flugfréttir

Helmingur farþega sótti farangur við neyðarrýmingu

- Flugfreyja skipaði neyðarrýmingu án þess að tala við flugmennina

6. ágúst 2020

|

Frétt skrifuð kl. 22:17

Flugvélin var á leið í flugtak frá London Stansted til Vín í Austurríki þegar bilun kom upp í öðrum hreyflinum

Tafir urðu á því að hægt var að rýma farþegaþotu á Stansted-flugvellinum í London í fyrra er upp kom neyðarástand vegna fjölda farþega sem eyddu tíma í að sækja handfarangur sinn.

Þetta kemur fram í skýrslu frá rannsóknarnefnd flugslysa í Bretland en haft er eftir sjónarvottum að um helmingur þeirra 169 farþega sem voru um borð í flugvélinni fóru að vitja farangurs bæði úr handfarangursgeymslum og undir sætunum í stað þess að koma sér strax út og niður um neyðarrennibrautir.

Nokkrir farþegar sögðu að þeir hefðu ekki náð að yfirgefa vélina strax þar sem gangurinn var stíflaður af farþegum sem voru að sækja handfarangurstöskur þrátt fyrir að fjöldi farþega kölluðu til þeirra að koma sér út og skilja farangurinn eftir.

Atvikið átti sér stað þann 1. mars í fyrra og var um að ræða farþegaþotu af gerðinni Airbus A320 frá Laudamotion sem var í flugtaki á leið til Vín í Austurríki þegar bilun kom upp í öðrum hreyfli vélarinnar.

Samkvæmt reglugerðum í fluginu þá verður að vera hægt að rýma farþegaflugvél á 90 sekúndum ef upp kemur neyðarástand. Rannsóknaraðilar eru ekki vissir um hversu langan tíma tók að rýma flugvélina í þessi tilviki en mögulega var rýmingarferlið „frekar hægt“.

Á myndinni má sjá nokkra farþega með farangur og einnig má sjá eina tösku liggja á flugbrautinni

Breska flugslysarannóknarnefndin segir að vandamál sem þessi séy ekki ný af nálinni og verði þetta enn vandamál í framtíðinni ef ekki er gripið til aðgerða til að koma í veg fyrir að farþegar séu að taka með sér handfarangur þegar verið er að rýma flugvél í neyðartilviki.

Einnig kemur fram að flugmenn vélarinnar vissu ekki af því að neyðarrýming væri í gangi fyrr en þeir sáu að hópur farþega var komin út á flugbrautina. Hugðust þeir færa flugvélina af brautinni en ein flugfreyjan um borð skipaði öllum að fara frá borði án þess að ræða við flugmennina.

Farþegar í hættu þar sem þeir stóðu við hreyfil sem var í gangi

Í skýrslunni segir að flugfreyjan hafi verið óreynd, hlotið lélega þjálfun og átti hún í vandamálum með samskipti við aðra í áhöfninni. „Hún var í áfalli eftir að hafa heyrt hvell koma frá hreyflinum og skipaði hún öllum að rýma vélina án þess að tala við neinn í stjórnklefanum“, segir í skýrslunni.

Í ljós kom að nokkrir farþegar voru í mikilli hættu þar sem annar hreyfilinn var enn í gangi þar sem flugmennirnir ætluðu sér að nota aflið frá honum til að aka að stæði.

Bilunin í hreyflinum er rakin til þess að nokkur hreyflablöð höfðu losnað vegna íhluts sem var ekki festur nægilega vel.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga