flugfréttir

Stefna á útsýnisflug til suðurskautsins með Boeing 787

10. ágúst 2020

|

Frétt skrifuð kl. 11:33

Hver flugferð tekur um 12 til 13 klukkustundir og munu farþegar sjá íshellu Suðurskautsins eftir u.þ.b. þrjár klukkustundir eftir brottför.

Ástralska flugfélagið Qantas ætlar í vetur að bjóða Áströlum upp á útsýnisflug til Suðurskautslandsins en félagið ætlar að fljúga sérstakar flugferðir til Suðurskautsins með Dreamliner-þotum af gerðinni Boeing 787-9.

Flugferðirnar verða farnar í samvinnu við ferðafyrirtækið Antartica Flights en Qantas hefur áður flogið sérstakar skoðunarferðir til Suðurskautslandsins með júmbó-þotunni. Qantas hætti hinsvegar á dögunum með Boeing 747 þoturrnar og er stefnt á að fljúga til suðurskautsins þess í stað með Dreamliner-þotum af gerðinni Boeing 787-9.

Fyrstu flugferðirnar til suðurskautsins verða farnar í nóvember og verður flogið frá fimm borgum í Ástralíu sem eru Brisbane, Adelaide, Melbourne, Perth og Sydney.

Útsýnið úr flugi til Suðurskautslandsins út um gluggann á Boeing 747 júmbó-þotu Qantas

Hver flugferð tekur um 12 til 13 klukkustundir og munu farþegar sjá íshellu suðurskautsins eftir u.þ.b. þrjár klukkustundir. Farþegar þurfa ekki að taka með sér vegabréf í þessar ferðir þar sem þær flokkast sem innanlandsflug.

„Þú þarft hvorki vegabréf né farangur fyrir flugferð að Suðurskautslandinu. Þú getur meira að segja farið um borð með ekki neitt á þér. Þetta er besta svarið við spurningunni: „Hvað gerðir þú skemmtilegt um helgina?“ - „Ég skrapp til Suðurskautslandsins“, segir Bas Bosschieter, framkvæmdarstjóri Antarctica Flights.

Um borð í júmbó-þotu Qantas í einum af þeim flugferðum sem farnar hafa verið til Suðurskautslandsins

Það er ekki mikið að sjá fyrir farþega nema sjó á meðan flugvélin flýgur beint suður á bóginn en eftir þrjár klukkustundir tekur íshellan við og lækka flugmennirnir þá flugið til að gefa farþegum betra útsýni yfir landslagið og fjöllin áður en flogið er að segulpólnum en að því loknu er haldið til baka til Ástralíu.

Flugmiðinn til Suðurskautslandsins er ekki í ódýrari kantinum en ferðin kostar 117.000 krónur á almennu farrými og 783.000 krónur sé bókað á fyrsta farrými.  fréttir af handahófi

ESB samþykkir 75 milljarða styrk til Brussels Airlines

24. ágúst 2020

|

Evrópusambandið hefur gefið grænt ljós fyrir björgunarpakka til belgíska flugfélagsins Brussels Airlines sem á von á styrk upp á 75 milljarða króna.

Reyna að gera 787-8 ódýrari í framleiðslu og innkaupum

3. september 2020

|

Boeing ætlar sér að lækka framleiðslukostnaðinn við smíði Boeing 787-8 þotunnar í þeim tilgangi að geta boðið hana á lægra verði í von um að ná inn fleiri pöntunum í þotuna.

Vara við sprungum í Trent XWB hreyflum á A350

11. ágúst 2020

|

Hreyflaframleiðandinn Rolls-Royce sendi í dag frá sér tilkynningu þar sem varað er við mögulegum sprungum í hreyflablöðum á Trent XWB hreyflinum sem knýr áfram nýju Airbus A350 þoturnar.

  Nýjustu flugfréttirnar

EASA gæti aflétt flugbanni 737 MAX í nóvember

25. september 2020

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) íhugar að gefa Boeing 737 MAX þotunum leyfi til að hefja flug að nýju í nóvember næstkomandi og með því aflétta flugbanni vélanna í evrópskri lofthelgi sem hefur varað

Harrison Ford fær að fljúga á ný

25. september 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa lokið við rannsókn á máli Harrison Ford eftir brautarátroðning sem átti sér stað í vor er hann þveraði flugbraut án heimildar og hefur leikarinn fengið leyfi ti

Ryanair með 2 fyrir 1 tilboð

24. september 2020

|

Ryanair hefur í fyrsta skipti í sögu félagsins kynnt „2 fyrir 1“ tilboð þar sem farþegum er boðið upp á að bóka flug og fá aukaflugsæti frítt með í kaupunum.

Ryanair þarf stóra ríkisaðstoð til að forðast hópuppsagnir

24. september 2020

|

Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, segir að lágfargjaldafélagið írska neyðist til þess að láta starfsfólk taka að sér launalaust leyfi í vetur ef opinber ríkisaðstoð til félagsins verður ekki

800 milljónir í bónusgreiðslur en greiddu ekki starfsmönnum laun

24. september 2020

|

Kólumbíska flugfélagið Avianca hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að hafa greitt yfirmönnum og stjórnarmeðlimum félagsins rausnarlega bónusa í maí í vor á sama tíma og flugfélagið gat ekki greitt st

Telja reglu um rýmingu á 90 sekúndum vera úrelda

23. september 2020

|

Eftirlitsdeild innan samgönguráðuneytis Bandaríkjanna segir að endurskoða þurfi reglu innan flugsins er varðar hámarkstíma sem rýma skal flugvél og koma öllum farþegum frá borði ef upp kemur neyðarást

American ætlar að hefja þjálfun á 737 MAX í nóvember

23. september 2020

|

American Airlines ætlar að byrja að þjálfa flugmenn sína aftur á Boeing 737 MAX þoturnar í nóvember sem er liður í undirbúningi fyrir endurkoma vélanna til áætlunarflugs.

SAS ætlar ekki að fljúga til Færeyja í vetur

23. september 2020

|

Scandinavian Airlines (SAS) ætlar ekki að fljúga til Færeyja í vetur og mun félagið fljúga síðasta flugið á þessu ári til Vágar þann 29. september.

IATA: Skimun fyrir brottför eina lausnin til að bjarga fluginu

22. september 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) segja að eina leiðin til að binda endi á núverandi ástand í fluginu, og koma áætlunarflugi á milli landa aftur í gang, sé að skima alla farþega á flugvöllum fyrir

Innanlandsflug í Víetnam búið að ná bata og gott betur

22. september 2020

|

Þrátt fyrir slæmt ástand í flugiðnaðinum víðast hvar í heiminum þá hefur innanlandsflugið í Víetnam náð sér að fullu og gott betur samkvæmt flugfélaginu Vietnam Airlines.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00