flugfréttir

Nýr skólastjóri hjá Flugakademíu Íslands

26. ágúst 2020

|

Frétt skrifuð kl. 16:48

Davíd Brár hefur starfað hjá Flugakademíu Keilis frá haustinu 2014

Davíð Brár Unnarsson var í sumar ráðinn sem skólastjóri hjá Flugakademíu Íslands en skólinn varð til við sameiningu Flugskóla Íslands og Flugakademíu Keilis.

Davíð Brár hefur starfað við Flugakademíu Keilis frá haustinu 2014 sem kennari í bæði bóklegri og verklegri kennslu. Frá byrjun árs 2019 starfaði hann sem yfirkennari og aðstoðaryfirkennari í verklegri deild skólans og tók svo við starfi skólastjóra í júní 2020.

Samhliða kennslu- og stjórnunarstöðum hjá Keili hefur Davíð Brár starfað hjá Icelandair síðan snemma árs 2014 fyrst sem flugmaður á Boeing 757/767 og svo síðar sem flugstjóri á Boeing 737MAX, en hann hóf flugferilinn sem flugmaður hjá Primera Air á Boeing 737NG.

Áður hafði hann starfað við margskonar flugtengd störf svo sem hleðslueftirlit, farþegaafgreiðslu, hlaðdeild, flugumsjón og önnur störf innan flugdeildar fyrst hjá IGS, svo Icelandair og loks Primera Air. 

Alltaf haft brennandi áhuga á flugi

Davíð Brár segist alla tíð haft brennandi áhuga á flugi og öllu sem því tengist. Hann telur því mikil forréttindi að geta starfað við stærsta áhugamálið.

Auk þess hefur hann lengi haft gaman af því að kenna öðrum og deila af reynslu sinni til áhugasamra framtíðarflugmanna. „Það er mjög gefandi þegar nemendur fá svo draumastarfið hvar svo sem í heiminum það er“ segir Davíð.

„Það hefur alltaf verið sagt að flugbransinn sé sveiflukenndur, og á það alveg jafn vel við í nú sem fyrr að besti tíminn til að hefja flugnám er þegar allt er á botninum eða rétt áður til að vera tilbúinn þegar allt fer á leið upp á við aftur.“

Starfsfólk og kennarar Keilis og Flugakademíu Íslands bjóða Davíð Brá velkominn til starfa.  fréttir af handahófi

Þrýstingur í bremsum féll niður er flugvél rann á aðra flugvél

12. október 2020

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Bretlandi (AAIB) telur að ógætilega hafi verið staðið að því er hjólaskorður voru fjarlægðar af hjólabúnaði á Bombardier Dash 8 flugvél á flugvellinum í Aberdeen í Skotland

Uppfært þjálfunarefni fyrir 737 MAX verður kynnt í vikunni

14. september 2020

|

Í þessari viku mun hefjast yfirferð á endurskoðuðum aðferðum fyrir þjálfun á Boeing 737 MAX þoturnar þar sem flugmálayfirvöld frá nokkrum löndum munu fara yfir breytingar sem Boeing hefur lagt til veg

Boeing 787 verður eingöngu framleidd í Suður-Karólínu

1. október 2020

|

Boeing tilkynnti í dag um að framleiðslu á Dreamliner-þotunni, Boeing 787, verður hætt í Everett og verður hún því eingöngu smíðuð í verksmiðjunum í North Charleston í Suður-Karólínu.

  Nýjustu flugfréttirnar

Fyrsta A380 risaþotan til að yfirgefa flugflota Emirates

27. október 2020

|

Emirates hefur formlega kvatt fyrstu Airbus A380 risaþotuna sem yfirgaf flugfélagið í dag en henni var ferjuflogið til Spánar þar sem hún fer í geymslu.

Sex júmbó-þotur Lufhansa fastar í Hollandi

27. október 2020

|

Sex júmbó-þotur á vegum Lufthansa, sem eru af gerðinni Boeing 747-400, eru nú fastar á Twente-flugvellinum í Hollandi þar sem þær fá ekki að fara í loft frá flugvellinum þar sem þær eru of stórar er

Easyjet selur 9 þotur úr flotanum

27. október 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet hefur gert samkomulag um sölu á níu Airbus A320 þotum sem seldar hafa verið til tveggja flugvélaleigufyrirtækja sem mun svo leigja vélarnar til baka til easyJet.

Icelandair fær þrjár 737 MAX þotur afhentar næsta vor

27. október 2020

|

Icelandair áætlar að félagið muni fá þrjár Boeing 737 MAX þotur afhentar eftir áramót en í nýrri afkomuskýrslu félagsins segir að MAX-þoturnar þrjár verði afhentar á öðrum ársfjórðungi ársins 2021.

Segjast hafa fundið staðinn þar sem MH370 er að finna

26. október 2020

|

Hópur nokkurra sérfræðinga telja sig hafa fundið enn nákvæmari staðsetningu þar sem malasísku farþegaþotuna er mjög líklega að finna sem hvarf sportlaust fyrir meira en sex og hálfu ári síðan þann 7.

460 grímudólgar komnir á bannlista hjá Delta

26. október 2020

|

Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines hefur sett upp sérstakan bannlista yfir þá farþega sem hafa neitað að vera með andlitsgrímur og eru í dag 460 farþegar komnir á þann lista sem fá ekki að fljúga

Koma til móts við flugfélög og lækka lendingargjöld

26. október 2020

|

Stjórn Narita-flugvallarins í Tókýó hefur ákveðið að lækka þjónustu- og lendingargjöld á flugvellinum til þess að koma til móts við flugfélög sem eiga flest hver erfitt uppdráttar á tímum kórónuveirun

Asiana býður upp á útsýnisflug með risaþotu

26. október 2020

|

Enn bætast við flugfélög sem bjóða upp því fólki sem saknar þess að fljúga upp á útsýnisflug og en suður-kóreska flugfélagið Asiana Airlines flaug eitt slíkt sl. laugardag.

Eyðilagði klósett í reiðiskasti um borð í flugvél Finnair

25. október 2020

|

Finnskur karlmaður hefur verið hlotið eins árs skilorðsbundins fangelisdóms fyrir að hafa rústað salerni er hann var farþegi um borð í farþegaþotu Finnair en maðurinn sagði við réttarhöld að salernið

Kynningarflug til að efla traust fólks á 737 MAX

25. október 2020

|

American Airlines stefnir á að fljúga sérstakar kynningarflugferðir með Boeing 737 MAX þotunum í nóvember til þess að efla traust almennings á þotunni áður en hún byrjar að fljúga aftur áætlunarflug

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00