flugfréttir

Vissu ekki af uppsögninni og flugu áfram fyrir félagið

17. ágúst 2020

|

Frétt skrifuð kl. 08:41

Airbus-þotur í flota Air India

Nokkrir flugmenn hjá indverska flugfélaginu Air India mættu til starfa um helgina og héldu áfram að fljúga fyrir félagið án þess að gera sér grein fyrir því að búið var að segja þeim upp fyrir helgi.

Air India ákvað sl. fimmtudag að segja upp 48 flugmönnum á Airbus A320 þotum félagsins vegna samdráttar í rekstri vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins en uppsagnirnar fóru hinsvegar framhjá einhverjum flugmönnum.

Samkvæmt fréttum India Today kemur fram að einn flugmaður flaug til að mynda frá Delí til Bangalore þann 14. ágúst síðastliðinn, degi eftir að honum var sagt upp.

Þá kemur einnig fram að nokkrir aðrir flugmenn hafi sl. föstudag mætt til vinnu og flogið þrátt fyrir að hafa verið leysir frá störfum á fimmtudag.

Þá voru einhverjir flugmenn leystir frá störfum með það skömmum fyrirvara að þeir voru enn erlendis og áttu eftir að fljúga heim til Indlands sem orsakaði meðal annars seinkun á flugi frá Sádí-Arabíu þar sem einn flugmaður komst að því að hann var ekki lengur á launaskrá.

Fram kemur að Air India hafi verið aðeins of fljótfært í uppsögnum þar sem félagið hefur lent í vandræðum með að manna nokkrar áhafnir á næstu dögum.

Aðalástæðan fyrir þessum ruglingi er rakin til nýrrar stefnu Air India er kemur að uppsögnum og reglum um sjálfviljugar uppsagnir gegn starfslokasamningi og hafa skilmálarnir skarast með flækjustigi sem því fylgir.

Air India hafði ætlað að hagræða starfsmannamálum með þessum nýjum reglum og hafði félagið lýst því yfir að allir starfsmenn myndu halda vinnunni en skyndilega var ákveðið fyrir helgi að segja upp á fimmta tug flugmanna.

Félag indverskra atvinnuflugmanna hefur skrifað bréf til stjórnarformanna Air India og er félagið beðið að bregðast strax við þessum uppsögnum sem flugmannafélagið telur ólögmætar og standist ekki reglugerðir um starfsmannamál.  fréttir af handahófi

Sótthreinsiefni olli skemmdum á mælaborði á tveimur flugvélum

27. ágúst 2020

|

Þótt það sé gott að fylgja reglugerðum um sóttvarnir í einkaflugi á tímum sem þessum og þrífa stjórnklefa á flugvélum að loknu flugi þá geta slík þrif farið úr böndunum séu ekki réttu efnin notuð til

Gera ráð fyrir helmingi minni umsvifum árið 2021

20. október 2020

|

Kínverska flugfélagið Cathay Pacific gerir ráð fyrir að félagið muni draga sætaframboð sitt saman um helming á næsta ári samanborið við upphaflega flugáætlun fyrir tíma COVID-19 þar sem ekki er séð fr

Kyrrsetja átta Dreamliner-þotur vegna galla í burðarvirki

28. ágúst 2020

|

Boeing hefur fyrirskipað nokkrum flugfélögum að taka samtals átta Dreamliner-þotur strax úr umferð og leggja þeim án tafar.

  Nýjustu flugfréttirnar

Fyrsta A380 risaþotan til að yfirgefa flugflota Emirates

27. október 2020

|

Emirates hefur formlega kvatt fyrstu Airbus A380 risaþotuna sem yfirgaf flugfélagið í dag en henni var ferjuflogið til Spánar þar sem hún fer í geymslu.

Sex júmbó-þotur Lufhansa fastar í Hollandi

27. október 2020

|

Sex júmbó-þotur á vegum Lufthansa, sem eru af gerðinni Boeing 747-400, eru nú fastar á Twente-flugvellinum í Hollandi þar sem þær fá ekki að fara í loft frá flugvellinum þar sem þær eru of stórar er

Easyjet selur 9 þotur úr flotanum

27. október 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet hefur gert samkomulag um sölu á níu Airbus A320 þotum sem seldar hafa verið til tveggja flugvélaleigufyrirtækja sem mun svo leigja vélarnar til baka til easyJet.

Icelandair fær þrjár 737 MAX þotur afhentar næsta vor

27. október 2020

|

Icelandair áætlar að félagið muni fá þrjár Boeing 737 MAX þotur afhentar eftir áramót en í nýrri afkomuskýrslu félagsins segir að MAX-þoturnar þrjár verði afhentar á öðrum ársfjórðungi ársins 2021.

Segjast hafa fundið staðinn þar sem MH370 er að finna

26. október 2020

|

Hópur nokkurra sérfræðinga telja sig hafa fundið enn nákvæmari staðsetningu þar sem malasísku farþegaþotuna er mjög líklega að finna sem hvarf sportlaust fyrir meira en sex og hálfu ári síðan þann 7.

460 grímudólgar komnir á bannlista hjá Delta

26. október 2020

|

Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines hefur sett upp sérstakan bannlista yfir þá farþega sem hafa neitað að vera með andlitsgrímur og eru í dag 460 farþegar komnir á þann lista sem fá ekki að fljúga

Koma til móts við flugfélög og lækka lendingargjöld

26. október 2020

|

Stjórn Narita-flugvallarins í Tókýó hefur ákveðið að lækka þjónustu- og lendingargjöld á flugvellinum til þess að koma til móts við flugfélög sem eiga flest hver erfitt uppdráttar á tímum kórónuveirun

Asiana býður upp á útsýnisflug með risaþotu

26. október 2020

|

Enn bætast við flugfélög sem bjóða upp því fólki sem saknar þess að fljúga upp á útsýnisflug og en suður-kóreska flugfélagið Asiana Airlines flaug eitt slíkt sl. laugardag.

Eyðilagði klósett í reiðiskasti um borð í flugvél Finnair

25. október 2020

|

Finnskur karlmaður hefur verið hlotið eins árs skilorðsbundins fangelisdóms fyrir að hafa rústað salerni er hann var farþegi um borð í farþegaþotu Finnair en maðurinn sagði við réttarhöld að salernið

Kynningarflug til að efla traust fólks á 737 MAX

25. október 2020

|

American Airlines stefnir á að fljúga sérstakar kynningarflugferðir með Boeing 737 MAX þotunum í nóvember til þess að efla traust almennings á þotunni áður en hún byrjar að fljúga aftur áætlunarflug

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00