flugfréttir

Nýtt flugfélag stefnir á að leigja yfir 20 Airbus-þotur

- Undirbúningur fyrir starfsemi flugfélagsins Global X í fullum gangi

7. ágúst 2020

|

Frétt skrifuð kl. 08:46

Tölvugerð mynd af Airbus A320 þotu í litum Global X

Nýtt flugfélag í Bandaríkjunum stefnir á að hefja áætlunarflug innan skamms og er undirbúningur þess í fullum gangi.

Flugfélagið, sem nefnist Global Crossing Airlines, eða Global X, hefur höfuðstöðvar í Miami í Flórída og ætlar félagið að taka á leigu að minnsta kosti 20 Airbus-þotur.

Félagið stefnir á að byrja með 10 Airbus A320 þotur, eina Airbus A321neo þotu og milli fimm til tíu Airbus A320 þotur sem verða eingöngu notaðar í fraktflugi.

Nýja flugfélagið gerir ráð fyrir að vegna breytinga í flugiðnaðinum eigi leiguverð á flugvélum eftir að verða mun hagstæðara á næstunni og flugvélaleigur eigi eftir að slá af leiguverði þar sem eftirspurnin hefur minnkað töluvert í kjölfar kórónuveirufaraldursins.

Ed Wegel, framkvæmdarstjóri Global X, segir að búið sé að sækja um öll tilskilin leyfi til flugmálayfirvalda í Bandaríkjunum og í Kanada og sé flugfélagið tilbúið að hefja flugrekstur um leið og aðstæður leyfa.

Engar frekari upplýsingar hafa verið gefnar upp varðandi starfsemi flugfélagsins eða hvert félagið ætlar að fljúga en fram kemur að sótt hafi verið m.a. um leyfi til þess að fljúga á milli Flórída og Kúbu.

Þá ætlar Global X einnig að vera með starfsstöðvar í Atlantic City og stefnt er á að félagið sinni leiguflugi á milli Bandaríkjanna og Karíabhafsins og Suður-Ameríku.  fréttir af handahófi

Tilraunir með repjuolíu á vinnuvélar á Keflavíkurflugvelli

9. september 2020

|

Isavia og Samgöngustofa undirrituðu í dag samstarfssamning vegna tilraunaverkefnis um íblöndun repjuolíu sem notuð verður á stórvirk tæki á Keflavíkurflugvelli.

Hvetur stjórnvöld til að opna Bretland fyrir flugsamgöngum

1. september 2020

|

Willie Walsh, framkvæmdarstjóri IAG (International Airlines Group), móðurfélags British Airways auk fleiri flugfélaga, hefur hvatt bresku ríkisstjórnina til þess að opna aftur landamæri Bretlands án þ

Stækkun London City flugvallarins frestað

17. ágúst 2020

|

Búið er að ákveða að hlé verður gert á framkvæmdum við stækkun á London City flugvellinum vegna COVID-19 heimsfaraldursins.

  Nýjustu flugfréttirnar

EASA gæti aflétt flugbanni 737 MAX í nóvember

25. september 2020

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) íhugar að gefa Boeing 737 MAX þotunum leyfi til að hefja flug að nýju í nóvember næstkomandi og með því aflétta flugbanni vélanna í evrópskri lofthelgi sem hefur varað

Harrison Ford fær að fljúga á ný

25. september 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa lokið við rannsókn á máli Harrison Ford eftir brautarátroðning sem átti sér stað í vor er hann þveraði flugbraut án heimildar og hefur leikarinn fengið leyfi ti

Ryanair með 2 fyrir 1 tilboð

24. september 2020

|

Ryanair hefur í fyrsta skipti í sögu félagsins kynnt „2 fyrir 1“ tilboð þar sem farþegum er boðið upp á að bóka flug og fá aukaflugsæti frítt með í kaupunum.

Ryanair þarf stóra ríkisaðstoð til að forðast hópuppsagnir

24. september 2020

|

Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, segir að lágfargjaldafélagið írska neyðist til þess að láta starfsfólk taka að sér launalaust leyfi í vetur ef opinber ríkisaðstoð til félagsins verður ekki

800 milljónir í bónusgreiðslur en greiddu ekki starfsmönnum laun

24. september 2020

|

Kólumbíska flugfélagið Avianca hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að hafa greitt yfirmönnum og stjórnarmeðlimum félagsins rausnarlega bónusa í maí í vor á sama tíma og flugfélagið gat ekki greitt st

Telja reglu um rýmingu á 90 sekúndum vera úrelda

23. september 2020

|

Eftirlitsdeild innan samgönguráðuneytis Bandaríkjanna segir að endurskoða þurfi reglu innan flugsins er varðar hámarkstíma sem rýma skal flugvél og koma öllum farþegum frá borði ef upp kemur neyðarást

American ætlar að hefja þjálfun á 737 MAX í nóvember

23. september 2020

|

American Airlines ætlar að byrja að þjálfa flugmenn sína aftur á Boeing 737 MAX þoturnar í nóvember sem er liður í undirbúningi fyrir endurkoma vélanna til áætlunarflugs.

SAS ætlar ekki að fljúga til Færeyja í vetur

23. september 2020

|

Scandinavian Airlines (SAS) ætlar ekki að fljúga til Færeyja í vetur og mun félagið fljúga síðasta flugið á þessu ári til Vágar þann 29. september.

IATA: Skimun fyrir brottför eina lausnin til að bjarga fluginu

22. september 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) segja að eina leiðin til að binda endi á núverandi ástand í fluginu, og koma áætlunarflugi á milli landa aftur í gang, sé að skima alla farþega á flugvöllum fyrir

Innanlandsflug í Víetnam búið að ná bata og gott betur

22. september 2020

|

Þrátt fyrir slæmt ástand í flugiðnaðinum víðast hvar í heiminum þá hefur innanlandsflugið í Víetnam náð sér að fullu og gott betur samkvæmt flugfélaginu Vietnam Airlines.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00