flugfréttir

Kvartað undan auknum hávaða frá kennsluflugi í Denver

- Flugtökum og lendingum hefur fjölgað um 300 á dag sl. þrjú ár

11. ágúst 2020

|

Frétt skrifuð kl. 07:14

Einkaflugvélar á Rocky Mountain flugvellinum í Denver í Colorado í Bandaríkjunum

Hópur íbúa í hverfi einu í Denver í Colorado í Bandaríkjunum hafa sent formlega kvörtun undan hávaða frá Rocky Mountain flugvellinum og telja þeir að hávaði frá flugvélum hafi aukist til muna á skömmum tíma.

Aðallega er um að ræða nokkra íbúa í Westminster-hverfinu sem kvarta undan hávaða og segir Brad Fountain, íbúi í hverfinu, að hávaði frá þotum virki eins og vekjaraklukka sem fari í gang strax klukkan 6:30 á morgnana.

Fountain telur að einhver breyting hafi átt sér stað í sumar þar sem mun meiri flugumferð fari yfir húsið hans og þá sérstaklega er kemur að kennsluflugi.

„Kennsluflugvélar eru farnar að fljúga aðrar leiðir en þær gerðu. Þetta er farið að hafa áhrif á líf okkar sem er eins og að lifa í helvíti. Í síðustu viku á einni og hálfri klukkustund þá taldi ég 40 flugvélar“, segir Fountain.

Annar íbúi, sem býr í sömu götu, sem vil ekki koma fram undir nafni, tekur í sama streng og segir að mun fleiri kennsluflugvélar séu farnar að fljúga yfir húsið hans.

Brad Fountain í garðinum heima hjá sér og horfir til himins á flugvél sem fer yfir húsið hans

„Venjuleg flugumferð á flugvelinum er ekkert vandamál. Akkurat ekkert má. En ég veit ekki hversu öruggt það er að þær séu að fljúga yfir hverfið“, segir íbúinn.

Paul Anslow, yfirmaður Rocky Mountain flugvallarins, segir að það sé búið að vera mikil umferð á flugvellinum í sumar. - „Það er mikill skortur á flugmönnum meðal flugfélaganna þannig að flugskólarnir á flugvellinum eru önnum kafnir að þjálfa nýja flugmenn þannig að já, það fylgir því aukin umferð og aukinn hávaði“, segir Anslow.

Cessna-flugvél yfir Westminster-hverfinu í Denver

Anslow segir að það séu fjórir flugskólar með höfuðstöðvar á Rocky Mountain flugvellinum og séu íbúar Westminster ekki þeir einu sem hafa kvartað undan hávaða.

Fram kemur að reglulega hafi verið haldnir fundir með umboðsmönnum frá nokkrum nærliggjandi hverfum til þess að finna lausnir á vandamálinu þar sem allir setjast við fundarborðið en breyting á aðflugsleiðum er í höndum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA).

Brad Fountain sagðist hafa talið yfir 40 flugvélar fljúga yfir húsið hans á einni og hálfri klukkustund

„FAA hefur ekki breytt neinum flugleiðum eða hliðrað flugumferð yfir aðrar borgir eða bæi frá því flugvöllurinn opnaði á sjöunda áraugnum. Á meðan svo er þá getum við aðeins komið með tilmæli til flugmanna til að breyta því hvernig þeir fljúga upp á hávaðamildun að gera“, segir Anslow.

FAA segir að þeir hafi inni á borði hjá sér sjö formlegar kvartanir frá íbúum og þá staðfestir stofnunin að flugumferð um Rocky Mountain flugvöllinn hafi aukist á sl. þremur árum vegna flugkennslu sem rekja má til skorts á flugmönnum.

Að meðaltali hafa um 450 flugtök og lendingar átt sér stað á dag á venjulegum degi en í dag er fjöldinn komin upp í 725 flugtök og lendingar en hreyfingum fækkaði þó eitthvað í mars og í apríl í vor vegna kórónaveirufaraldursins en hefur tekið við sér að nýju í sumar.

Paul Anslow, yfirmaður Rocky Mountain flugvallarins, segir að vegna skorts á flugmönnum hafi verið mikil ásókn í flugnám og hefur kennsluflug aukist til muna meðal þeirra fjögurra flugskóla sem starfa á flugvellinum  fréttir af handahófi

Qatar Airways setur allar A380 risaþoturnar í geymslu

21. júlí 2020

|

Qatar Airways hefur ákveðið að leggja öllum Airbus A380 þotum félagsins í langtímageymslu tímabundið sem telja 10 risaþotur á sama tíma og samkeppnisflugfélag þess, Emirates, er byrjað að fljúga sín

Ótímabært að flugfélögin greiði fyrir þriðju flugbrautina

8. september 2020

|

Sögusagnir eru uppi um að stjórn Heathrow-flugvallarins sé að undirbúa sig fyrir það að láta þau flugfélög, sem fljúga á Heathrow, borga brúsann vegna fyrirhugaðra framkvæmda við stækkun flugvallarins

Boeing staðfestir endalokin á 747 og fresta 777X til 2022

29. júlí 2020

|

Boeing staðfesti í dag endalok framleiðslu júmbó-þotunnar auk þess sem flugvélaframleiðandinn tilkynnti að afhendingum á nýju Boeing 777X breiðþotunni verður frestað til ársins 2022.

  Nýjustu flugfréttirnar

EASA gæti aflétt flugbanni 737 MAX í nóvember

25. september 2020

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) íhugar að gefa Boeing 737 MAX þotunum leyfi til að hefja flug að nýju í nóvember næstkomandi og með því aflétta flugbanni vélanna í evrópskri lofthelgi sem hefur varað

Harrison Ford fær að fljúga á ný

25. september 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa lokið við rannsókn á máli Harrison Ford eftir brautarátroðning sem átti sér stað í vor er hann þveraði flugbraut án heimildar og hefur leikarinn fengið leyfi ti

Ryanair með 2 fyrir 1 tilboð

24. september 2020

|

Ryanair hefur í fyrsta skipti í sögu félagsins kynnt „2 fyrir 1“ tilboð þar sem farþegum er boðið upp á að bóka flug og fá aukaflugsæti frítt með í kaupunum.

Ryanair þarf stóra ríkisaðstoð til að forðast hópuppsagnir

24. september 2020

|

Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, segir að lágfargjaldafélagið írska neyðist til þess að láta starfsfólk taka að sér launalaust leyfi í vetur ef opinber ríkisaðstoð til félagsins verður ekki

800 milljónir í bónusgreiðslur en greiddu ekki starfsmönnum laun

24. september 2020

|

Kólumbíska flugfélagið Avianca hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að hafa greitt yfirmönnum og stjórnarmeðlimum félagsins rausnarlega bónusa í maí í vor á sama tíma og flugfélagið gat ekki greitt st

Telja reglu um rýmingu á 90 sekúndum vera úrelda

23. september 2020

|

Eftirlitsdeild innan samgönguráðuneytis Bandaríkjanna segir að endurskoða þurfi reglu innan flugsins er varðar hámarkstíma sem rýma skal flugvél og koma öllum farþegum frá borði ef upp kemur neyðarást

American ætlar að hefja þjálfun á 737 MAX í nóvember

23. september 2020

|

American Airlines ætlar að byrja að þjálfa flugmenn sína aftur á Boeing 737 MAX þoturnar í nóvember sem er liður í undirbúningi fyrir endurkoma vélanna til áætlunarflugs.

SAS ætlar ekki að fljúga til Færeyja í vetur

23. september 2020

|

Scandinavian Airlines (SAS) ætlar ekki að fljúga til Færeyja í vetur og mun félagið fljúga síðasta flugið á þessu ári til Vágar þann 29. september.

IATA: Skimun fyrir brottför eina lausnin til að bjarga fluginu

22. september 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) segja að eina leiðin til að binda endi á núverandi ástand í fluginu, og koma áætlunarflugi á milli landa aftur í gang, sé að skima alla farþega á flugvöllum fyrir

Innanlandsflug í Víetnam búið að ná bata og gott betur

22. september 2020

|

Þrátt fyrir slæmt ástand í flugiðnaðinum víðast hvar í heiminum þá hefur innanlandsflugið í Víetnam náð sér að fullu og gott betur samkvæmt flugfélaginu Vietnam Airlines.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00