flugfréttir

Boeing 737 MAX 8 nefnd sem Boeing 737-8

- Munu að öllum líkindum sleppa orðinu „MAX“ í tegundarheitinu

21. ágúst 2020

|

Frétt skrifuð kl. 17:39

Boeing 737 MAX 9 tilraunarþota Boeing

Boeing mun að öllum líkindum nota einfaldara nafn fyrir Boeing 737 MAX þoturnar þar sem orðinu „MAX“ verður sleppt úr tegundarheitinu og bandstriki bætt við sem tengir undirtegundina beint við 737.

Boeing fékk í vikunni pöntun í fjórar Boeing 737 MAX 8 þotur frá pólska flugfélaginu Enter Air og hefur það vakið athygli að Boeing sleppir því að nefna „MAX“ í nafni vélanna á sumum stöðum í yfirlýsingu sinni vegna kaupanna.

Í fréttatilkynningu frá Boeing kemur fram að Enter Air hafi fest kaup á fjórum Boeing 737-8 þotum en annars staðar í sömu frétt á vefsíðu Boeing er samt notað „Boeing 737 MAX“ áfram á nokkrum stöðum.

Flugvélaframleiðandinn hefur ekki formlega tilkynnt um neina nafnabreytingu á MAX-vélunum en nafngiftin „737-8“ kemur hinsvegar ekki á óvart þar sem „x-inu“ hefur verið sleppt úr nafni Boeing 777X og og undirtegundinni bætti við á þann máta að minni tegundin heitir í dag Boeing 777-8 og stærri útgáfan Boeing 777-9.

Munurinn er hinsvegar sá að Boeing 777X var vinnsluheiti og stóð til að vélarnar myndu fá tegundarheitin Boeing 777-8 og Boeing 777-9 áður en framleiðsla hófst á fyrstu vélunum en frá upphafi hefur „MAX“ átt að vera hluti að nafni vélanna.

Skjáskot af fréttatilkynningu frá Boeing

Talsmaður Boeing, Peter P. Pedraza, segir í viðtali við fréttamiðilinn Business Insider að verið sé að endurnefna vélarnar til að einfalda þær undirtegundir sem í boði og er því líklegt að vélarnar verði nefnar Boeing 737-7, 737-8, 737-9 og 737-10.

Þá vakti athygl í júlí í fyrra er birt var ljósmynd af fyrstu Boeing 737 MAX 200 þotu Ryanair sem hafði fengið áletrunina 737-8200 en MAX 200 er sérstök útgáfa af Boeing 737 MAX sem kemur með fleiri sætum fyrir lágfargjaldaflugfélögin.

Airbus hefur einnig breytt nafni á flugvélum en þó ekki eftir að framleiðsla hefur hafist en þannig er Airbus A330-800neo til dæmis í dag kölluð A330-800 og þá var nafni Airbus A321neoLR einfaldað í Airbus A321LR.  fréttir af handahófi

Ryanair lokar starfsstöð sinni í Dusseldorf

13. september 2020

|

Ryanair hefur ákveðið að loka starfsstöðvum sínum á flugvellinum í Dusseldorf í Þýskalandi þar sem að eigandi flugvallarins neitar að lækka lendingar- og þjónustugjöld félagsins á vellinum.

Lufthansa staðfestir endalok risaþotunnar

21. september 2020

|

Lufthansa hefur tilkynnt að flugfélagið þýska ætli að losa sig við allar Airbus A380 þoturnar

Fjárfestingarfyrirtæki kemur Piaggio Aerospace til bjargar

21. ágúst 2020

|

Rekstri ítalska flugvélaframleiðandans Piaggio Aerospace hefur verið bjargað fyrir horn en fjárfestingarfyrirtæki eitt á Ítalíu hefur fallist á að fjárfesta í flugvélaverksmiðjunum fyrir 30 milljónir

  Nýjustu flugfréttirnar

Fyrsta A380 risaþotan til að yfirgefa flugflota Emirates

27. október 2020

|

Emirates hefur formlega kvatt fyrstu Airbus A380 risaþotuna sem yfirgaf flugfélagið í dag en henni var ferjuflogið til Spánar þar sem hún fer í geymslu.

Sex júmbó-þotur Lufhansa fastar í Hollandi

27. október 2020

|

Sex júmbó-þotur á vegum Lufthansa, sem eru af gerðinni Boeing 747-400, eru nú fastar á Twente-flugvellinum í Hollandi þar sem þær fá ekki að fara í loft frá flugvellinum þar sem þær eru of stórar er

Easyjet selur 9 þotur úr flotanum

27. október 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet hefur gert samkomulag um sölu á níu Airbus A320 þotum sem seldar hafa verið til tveggja flugvélaleigufyrirtækja sem mun svo leigja vélarnar til baka til easyJet.

Icelandair fær þrjár 737 MAX þotur afhentar næsta vor

27. október 2020

|

Icelandair áætlar að félagið muni fá þrjár Boeing 737 MAX þotur afhentar eftir áramót en í nýrri afkomuskýrslu félagsins segir að MAX-þoturnar þrjár verði afhentar á öðrum ársfjórðungi ársins 2021.

Segjast hafa fundið staðinn þar sem MH370 er að finna

26. október 2020

|

Hópur nokkurra sérfræðinga telja sig hafa fundið enn nákvæmari staðsetningu þar sem malasísku farþegaþotuna er mjög líklega að finna sem hvarf sportlaust fyrir meira en sex og hálfu ári síðan þann 7.

460 grímudólgar komnir á bannlista hjá Delta

26. október 2020

|

Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines hefur sett upp sérstakan bannlista yfir þá farþega sem hafa neitað að vera með andlitsgrímur og eru í dag 460 farþegar komnir á þann lista sem fá ekki að fljúga

Koma til móts við flugfélög og lækka lendingargjöld

26. október 2020

|

Stjórn Narita-flugvallarins í Tókýó hefur ákveðið að lækka þjónustu- og lendingargjöld á flugvellinum til þess að koma til móts við flugfélög sem eiga flest hver erfitt uppdráttar á tímum kórónuveirun

Asiana býður upp á útsýnisflug með risaþotu

26. október 2020

|

Enn bætast við flugfélög sem bjóða upp því fólki sem saknar þess að fljúga upp á útsýnisflug og en suður-kóreska flugfélagið Asiana Airlines flaug eitt slíkt sl. laugardag.

Eyðilagði klósett í reiðiskasti um borð í flugvél Finnair

25. október 2020

|

Finnskur karlmaður hefur verið hlotið eins árs skilorðsbundins fangelisdóms fyrir að hafa rústað salerni er hann var farþegi um borð í farþegaþotu Finnair en maðurinn sagði við réttarhöld að salernið

Kynningarflug til að efla traust fólks á 737 MAX

25. október 2020

|

American Airlines stefnir á að fljúga sérstakar kynningarflugferðir með Boeing 737 MAX þotunum í nóvember til þess að efla traust almennings á þotunni áður en hún byrjar að fljúga aftur áætlunarflug

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00