flugfréttir

Júmbó-þota íranska flughersins skemmdist við D-skoðun

24. ágúst 2020

|

Frétt skrifuð kl. 16:58

Sjá má skemmdirnar á hreyflum vélarinnar á meðfylgjandi ljósmynd

Gömul júmbó-þota af gerðinni Boeing 747-200B varð fyrir töluverðum skemmdum í Íran á dögunum er uppkeyrsla á hreyflum fór úr böndunum við viðhaldsskoðun á Mehrabad-flugvellinum í Teheran.

Júmbó-þotan, sem er í eigu íranska flughersins, sem er sú eina í flotanum, var að gangast undir D-skoðun þegar óhappið átti sér stað en slík skoðun er sú umfangsmesta sem fram fer á flugvélum.

Ekki kemur fram nákvæmlega hvað fór úrskeiðis en samkvæmt íranska fréttamiðlunum Independent Persian þá kemur fram að bremsur á hjólabúnaði júmbó-þotunnar hafi gefið sig í uppkeyrslunni.

Júmbó-þotan, sem ber skráninguna 5-8106, var áður í flota Iraqi Airways

D-skoðunin hefur dregist töluvert á langinn eða í 6 ár en þotuna fékk íranski flugherinn frá Iraqi Airways á níunda áratugnum.

D-skoðun (Check D) er framkvæmd á 6 til 10 ára fresti og getur það tekið allt að sex vikur að ljúka slíkri skoðun sem er mjög tímafrek þar sem næstum hver einasti hlutur flugvélar er skoðaður.

Júmbó-þotan sem skemmdist er yfir 40 ára gömul og kostnaður við D-skoðun fyrir slíka þotu á þessum aldri getur numið yfir 350 milljónum króna.

Fram kemur að íranski flugherinn mun að öllum líkindum láta gera við júmbó-þotuna og mun hún sennilega fá JT9D-hreyfla af gamalli Boeing 747SP júmbó-þotu sem var sú síðasta sem eftir var í flota Iran Air.  fréttir af handahófi

Franski flugherinn fær fyrstu ISR eftirlitsvélina frá King Air

11. ágúst 2020

|

Franski flugherinn hefur fengið fyrstu ISR flugvélina afhenta frá Beechcraft sem byggir á King Air flugvélinni og er vélin sérstaklega útbúin fyrir eftirlitsflug, gæsluflug og fyrir flugferðir í þei

Fjölmenni á einni stærstu rafmagnsflugvélasýningu Evrópu

15. september 2020

|

Þrátt fyrir COVID-19 heimsfaraldurinn þá voru um 1.000 gestir sem mættu á Electrifly-in & Symposium flughátíðina sem fram fór í bænum Grenchen í Sviss um síðustu helgi.

Lenti 1 mínútu eftir að reglur um sóttkví tóku gildi

10. ágúst 2020

|

158 farþegar sem voru um borð í farþegaþotu hjá SAS neyddust til þess að fara í 10 daga sóttkví við komuna til Noregs um helgina sem þeir hefðu annars sloppið við ef flugvélin hafði lent aðeins einn

  Nýjustu flugfréttirnar

Saudi Arabian stefnt vegna vangoldinnar leigu á 50 þotum

28. október 2020

|

Flugvélaleiga hefur höfðað mál gegn flugfélaginu Saudi Arabian Airlines vegna vangoldinna leigugjalda á 50 farþegaþotum auk ólögmætra viðhaldsviðgerða á þotunum.

Yfir 190 flugvellir í Evrópu í hættu á að verða gjaldþrota

28. október 2020

|

Tæplega 200 flugvellir í Evrópu eiga hættu á því að verða gjaldþrota ef ekki fer að sjá fyrir endanum á þeirri stöðu sem flugiðnaðurinn hefur verið í frá því í vor vegna COVID-19.

Fyrsta A380 risaþotan til að yfirgefa flugflota Emirates

27. október 2020

|

Emirates hefur formlega kvatt fyrstu Airbus A380 risaþotuna sem yfirgaf flugfélagið í dag en henni var ferjuflogið til Spánar þar sem hún fer í geymslu.

Sex júmbó-þotur Lufhansa fastar í Hollandi

27. október 2020

|

Sex júmbó-þotur á vegum Lufthansa, sem eru af gerðinni Boeing 747-400, eru nú fastar á Twente-flugvellinum í Hollandi þar sem þær fá ekki að fara í loft frá flugvellinum þar sem þær eru of stórar er

Easyjet selur 9 þotur úr flotanum

27. október 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet hefur gert samkomulag um sölu á níu Airbus A320 þotum sem seldar hafa verið til tveggja flugvélaleigufyrirtækja sem mun svo leigja vélarnar til baka til easyJet.

Icelandair fær þrjár 737 MAX þotur afhentar næsta vor

27. október 2020

|

Icelandair áætlar að félagið muni fá þrjár Boeing 737 MAX þotur afhentar eftir áramót en í nýrri afkomuskýrslu félagsins segir að MAX-þoturnar þrjár verði afhentar á öðrum ársfjórðungi ársins 2021.

Segjast hafa fundið staðinn þar sem MH370 er að finna

26. október 2020

|

Hópur nokkurra sérfræðinga telja sig hafa fundið enn nákvæmari staðsetningu þar sem malasísku farþegaþotuna er mjög líklega að finna sem hvarf sportlaust fyrir meira en sex og hálfu ári síðan þann 7.

460 grímudólgar komnir á bannlista hjá Delta

26. október 2020

|

Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines hefur sett upp sérstakan bannlista yfir þá farþega sem hafa neitað að vera með andlitsgrímur og eru í dag 460 farþegar komnir á þann lista sem fá ekki að fljúga

Koma til móts við flugfélög og lækka lendingargjöld

26. október 2020

|

Stjórn Narita-flugvallarins í Tókýó hefur ákveðið að lækka þjónustu- og lendingargjöld á flugvellinum til þess að koma til móts við flugfélög sem eiga flest hver erfitt uppdráttar á tímum kórónuveirun

Asiana býður upp á útsýnisflug með risaþotu

26. október 2020

|

Enn bætast við flugfélög sem bjóða upp því fólki sem saknar þess að fljúga upp á útsýnisflug og en suður-kóreska flugfélagið Asiana Airlines flaug eitt slíkt sl. laugardag.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00