flugfréttir

Helmingur farþega sótti farangur við neyðarrýmingu

- Flugfreyja skipaði neyðarrýmingu án þess að tala við flugmennina

6. ágúst 2020

|

Frétt skrifuð kl. 22:17

Flugvélin var á leið í flugtak frá London Stansted til Vín í Austurríki þegar bilun kom upp í öðrum hreyflinum

Tafir urðu á því að hægt var að rýma farþegaþotu á Stansted-flugvellinum í London í fyrra er upp kom neyðarástand vegna fjölda farþega sem eyddu tíma í að sækja handfarangur sinn.

Þetta kemur fram í skýrslu frá rannsóknarnefnd flugslysa í Bretland en haft er eftir sjónarvottum að um helmingur þeirra 169 farþega sem voru um borð í flugvélinni fóru að vitja farangurs bæði úr handfarangursgeymslum og undir sætunum í stað þess að koma sér strax út og niður um neyðarrennibrautir.

Nokkrir farþegar sögðu að þeir hefðu ekki náð að yfirgefa vélina strax þar sem gangurinn var stíflaður af farþegum sem voru að sækja handfarangurstöskur þrátt fyrir að fjöldi farþega kölluðu til þeirra að koma sér út og skilja farangurinn eftir.

Atvikið átti sér stað þann 1. mars í fyrra og var um að ræða farþegaþotu af gerðinni Airbus A320 frá Laudamotion sem var í flugtaki á leið til Vín í Austurríki þegar bilun kom upp í öðrum hreyfli vélarinnar.

Samkvæmt reglugerðum í fluginu þá verður að vera hægt að rýma farþegaflugvél á 90 sekúndum ef upp kemur neyðarástand. Rannsóknaraðilar eru ekki vissir um hversu langan tíma tók að rýma flugvélina í þessi tilviki en mögulega var rýmingarferlið „frekar hægt“.

Á myndinni má sjá nokkra farþega með farangur og einnig má sjá eina tösku liggja á flugbrautinni

Breska flugslysarannóknarnefndin segir að vandamál sem þessi séy ekki ný af nálinni og verði þetta enn vandamál í framtíðinni ef ekki er gripið til aðgerða til að koma í veg fyrir að farþegar séu að taka með sér handfarangur þegar verið er að rýma flugvél í neyðartilviki.

Einnig kemur fram að flugmenn vélarinnar vissu ekki af því að neyðarrýming væri í gangi fyrr en þeir sáu að hópur farþega var komin út á flugbrautina. Hugðust þeir færa flugvélina af brautinni en ein flugfreyjan um borð skipaði öllum að fara frá borði án þess að ræða við flugmennina.

Farþegar í hættu þar sem þeir stóðu við hreyfil sem var í gangi

Í skýrslunni segir að flugfreyjan hafi verið óreynd, hlotið lélega þjálfun og átti hún í vandamálum með samskipti við aðra í áhöfninni. „Hún var í áfalli eftir að hafa heyrt hvell koma frá hreyflinum og skipaði hún öllum að rýma vélina án þess að tala við neinn í stjórnklefanum“, segir í skýrslunni.

Í ljós kom að nokkrir farþegar voru í mikilli hættu þar sem annar hreyfilinn var enn í gangi þar sem flugmennirnir ætluðu sér að nota aflið frá honum til að aka að stæði.

Bilunin í hreyflinum er rakin til þess að nokkur hreyflablöð höfðu losnað vegna íhluts sem var ekki festur nægilega vel.  fréttir af handahófi

Air Mauritius auglýsir fimm farþegaþotur til sölu

8. júlí 2020

|

Flugfélagið Air Mauritius hefur sett á sölu fimm farþegaþotur og er óskað eftir tilboðum í þoturnar.

Tigerair Australia hættir starfsemi

7. ágúst 2020

|

Ástralska lágfargjaldafélagið Tigerair Australia hefur hætt starfsemi sinni en móðurfélag þess, Virgin Australia, tilkynnti sl. miðvikudag að ákvörðun hafi verið tekin um að binda endi á starfsemi fé

TAP Air Portugal aftur í eigu ríkisins

6. júlí 2020

|

Ríkisstjórnin í Portúgal hefur tilkynnt um að flugfélagsins TAP Air Portugal verði ríkisvætt að nýju í þeim tilgangi að tryggja framtíð þess vegna kórónaveirufaraldursins.

  Nýjustu flugfréttirnar

EASA gæti aflétt flugbanni 737 MAX í nóvember

25. september 2020

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) íhugar að gefa Boeing 737 MAX þotunum leyfi til að hefja flug að nýju í nóvember næstkomandi og með því aflétta flugbanni vélanna í evrópskri lofthelgi sem hefur varað

Harrison Ford fær að fljúga á ný

25. september 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa lokið við rannsókn á máli Harrison Ford eftir brautarátroðning sem átti sér stað í vor er hann þveraði flugbraut án heimildar og hefur leikarinn fengið leyfi ti

Ryanair með 2 fyrir 1 tilboð

24. september 2020

|

Ryanair hefur í fyrsta skipti í sögu félagsins kynnt „2 fyrir 1“ tilboð þar sem farþegum er boðið upp á að bóka flug og fá aukaflugsæti frítt með í kaupunum.

Ryanair þarf stóra ríkisaðstoð til að forðast hópuppsagnir

24. september 2020

|

Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, segir að lágfargjaldafélagið írska neyðist til þess að láta starfsfólk taka að sér launalaust leyfi í vetur ef opinber ríkisaðstoð til félagsins verður ekki

800 milljónir í bónusgreiðslur en greiddu ekki starfsmönnum laun

24. september 2020

|

Kólumbíska flugfélagið Avianca hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að hafa greitt yfirmönnum og stjórnarmeðlimum félagsins rausnarlega bónusa í maí í vor á sama tíma og flugfélagið gat ekki greitt st

Telja reglu um rýmingu á 90 sekúndum vera úrelda

23. september 2020

|

Eftirlitsdeild innan samgönguráðuneytis Bandaríkjanna segir að endurskoða þurfi reglu innan flugsins er varðar hámarkstíma sem rýma skal flugvél og koma öllum farþegum frá borði ef upp kemur neyðarást

American ætlar að hefja þjálfun á 737 MAX í nóvember

23. september 2020

|

American Airlines ætlar að byrja að þjálfa flugmenn sína aftur á Boeing 737 MAX þoturnar í nóvember sem er liður í undirbúningi fyrir endurkoma vélanna til áætlunarflugs.

SAS ætlar ekki að fljúga til Færeyja í vetur

23. september 2020

|

Scandinavian Airlines (SAS) ætlar ekki að fljúga til Færeyja í vetur og mun félagið fljúga síðasta flugið á þessu ári til Vágar þann 29. september.

IATA: Skimun fyrir brottför eina lausnin til að bjarga fluginu

22. september 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) segja að eina leiðin til að binda endi á núverandi ástand í fluginu, og koma áætlunarflugi á milli landa aftur í gang, sé að skima alla farþega á flugvöllum fyrir

Innanlandsflug í Víetnam búið að ná bata og gott betur

22. september 2020

|

Þrátt fyrir slæmt ástand í flugiðnaðinum víðast hvar í heiminum þá hefur innanlandsflugið í Víetnam náð sér að fullu og gott betur samkvæmt flugfélaginu Vietnam Airlines.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00