innanlandsflug í Víetnam búið að ná bata og gott betur

22. september 2020

|

Þrátt fyrir slæmt ástand í flugiðnaðinum víðast hvar í heiminum þá hefur innanlandsflugið í Víetnam náð sér að fullu og gott betur samkvæmt flugfélaginu Vietnam Airlines.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00