flugfréttir

Hvetja Evrópulönd til að mynda sér stefnu í ferðatakmörkunum

- Vilja samræmt átak tafarlaust til að eyða óvissunni fyrir flugfélög

17. ágúst 2020

|

Frétt skrifuð kl. 21:30

Breiðþotur á Heathrow-flugvelli áður en kórónaveirufaraldurinn skall á

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa gefið frá sér skýrslu þar sem birtar eru tölur sem sýna þann skaða sem evrópsk flugfélög hafa orðið fyrir vegna ferðatakmarkanna í löndum innan Evrópu vegna COVID-19 heimsfaraldursins.

Skýrslan sundurliðar efnahagsleg áhrif sem ferðatakmarkanir hafa haft á efnahaginn í Evrópu er kemur að fækkun farþega, uppsagna og samdráttar sem snýr að störfum sem tengjast flugiðnaðinum og hefur IATA miklar áhyggjur af þeim langtímaáhrifum sem ferðatakmarkanir kunna að hafa á flugfélögin.

Flugferðum hefur fjölgað nokkuð innan Evrópu og hafa sum flugfélög reynt að auka sætaframboð sitt um allt að 50 prósent í sumar og fram í september en þær tölur eiga sennilega eftir að lækka þegar haustið tekur við.

Ekki hægt að gera áætlanir langt fram í tímann vegna óvissunnar

Aðaláhyggjuefni samtakanna er sú óvissa sem flugfélög standa frammi fyrir þar sem flugfélög ná ekki að gera neinar langtímaáætlanir á leiðarkerfi þar sem lönd innan Evrópu eru ekki með neitt samræmi í reglum varðandi takmarkanir á seinni bylgju faraldursins.

Tóm brottfararhlið á flugvellinum í Manchester í mars í vor

Vegna þessa hafa mörg flugfélög þess í stað ákveðið að skera niður rekstur sinn með því að segja upp starfsfólki og loka starfsstöðvum sínum á evrópskum flugvöllum.

„Það er gríðarlegt áhyggjuefni að sjá allar þær vonir sem flugfélög höfðu um bata í farþegaflugi verða að engu og þau keðjuverkandi áhrif sem þetta er að hafa á störf, afkomu og velgengni flugfélaganna“, segir Rafael Schvartzman, varaformaður IATA í Evrópu.

Schvartzman segir að það sé mjög nauðsynlegt að ríkisstjórnir landa innan Evrópu vinni að lausn með flugiðnaðinum og búi til samræmda áætlun til að opna aftur landamæri.

Frá flugstöð á Heathrow-flugvelli í maí í vor

IATA hvetur Evrópulönd til að grípa til aðgerða með sameinuðu átaki svo hægt sé að draga úr þeim skaða sem framundan er í fluginu ef landamæri fara ekki að opna aftur í bráð.

Aðeins 50 smit komið upp í farþegaflugi af 21.900.000 COVID smitum

Fram kemur að flugiðnaðurinn hafi ávalt unnið náið með evróskum yfirvöldum og stofnunum á borð við Alþjóðaflugmálastofnuninni (ICAO) og Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) í öllu er viðkemur flugöryggi, reglugerðum og átaki.

Nú þegar sé búið að koma á reglum um grímunotkun meðal farþegar og áhafna og sleppa notkun á miðjusætinu um borð í flugvélum og kemur fram að þær aðgerðir hafa þegar skilað árangri.

Færri farþegar fara nú um flesta flugvelli í Evrópu og víðar

Af yfir 20 milljónum kórónaveirusmitum í heiminum eru aðeins 50 smit sem má rekja til þess að smitaður farþegi hafi smitað annan farþega um borð í flugi.

„Það er mjög mikilvægt að Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins gefi út ótvíræða yfirýsingu varðandi hvað stofnunin hefur í huga svo flugfélög geti farið að vinna að vetraráætlun sinni og er það undarlegt að ekkert hafi verið unnið að þessu í sumar þar sem hver dagur sem líður skiptir máli“, segir Schvartzman.

Þá segir Schvartzman að opinberir styrkir til flugfélaga sé ekki nóg þar sem þau þurfa meira fé til þess að halda rekstrinum gangandi í þessu formi án þess að grípa til enn frekari uppsagna og niðurskurði í flugflota.

IATA taldi fyrr í sumar að 6 milljón starfa gætu verið í húfi en uppfærð afkomuspá flugfélaganna vegna kórónaveirufaraldursins gerir ráð fyrir að sjö milljón starfa í fluginu sé nú í hættu vegna óvissunnar.  fréttir af handahófi

60.000 áætlunarflug á dag í fyrsta sinn í 15 vikur

7. júlí 2020

|

Farþega- og áætlunarflug í heiminum rauf 60.000 flugferðamúrinn í fyrsta sinn sl. föstudag eftir COVID-19 heimsfaraldurinn þegar 60.100 flugferðir voru farnar í heiminum þann sólarhringinn sem telja

El Al ríkisvætt þangað til að nýir fjárfestar finnast

8. júlí 2020

|

Ríkisstjórnin í Ísrael ætlar sér að taka við rekstri flugfélagsins El Al Israel Airlines og verður flugfélagið ríkisvætt þangað til að nýir fjárfestar finnast.

Starfsmenn Arkia Israeli Airlines mótmæla við heimili forstjórans

4. ágúst 2020

|

Yfir 500 starfsmenn ísraelska flugfélagsins Arkia Israeli Airlines hafa að undanförnu mótmælt bæði fyrir framan heimili forstjóra flugfélagsins og fyrir framan höfuðstöðvar félagsins en félagið hætti

  Nýjustu flugfréttirnar

EASA gæti aflétt flugbanni 737 MAX í nóvember

25. september 2020

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) íhugar að gefa Boeing 737 MAX þotunum leyfi til að hefja flug að nýju í nóvember næstkomandi og með því aflétta flugbanni vélanna í evrópskri lofthelgi sem hefur varað

Harrison Ford fær að fljúga á ný

25. september 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa lokið við rannsókn á máli Harrison Ford eftir brautarátroðning sem átti sér stað í vor er hann þveraði flugbraut án heimildar og hefur leikarinn fengið leyfi ti

Ryanair með 2 fyrir 1 tilboð

24. september 2020

|

Ryanair hefur í fyrsta skipti í sögu félagsins kynnt „2 fyrir 1“ tilboð þar sem farþegum er boðið upp á að bóka flug og fá aukaflugsæti frítt með í kaupunum.

Ryanair þarf stóra ríkisaðstoð til að forðast hópuppsagnir

24. september 2020

|

Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, segir að lágfargjaldafélagið írska neyðist til þess að láta starfsfólk taka að sér launalaust leyfi í vetur ef opinber ríkisaðstoð til félagsins verður ekki

800 milljónir í bónusgreiðslur en greiddu ekki starfsmönnum laun

24. september 2020

|

Kólumbíska flugfélagið Avianca hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að hafa greitt yfirmönnum og stjórnarmeðlimum félagsins rausnarlega bónusa í maí í vor á sama tíma og flugfélagið gat ekki greitt st

Telja reglu um rýmingu á 90 sekúndum vera úrelda

23. september 2020

|

Eftirlitsdeild innan samgönguráðuneytis Bandaríkjanna segir að endurskoða þurfi reglu innan flugsins er varðar hámarkstíma sem rýma skal flugvél og koma öllum farþegum frá borði ef upp kemur neyðarást

American ætlar að hefja þjálfun á 737 MAX í nóvember

23. september 2020

|

American Airlines ætlar að byrja að þjálfa flugmenn sína aftur á Boeing 737 MAX þoturnar í nóvember sem er liður í undirbúningi fyrir endurkoma vélanna til áætlunarflugs.

SAS ætlar ekki að fljúga til Færeyja í vetur

23. september 2020

|

Scandinavian Airlines (SAS) ætlar ekki að fljúga til Færeyja í vetur og mun félagið fljúga síðasta flugið á þessu ári til Vágar þann 29. september.

IATA: Skimun fyrir brottför eina lausnin til að bjarga fluginu

22. september 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) segja að eina leiðin til að binda endi á núverandi ástand í fluginu, og koma áætlunarflugi á milli landa aftur í gang, sé að skima alla farþega á flugvöllum fyrir

Innanlandsflug í Víetnam búið að ná bata og gott betur

22. september 2020

|

Þrátt fyrir slæmt ástand í flugiðnaðinum víðast hvar í heiminum þá hefur innanlandsflugið í Víetnam náð sér að fullu og gott betur samkvæmt flugfélaginu Vietnam Airlines.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00