flugfréttir

Framleiðsla á Boeing 787 gæti heyrt sögunni til í Everett

- Dreamliner-þotan yrði þá eingöngu framleidd í Suður-Karólínu

25. ágúst 2020

|

Frétt skrifuð kl. 06:58

Ný Boeing 787 þota í samsetningarsalnum í Everett þann 24. júlí síðastliðinn

Orðrómur er um að Boeing muni í næsta mánuði taka ákvörðun varðandi að sameina framleiðsluna á Dreamliner-þotunum svo hún verði aðeins smíðuð á einum stað en í dag er Boeing 787 framleidd í Everett í Washington-fylki og í North Charleston í Suður-Karólínu.

Ef Boeing ákveður að Dreamliner-þotan verði framleidd aðeins á einum stað þá er talið að Suður-Karólína verði fyrir valinu sem þýðir að framleiðslu Boeing 787 verður hætt í Everett.

Slíkt hefði mikil áhrif á atvinnulífið í Seattle og nágrenni þar sem mörg störf eru í húfi en fram kemur að vitað hafi verið að framtíðaráætlanir Boeing með tilkomu verksmiðjunnar í Suður-Karólínu sem opnaði árið 2009 hafi ávalt verið að hætta framleiðslunni í Washington-fylki með í náinni framtíð.

Boeing hafði þá áform um að nýta verksmiðjuplássið í staðinn fyrir framleiðslu á nýrri framtíðarþotu en miðað við ástandið í flugiðnaðinum í dag og með tilliti til þess vanda sem Boeing hefur gengið í gegn um með Boeing 737 MAX þá eru engin áform um að nein flugvélaframleiðsla taki við í verksmiðjunum þar sem Boeing 787 er framleidd í dag.

Aðeins eru þrjár Boeing 787 þotur framleiddar í dag á sittvorum staðnum, Everett og Suður-Karólínu

„Það yrði mikið áfall fyrir hagkerfið í nágrenninu að missa Boeing 787 framleiðsluna frá Everett“, segir Cassie Franklin, borgarstjóri í Everett.

Stærsta bygging heims yrði frekar tómleg án Boeing 787

Everett-verksmiðjan yrði ekki svipur hjá sjón árið 2022 þegar framleiðsla á júmbó-þotunni verður hætt og ef Dreamliner-framleiðslan hættir einnig og flyst alfarið til Suður-Karólínu yrði frekar tómlegt í stærstu byggingu heims með aðeins fimm nýjar þotur í framleiðslu á mánuði sem myndi samanstanda af Boeing 767 fraktþotum og Boeing 777X þotum sem kæmu út af færibandinu en í fyrra þá voru 15 breiðþotur smíðaðar á hverjum mánuði í Everett.

Boeing-verksmiðjurnar í Everett

Stjórnmálamenn, fylkisstjóri Washington og forsvarsmenn verkalýðsfélaga í fylkinu segja sorglegt að sjá þá afturför sem framundan er eftir allar þær fjárfestingar sem gerðar hafa verið í tengslum við umsvif Boeing á svæðinu og þá sérstaklega með tilliti til fjölda þeirra starfa sem Boeing hefur skapað.

Í fyrra voru framleiddar sjö Dreamliner-þotur á sitthvorum staðnum eða alls 14 þotur á mánuði en búið er að skera afköstin niður í sex þotur á mánuði.

Þá hefur afkastageta við framleiðslu á Boeing 777 verið skorin niður í aðeins tvær þotur á mánuði og er talið ólíklegt að framleiðslan muni aftur ná 8.3 þotu á mánuði líkt og í fyrra.

Tími fyrir Boeing að nýta niðursveifluna og hanna framtíðarþotu fyrir árið 2030

Richard Aboulafia, flugsérfræðingur og ráðgjafi í flugmálum hjá fyrirtækinu Teal Group, segir að það myndi hafa mikil áhrif á Boeing næstu 3 til 4 árin ef framleiðsla á Boeing 787 myndi hætta í Everett og færi eingöngu fram í Suður-Karólínu.

Aboulafia segir að framleiðsla á örfáum Boeing 767 og Boeing 777X þotum í Everett þýddi aukin kostnað til þess að réttlæta framleiðsluna í Everett.

Aboulafia hefur mestar áhyggjur af því að með færri starfsmönnum myndi draga úr þeirri þekkingu og verkfræðihugviti í kringum iðnaðinn á Everett-svæðinu með fækkun á hæfileikaríku starfsfólki með sérfræðiþekkingu í flugvélaiðnaðinum og sé eina leiðin fyrir Boeing til að bjarga því og viðhalda stöðu sinni og vera áfram í fararbroddi að koma með nýja farþegaþotu á markaðinn áður en langt um líður.

Adam Pilarski, ráðgjafi hjá fyrirtækinu Avitas, segir að Boeing þurfi að taka af skarið og ekki eingöngu koma með venjulega farþegaþotu á markaðinn heldur horfa til framtíðar með umhverfisvæna hönnun sem væri þota sem kæmi á markað árið 2030 og sé besti tíminn núna til að hefja þróun á henni á meðan niðursveiflan er í gangi.

„Hugvitið til þess og störfin sem þarf til er að finna í Seattle, ekki í Suður-Karólínu“, segir Pilarski sem segir að Boeing geti tryggt framtíð sína ef fyrirtækið vill vera áfram í flugiðnaðinum.  fréttir af handahófi

Hvetur stjórnvöld til að opna Bretland fyrir flugsamgöngum

1. september 2020

|

Willie Walsh, framkvæmdarstjóri IAG (International Airlines Group), móðurfélags British Airways auk fleiri flugfélaga, hefur hvatt bresku ríkisstjórnina til þess að opna aftur landamæri Bretlands án þ

Fordæma Boeing og FAA vegna 737 MAX vélanna

16. september 2020

|

Samgöngunefnd á vegum bandaríska þingsins birti í dag viðamikla skýrslu varðandi Boeing 737 MAX þoturnar þar sem flugvélaframleiðandinn Boeing og bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) eru sögð bera ábyr

Fyrsta pöntun ársins í 737 MAX berst til Boeing

20. ágúst 2020

|

Boeing hefur fengið fyrstu pöntun inn á borð til sín á þessu ári í Boeing 737 MAX þotuna og er það pólska flugfélagið Enter Air sem hefur lagt inn pöntun í fjórar Boeing 737 MAX 8 þotur.

  Nýjustu flugfréttirnar

Saudi Arabian stefnt vegna vangoldinnar leigu á 50 þotum

28. október 2020

|

Flugvélaleiga hefur höfðað mál gegn flugfélaginu Saudi Arabian Airlines vegna vangoldinna leigugjalda á 50 farþegaþotum auk ólögmætra viðhaldsviðgerða á þotunum.

Yfir 190 flugvellir í Evrópu í hættu á að verða gjaldþrota

28. október 2020

|

Tæplega 200 flugvellir í Evrópu eiga hættu á því að verða gjaldþrota ef ekki fer að sjá fyrir endanum á þeirri stöðu sem flugiðnaðurinn hefur verið í frá því í vor vegna COVID-19.

Fyrsta A380 risaþotan til að yfirgefa flugflota Emirates

27. október 2020

|

Emirates hefur formlega kvatt fyrstu Airbus A380 risaþotuna sem yfirgaf flugfélagið í dag en henni var ferjuflogið til Spánar þar sem hún fer í geymslu.

Sex júmbó-þotur Lufhansa fastar í Hollandi

27. október 2020

|

Sex júmbó-þotur á vegum Lufthansa, sem eru af gerðinni Boeing 747-400, eru nú fastar á Twente-flugvellinum í Hollandi þar sem þær fá ekki að fara í loft frá flugvellinum þar sem þær eru of stórar er

Easyjet selur 9 þotur úr flotanum

27. október 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet hefur gert samkomulag um sölu á níu Airbus A320 þotum sem seldar hafa verið til tveggja flugvélaleigufyrirtækja sem mun svo leigja vélarnar til baka til easyJet.

Icelandair fær þrjár 737 MAX þotur afhentar næsta vor

27. október 2020

|

Icelandair áætlar að félagið muni fá þrjár Boeing 737 MAX þotur afhentar eftir áramót en í nýrri afkomuskýrslu félagsins segir að MAX-þoturnar þrjár verði afhentar á öðrum ársfjórðungi ársins 2021.

Segjast hafa fundið staðinn þar sem MH370 er að finna

26. október 2020

|

Hópur nokkurra sérfræðinga telja sig hafa fundið enn nákvæmari staðsetningu þar sem malasísku farþegaþotuna er mjög líklega að finna sem hvarf sportlaust fyrir meira en sex og hálfu ári síðan þann 7.

460 grímudólgar komnir á bannlista hjá Delta

26. október 2020

|

Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines hefur sett upp sérstakan bannlista yfir þá farþega sem hafa neitað að vera með andlitsgrímur og eru í dag 460 farþegar komnir á þann lista sem fá ekki að fljúga

Koma til móts við flugfélög og lækka lendingargjöld

26. október 2020

|

Stjórn Narita-flugvallarins í Tókýó hefur ákveðið að lækka þjónustu- og lendingargjöld á flugvellinum til þess að koma til móts við flugfélög sem eiga flest hver erfitt uppdráttar á tímum kórónuveirun

Asiana býður upp á útsýnisflug með risaþotu

26. október 2020

|

Enn bætast við flugfélög sem bjóða upp því fólki sem saknar þess að fljúga upp á útsýnisflug og en suður-kóreska flugfélagið Asiana Airlines flaug eitt slíkt sl. laugardag.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00