flugfréttir

Tegel-flugvellinum verður sennilega lokað í nóvember

- Ekki ástæða að starfrækja bæði Tegel og Brandenburg vegna COVID-19

12. ágúst 2020

|

Frétt skrifuð kl. 06:40

Frá Tegel-flugvellinum í Berlín

Margt bendir til þess að Tegel-flugvöllurinn í Berlín muni loka strax í byrjun nóvember aðeins örfáum dögum eftir að nýi Brandenburg-flugvöllurinn verður formlega tekinn í notkun.

Margir höfðu vonast til þess að Tegel-flugvöllurinn yrði hafður opinn eitthvað lengur og að honum yrði ekki lokað alveg strax en til stóð að honum yrði lokað sex mánuðum eftir að Brandenburg-flugvöllurinn yrði tekinn í notkun.

Hinsvegar þá hafa aðstæður breyst vegna COVID-19 og er ekki talin nein ástæða til þess að hafa bæði Tegel-flugvöllinn starfræktan áfram ásamt Brandenburg-flugvellinum þar sem flugfarþegum hefur fækkað það mikið eins og víðast hvar vegna heimsfaraldursins.

Flugfarþegum um Tegel-flugvöllinn hafði fækkað um 99% í apríl og í dag, fjórum mánuðum síðar, hefur farþegum ekki fjölgað meira en það að farþegafjöldinn er 90 prósentum minni en ætti að vera við eðlilegar aðstæður.

Þess má geta að kosið var um framtíð Tegel-flugvallarins árið 2017 og kom í ljós að 56% Berlínarbúa vildu hafa Tegel-flugvöllinn áfram á sínum stað en flugvöllurinn opnaði árið 1948, þremur árum eftir að seinni heimstyrjöldinni lauk.

Borgarstjórn Berlínar var alfarið á móti því að almenningur fengi að kjósa um flugvöllinn þar sem til hefur staðið að nýta landsvæðið undir menntasetur, tækniháskóla og íbúðarhverfi.  fréttir af handahófi

Lufthansa staðfestir endalok risaþotunnar

21. september 2020

|

Lufthansa hefur tilkynnt að flugfélagið þýska ætli að losa sig við allar Airbus A380 þoturnar

Qantas gerir ráð fyrir að nota risaþoturnar aftur eftir 3 ár

2. september 2020

|

Ástralska flugfélagið Qantas gerir ráð fyrir því að taka aftur í notkun risaþoturnar Airbus A380 eftir um það bil 3 ár.

Margrét ráðin yfirflugkennari hjá Flugakademíu Íslands

20. júlí 2020

|

Margrét Elín Arnarsdóttir hefur verið ráðin sem yfirkennari hjá Flugakademíu Íslands sem hefur fengið nýtt nafn í kjölfar sameiningu Flugakademíu Keilis og Flugskóla Íslands.

  Nýjustu flugfréttirnar

EASA gæti aflétt flugbanni 737 MAX í nóvember

25. september 2020

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) íhugar að gefa Boeing 737 MAX þotunum leyfi til að hefja flug að nýju í nóvember næstkomandi og með því aflétta flugbanni vélanna í evrópskri lofthelgi sem hefur varað

Harrison Ford fær að fljúga á ný

25. september 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa lokið við rannsókn á máli Harrison Ford eftir brautarátroðning sem átti sér stað í vor er hann þveraði flugbraut án heimildar og hefur leikarinn fengið leyfi ti

Ryanair með 2 fyrir 1 tilboð

24. september 2020

|

Ryanair hefur í fyrsta skipti í sögu félagsins kynnt „2 fyrir 1“ tilboð þar sem farþegum er boðið upp á að bóka flug og fá aukaflugsæti frítt með í kaupunum.

Ryanair þarf stóra ríkisaðstoð til að forðast hópuppsagnir

24. september 2020

|

Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, segir að lágfargjaldafélagið írska neyðist til þess að láta starfsfólk taka að sér launalaust leyfi í vetur ef opinber ríkisaðstoð til félagsins verður ekki

800 milljónir í bónusgreiðslur en greiddu ekki starfsmönnum laun

24. september 2020

|

Kólumbíska flugfélagið Avianca hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að hafa greitt yfirmönnum og stjórnarmeðlimum félagsins rausnarlega bónusa í maí í vor á sama tíma og flugfélagið gat ekki greitt st

Telja reglu um rýmingu á 90 sekúndum vera úrelda

23. september 2020

|

Eftirlitsdeild innan samgönguráðuneytis Bandaríkjanna segir að endurskoða þurfi reglu innan flugsins er varðar hámarkstíma sem rýma skal flugvél og koma öllum farþegum frá borði ef upp kemur neyðarást

American ætlar að hefja þjálfun á 737 MAX í nóvember

23. september 2020

|

American Airlines ætlar að byrja að þjálfa flugmenn sína aftur á Boeing 737 MAX þoturnar í nóvember sem er liður í undirbúningi fyrir endurkoma vélanna til áætlunarflugs.

SAS ætlar ekki að fljúga til Færeyja í vetur

23. september 2020

|

Scandinavian Airlines (SAS) ætlar ekki að fljúga til Færeyja í vetur og mun félagið fljúga síðasta flugið á þessu ári til Vágar þann 29. september.

IATA: Skimun fyrir brottför eina lausnin til að bjarga fluginu

22. september 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) segja að eina leiðin til að binda endi á núverandi ástand í fluginu, og koma áætlunarflugi á milli landa aftur í gang, sé að skima alla farþega á flugvöllum fyrir

Innanlandsflug í Víetnam búið að ná bata og gott betur

22. september 2020

|

Þrátt fyrir slæmt ástand í flugiðnaðinum víðast hvar í heiminum þá hefur innanlandsflugið í Víetnam náð sér að fullu og gott betur samkvæmt flugfélaginu Vietnam Airlines.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00