flugfréttir

Framleiðsla á Boeing 787 gæti heyrt sögunni til í Everett

- Dreamliner-þotan yrði þá eingöngu framleidd í Suður-Karólínu

25. ágúst 2020

|

Frétt skrifuð kl. 06:58

Ný Boeing 787 þota í samsetningarsalnum í Everett þann 24. júlí síðastliðinn

Orðrómur er um að Boeing muni í næsta mánuði taka ákvörðun varðandi að sameina framleiðsluna á Dreamliner-þotunum svo hún verði aðeins smíðuð á einum stað en í dag er Boeing 787 framleidd í Everett í Washington-fylki og í North Charleston í Suður-Karólínu.

Ef Boeing ákveður að Dreamliner-þotan verði framleidd aðeins á einum stað þá er talið að Suður-Karólína verði fyrir valinu sem þýðir að framleiðslu Boeing 787 verður hætt í Everett.

Slíkt hefði mikil áhrif á atvinnulífið í Seattle og nágrenni þar sem mörg störf eru í húfi en fram kemur að vitað hafi verið að framtíðaráætlanir Boeing með tilkomu verksmiðjunnar í Suður-Karólínu sem opnaði árið 2009 hafi ávalt verið að hætta framleiðslunni í Washington-fylki með í náinni framtíð.

Boeing hafði þá áform um að nýta verksmiðjuplássið í staðinn fyrir framleiðslu á nýrri framtíðarþotu en miðað við ástandið í flugiðnaðinum í dag og með tilliti til þess vanda sem Boeing hefur gengið í gegn um með Boeing 737 MAX þá eru engin áform um að nein flugvélaframleiðsla taki við í verksmiðjunum þar sem Boeing 787 er framleidd í dag.

Aðeins eru þrjár Boeing 787 þotur framleiddar í dag á sittvorum staðnum, Everett og Suður-Karólínu

„Það yrði mikið áfall fyrir hagkerfið í nágrenninu að missa Boeing 787 framleiðsluna frá Everett“, segir Cassie Franklin, borgarstjóri í Everett.

Stærsta bygging heims yrði frekar tómleg án Boeing 787

Everett-verksmiðjan yrði ekki svipur hjá sjón árið 2022 þegar framleiðsla á júmbó-þotunni verður hætt og ef Dreamliner-framleiðslan hættir einnig og flyst alfarið til Suður-Karólínu yrði frekar tómlegt í stærstu byggingu heims með aðeins fimm nýjar þotur í framleiðslu á mánuði sem myndi samanstanda af Boeing 767 fraktþotum og Boeing 777X þotum sem kæmu út af færibandinu en í fyrra þá voru 15 breiðþotur smíðaðar á hverjum mánuði í Everett.

Boeing-verksmiðjurnar í Everett

Stjórnmálamenn, fylkisstjóri Washington og forsvarsmenn verkalýðsfélaga í fylkinu segja sorglegt að sjá þá afturför sem framundan er eftir allar þær fjárfestingar sem gerðar hafa verið í tengslum við umsvif Boeing á svæðinu og þá sérstaklega með tilliti til fjölda þeirra starfa sem Boeing hefur skapað.

Í fyrra voru framleiddar sjö Dreamliner-þotur á sitthvorum staðnum eða alls 14 þotur á mánuði en búið er að skera afköstin niður í sex þotur á mánuði.

Þá hefur afkastageta við framleiðslu á Boeing 777 verið skorin niður í aðeins tvær þotur á mánuði og er talið ólíklegt að framleiðslan muni aftur ná 8.3 þotu á mánuði líkt og í fyrra.

Tími fyrir Boeing að nýta niðursveifluna og hanna framtíðarþotu fyrir árið 2030

Richard Aboulafia, flugsérfræðingur og ráðgjafi í flugmálum hjá fyrirtækinu Teal Group, segir að það myndi hafa mikil áhrif á Boeing næstu 3 til 4 árin ef framleiðsla á Boeing 787 myndi hætta í Everett og færi eingöngu fram í Suður-Karólínu.

Aboulafia segir að framleiðsla á örfáum Boeing 767 og Boeing 777X þotum í Everett þýddi aukin kostnað til þess að réttlæta framleiðsluna í Everett.

Aboulafia hefur mestar áhyggjur af því að með færri starfsmönnum myndi draga úr þeirri þekkingu og verkfræðihugviti í kringum iðnaðinn á Everett-svæðinu með fækkun á hæfileikaríku starfsfólki með sérfræðiþekkingu í flugvélaiðnaðinum og sé eina leiðin fyrir Boeing til að bjarga því og viðhalda stöðu sinni og vera áfram í fararbroddi að koma með nýja farþegaþotu á markaðinn áður en langt um líður.

Adam Pilarski, ráðgjafi hjá fyrirtækinu Avitas, segir að Boeing þurfi að taka af skarið og ekki eingöngu koma með venjulega farþegaþotu á markaðinn heldur horfa til framtíðar með umhverfisvæna hönnun sem væri þota sem kæmi á markað árið 2030 og sé besti tíminn núna til að hefja þróun á henni á meðan niðursveiflan er í gangi.

„Hugvitið til þess og störfin sem þarf til er að finna í Seattle, ekki í Suður-Karólínu“, segir Pilarski sem segir að Boeing geti tryggt framtíð sína ef fyrirtækið vill vera áfram í flugiðnaðinum.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga