flugfréttir

Kyrrsetja átta Dreamliner-þotur vegna galla í burðarvirki

- Talið að galli sé í samsetningu í stélhluta vélanna

28. ágúst 2020

|

Frétt skrifuð kl. 12:47

Boeing 787-10, tilraunarþota Boeing

Boeing hefur fyrirskipað nokkrum flugfélögum að taka samtals átta Dreamliner-þotur strax úr umferð og leggja þeim án tafar.

Ástæðan er sögð vera sú að Boeing telur að mögulega sé vandamál með þessar átta tilteknu Dreamliner-þotur er varðar burðarþol vélanna og gætu þær ekki þolað það álag sem þær verða fyrir á flugi er kemur þyngdarhröðun og fleiri kröftum.

Boeing hefur gert bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) viðvart og er talið að það gæti tekið allt að tvær vikur á hverja þotu að ganga úr skugga um hvort vandamálið sé til staðar.

Fram kemur að um sé að ræða burðarvirkið í stélhluta á vélunum sem talið er að geti ekki þolað hámarksálag sem skrokkurinn verður fyrir á flugi sem yrði til þess að sú eining gæti gefið sig skyndilega undir miklu álagi.

Boeing segir í viðtali við fjölmiðilinn The Air Current að búið sé að koma auga á tvö aðskilin vandamál sem áttu sér stað við samsetningu vélanna á sínum tíma í samskeytum á stélhlutanum.

Boeing hefur komist að því að mögulega hefur gleymst að ganga úr skugga um að lokað hafi verið fyrir rifu þar sem þrýstingsveggur („aft pressure bulkhead“) festist við skrokkinn sjálfan sem uppfyllir ekki öryggiskröfur og gætu þeir kraftar sem flugvélin verður fyrir á flugi orðið til þess að álagið á þennan hluta dreifist ójafnt yfir búkinn sem býður hættunni heim.

Þau flugfélög sem hafa þessar átta Dreamliner-þotur í flotanum eru United Airlines, Air Canada og Singapore Airlines.  fréttir af handahófi

Þörf fyrir 5 prósent færri nýja flugmenn til ársins 2039

17. október 2020

|

Boeing hefur gefið út nýja spá er varðar eftirspurn eftir flugmönnum í heiminum til næstu 20 ára og kemur þar fram að þörf verður fyrir 40.000 færri flugmenn til ársins 2039 en gert var ráð fyrir í f

460 grímudólgar komnir á bannlista hjá Delta

26. október 2020

|

Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines hefur sett upp sérstakan bannlista yfir þá farþega sem hafa neitað að vera með andlitsgrímur og eru í dag 460 farþegar komnir á þann lista sem fá ekki að fljúga

Lufthansa Group mun taka yfir 60 flugvélar úr flotanum

6. ágúst 2020

|

Lufthansa Group hefur tilkynnt afkomu sína eftir annan ársfjórðung þessa ársins og kemur fram að taprekstur félagsins nam 2 milljörðum Bandaríkjadala sem samsvarar 271 milljarði króna.

  Nýjustu flugfréttirnar

Saudi Arabian stefnt vegna vangoldinnar leigu á 50 þotum

28. október 2020

|

Flugvélaleiga hefur höfðað mál gegn flugfélaginu Saudi Arabian Airlines vegna vangoldinna leigugjalda á 50 farþegaþotum auk ólögmætra viðhaldsviðgerða á þotunum.

Yfir 190 flugvellir í Evrópu í hættu á að verða gjaldþrota

28. október 2020

|

Tæplega 200 flugvellir í Evrópu eiga hættu á því að verða gjaldþrota ef ekki fer að sjá fyrir endanum á þeirri stöðu sem flugiðnaðurinn hefur verið í frá því í vor vegna COVID-19.

Fyrsta A380 risaþotan til að yfirgefa flugflota Emirates

27. október 2020

|

Emirates hefur formlega kvatt fyrstu Airbus A380 risaþotuna sem yfirgaf flugfélagið í dag en henni var ferjuflogið til Spánar þar sem hún fer í geymslu.

Sex júmbó-þotur Lufhansa fastar í Hollandi

27. október 2020

|

Sex júmbó-þotur á vegum Lufthansa, sem eru af gerðinni Boeing 747-400, eru nú fastar á Twente-flugvellinum í Hollandi þar sem þær fá ekki að fara í loft frá flugvellinum þar sem þær eru of stórar er

Easyjet selur 9 þotur úr flotanum

27. október 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet hefur gert samkomulag um sölu á níu Airbus A320 þotum sem seldar hafa verið til tveggja flugvélaleigufyrirtækja sem mun svo leigja vélarnar til baka til easyJet.

Icelandair fær þrjár 737 MAX þotur afhentar næsta vor

27. október 2020

|

Icelandair áætlar að félagið muni fá þrjár Boeing 737 MAX þotur afhentar eftir áramót en í nýrri afkomuskýrslu félagsins segir að MAX-þoturnar þrjár verði afhentar á öðrum ársfjórðungi ársins 2021.

Segjast hafa fundið staðinn þar sem MH370 er að finna

26. október 2020

|

Hópur nokkurra sérfræðinga telja sig hafa fundið enn nákvæmari staðsetningu þar sem malasísku farþegaþotuna er mjög líklega að finna sem hvarf sportlaust fyrir meira en sex og hálfu ári síðan þann 7.

460 grímudólgar komnir á bannlista hjá Delta

26. október 2020

|

Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines hefur sett upp sérstakan bannlista yfir þá farþega sem hafa neitað að vera með andlitsgrímur og eru í dag 460 farþegar komnir á þann lista sem fá ekki að fljúga

Koma til móts við flugfélög og lækka lendingargjöld

26. október 2020

|

Stjórn Narita-flugvallarins í Tókýó hefur ákveðið að lækka þjónustu- og lendingargjöld á flugvellinum til þess að koma til móts við flugfélög sem eiga flest hver erfitt uppdráttar á tímum kórónuveirun

Asiana býður upp á útsýnisflug með risaþotu

26. október 2020

|

Enn bætast við flugfélög sem bjóða upp því fólki sem saknar þess að fljúga upp á útsýnisflug og en suður-kóreska flugfélagið Asiana Airlines flaug eitt slíkt sl. laugardag.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00