flugfréttir

United ætlar að segja upp 2.850 flugmönnum í haust

28. ágúst 2020

|

Frétt skrifuð kl. 17:54

Flugvélar United Airlines á flugvellinum í San Francisco í Bandaríkjunum

Bandaríska flugfélagið United Airlines hefur tilkynnt að félagið ætli að segja upp 2.850 flugmönnum vegna dræmrar eftirspurnar eftir farþegaflugi sem má rekja til kórónaveirufaraldursins en uppsagnirnar taka í gildi í haust um leið og opinber aðstoð frá bandarískum stjórnvöldum rennur úr gildi.

Stjórn United Airlines vonast til þess að ríkisstjórn Bandaríkjanna eigi eftir að framlengja fjárhagsaðstoð til bandarísku flugfélaganna en að öðru leyti er gert ráð fyrir að 1.747 flugmönnum verði sagt upp þann 1. október, 572 flugmönnum þann 30. október og 531 flugmanni þann 30. nóvember.

Fram kemur að um sé að ræða eina stærstu uppsögn á flugmönnum í sögu United Airlines en félagið var stofnað árið 1931 og störfuðu 96.000 manns hjá félaginu í desember í fyrra.

Öll helstu bandarísku flugfélögin hafa sent ríkisstjórn Bandaríkjanna beiðni um að framlengja fjárhagsaðstoð í sex mánuði til viðbótar upp á 3 þúsund fjögurhundruð og fimmtíu milljarða króna til þess að bæta fyrir fyrir launakostnað.

Flugsamgöngur hafa ekki náð sér aftur á strik aftur vestanhafs þar sem Bandaríkjunum tókst ekki að hemja COVID-19 faraldurinn með neinum teljandi árangri í upphafi og hafa flugfélög á borð við Delta Air Lines, United Airlines, American Airlines og Southwest Airlines tapað til samans 1.380 milljörðum króna vegna faraldursins.  fréttir af handahófi

Lufthansa Group mun taka yfir 60 flugvélar úr flotanum

6. ágúst 2020

|

Lufthansa Group hefur tilkynnt afkomu sína eftir annan ársfjórðung þessa ársins og kemur fram að taprekstur félagsins nam 2 milljörðum Bandaríkjadala sem samsvarar 271 milljarði króna.

Í viðræðum við Alaska Airlines um pöntun á fleiri MAX-þotum

10. október 2020

|

Sagt er að Boeing eigi nú í viðræðum við flugfélagið Alaska Airlines um mögulega pöntun í farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 MAX.

Áætla 75 flugferðir á dag í stað 200 flugferða

10. september 2020

|

Finnair hefur ákveðið að draga úr sætaframboði og fækka flugferðum í október og breyta því með fyrirhuguðum áætlunum sínum sem félagið hafði gert fyrr í sumar varðandi leiðarkerfið í haust.

  Nýjustu flugfréttirnar

Fyrsta A380 risaþotan til að yfirgefa flugflota Emirates

27. október 2020

|

Emirates hefur formlega kvatt fyrstu Airbus A380 risaþotuna sem yfirgaf flugfélagið í dag en henni var ferjuflogið til Spánar þar sem hún fer í geymslu.

Sex júmbó-þotur Lufhansa fastar í Hollandi

27. október 2020

|

Sex júmbó-þotur á vegum Lufthansa, sem eru af gerðinni Boeing 747-400, eru nú fastar á Twente-flugvellinum í Hollandi þar sem þær fá ekki að fara í loft frá flugvellinum þar sem þær eru of stórar er

Easyjet selur 9 þotur úr flotanum

27. október 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet hefur gert samkomulag um sölu á níu Airbus A320 þotum sem seldar hafa verið til tveggja flugvélaleigufyrirtækja sem mun svo leigja vélarnar til baka til easyJet.

Icelandair fær þrjár 737 MAX þotur afhentar næsta vor

27. október 2020

|

Icelandair áætlar að félagið muni fá þrjár Boeing 737 MAX þotur afhentar eftir áramót en í nýrri afkomuskýrslu félagsins segir að MAX-þoturnar þrjár verði afhentar á öðrum ársfjórðungi ársins 2021.

Segjast hafa fundið staðinn þar sem MH370 er að finna

26. október 2020

|

Hópur nokkurra sérfræðinga telja sig hafa fundið enn nákvæmari staðsetningu þar sem malasísku farþegaþotuna er mjög líklega að finna sem hvarf sportlaust fyrir meira en sex og hálfu ári síðan þann 7.

460 grímudólgar komnir á bannlista hjá Delta

26. október 2020

|

Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines hefur sett upp sérstakan bannlista yfir þá farþega sem hafa neitað að vera með andlitsgrímur og eru í dag 460 farþegar komnir á þann lista sem fá ekki að fljúga

Koma til móts við flugfélög og lækka lendingargjöld

26. október 2020

|

Stjórn Narita-flugvallarins í Tókýó hefur ákveðið að lækka þjónustu- og lendingargjöld á flugvellinum til þess að koma til móts við flugfélög sem eiga flest hver erfitt uppdráttar á tímum kórónuveirun

Asiana býður upp á útsýnisflug með risaþotu

26. október 2020

|

Enn bætast við flugfélög sem bjóða upp því fólki sem saknar þess að fljúga upp á útsýnisflug og en suður-kóreska flugfélagið Asiana Airlines flaug eitt slíkt sl. laugardag.

Eyðilagði klósett í reiðiskasti um borð í flugvél Finnair

25. október 2020

|

Finnskur karlmaður hefur verið hlotið eins árs skilorðsbundins fangelisdóms fyrir að hafa rústað salerni er hann var farþegi um borð í farþegaþotu Finnair en maðurinn sagði við réttarhöld að salernið

Kynningarflug til að efla traust fólks á 737 MAX

25. október 2020

|

American Airlines stefnir á að fljúga sérstakar kynningarflugferðir með Boeing 737 MAX þotunum í nóvember til þess að efla traust almennings á þotunni áður en hún byrjar að fljúga aftur áætlunarflug

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00