flugfréttir

Ætla að losa sig við helminginn af Dreamliner-þotunum

- Stefna á að selja allt að sautján Boeing 787 þotur

31. ágúst 2020

|

Frétt skrifuð kl. 11:23

Kyrrsettar Boeing 787 þotur frá Norwegian á Gardermoen-flugvellinum í Osló

Norska flugfélagið Norwegian stefnir á að losa sig við um helminginn af öllum þeim Dreamliner-þotum sem félagið hefur haft í rekstri.

Norwegian birti sl. föstudag afkomuskýrslu flugfélagsins eftir annan ársfjórðung ársins og kemur fram að félagið hafði aðeins 7 til 8 flugvélar í notkun í vor af þeim 140 sem eru í flotanum en ekki ein Boeing 787 þota hefur verið í notkun frá því að kórónaveirufaraldurinn braust út í mars í vor.

Sérfræðingar í flugmálum, fjárfestar og samkeppnisaðilar fylgjast nú grannt með því hver stefna Norwegian sé varðandi framtíðina en félagið stefnir á að fjölga þeim flugvélum sem félagið hefur í rekstri upp í 20 þotur í september.

Jacob Schram, framkvæmdarstjóri Norwegian (til vinstri) og Geir Karlsen, fjármálastjóri félagsins (til hægri)

Jacob Schram, framkvæmdarstjóri Norwegian, segir að félagið ætli að prófa að vera með 30 þotur í rekstri í vetur en þeim verður fækkað strax um nokkrar þotur ef í ljós kemur að aðstæður verði aðrar.

Fram kemur að félagið verði að spila úr spilunum eftir því hvernig umverfið í fluginu verður hverju sinni og ætlar Norwegian að halda úti áætlunarflugi með eins hagkvæmum hætti og unnt er og eingöngu fljúga þær flugleiðir sem ná að bæta að minnsta kosti upp fyrir rekstarkostnaðinn á hverri flugleið.

Erfitt að selja 15 til 17 Dreamliner-þotur í dag

Geir Karlsen, fjármálastjóri Norwegian, segir að félagið sé með of mörg flug í leiðarkerfinu til fjarlægra áfangastaða sem félagið hefur ekki flogið til að undanförnu sem farnar eru með Boeing 787 þotum en félagið hefur 37 Dreamliner-þotur í flotanum í dag sem allar hafa verið á jörðu niðri í tæpt hálft ár.

Karlsen segir að markmið Norwegian sé að losa sig við helminginn af Dreamliner-flotanum með því að selja um 15 til 17 þotur en það verði erfitt þar sem markaður fyrir notaðar breiðþotur sé mjög lítill eins og ástandið er í dag og sé offramboð af breiðþotum þar sem mörg flugfélög hafa losað sig við þær.

Ekki stefnan að hætta langflugi til fjarlægra áfangastaða

Norwegian hefur hinsvegar tekist að selja um 10 Boeing 737-800 þotur úr flotanum sem hafa verið afhentar til nýrra eigenda.

Markmið Norwegian var að vera með 168 flugvélar í flotanum árið 2020 en svo kom kórónaveirufaraldurinn og hefur félagið um 140 flugvélar í dag og er stefna félagsins að vera með 110 flugvélar þegar faraldrinum lýkur.

Jacob Schram segir að Norwegian ætli sér ekki að hætta langflugi til fjarlægra áfangastaða og sé það stefna félagsins að halda áfram flugi t.d. yfir Atlantshafið á milli Evrópu og Norður-Ameríku og ætlar félagið að sanna það að lágfargjaldaflug í langflugi getur gengið upp. - „Þetta verður krefjandi en við höfum verið að fljúga mjög arðbærar flugleiðir og við ætlum að láta það ganga upp“, segir Schram.  fréttir af handahófi

Ingibjörg Arnarsdóttir ráðin til Isavia

26. nóvember 2020

|

Ingibjörg Arnarsdóttir hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra á nýju sameinuðu sviði fjármála og mannauðs hjá Isavia en Ingibjörg hefur mikla stjórnunarreynslu á vettvangi fjármála og mannauðs.

Dornier 328eco kemur á markaðinn árið 2025

8. desember 2020

|

Þýski flugvélaframleiðandinn Deutsche Aircraft kynnti formlega í gær nýja kynslóð af Dornier 328 flugvélinni sem fengið hefur nafnið Dornier 328eco sem til stendur að koma með á markaðinn eftir fimm

Vonir um endurreisn Flybe fara dvínandi

15. nóvember 2020

|

Vonir um að hægt verði að endurreisa Flybe og koma hinu gjaldþrota flugfélagið aftur á fót hafa farið dvínandi eftir að félagið var ekki valið í útboði á flugrekstri á einstaka flugleiðum á Írlandi f

  Nýjustu flugfréttirnar

Flugvarpið: Linda Gunnarsdóttir, yfirflugstjóri hjá Icelandair

14. janúar 2021

|

Linda Gunnarsdóttir, yfirflugstjóri hjá Icelandair, er gestur í nýlegum þætti hjá Flugvarpinu þar sem hún fer yfir það helsta sem hefur verið að gerast hjá Icelandair á árinu 2020 sem var alls ekki g

Norwegian kveður Atlantshafið

14. janúar 2021

|

Norska flugfélagið Norwegian hefur ákveðið að draga sig af markaðnum er kemur að flugi yfir Atlantshafið og hætta við öll áform um áframhaldandi flug milli Evrópu og Norður-Ameríku auk þess sem flug

Eiga ekki von á fyrstu Boeing 777X fyrr en árið 2024

14. janúar 2021

|

Flugfélagið Emirates segir að svo gæti farið að félagið taki ekki við fyrstu Boeing 777X þotunni fyrr en árið 2024 en upphaflega stóð til að afhendingar á Boeing 777X þotunni myndu hefjast í fyrra.

Þota rakst með hreyfil utan í snjóskafl rétt fyrir flugtak

14. janúar 2021

|

Farþegaþota af gerðinni Airbus A321 rakst utan í snjóskafl er hún var að aka í átt að flugbraut fyrir flugtak á flugvellinum í borginni Srinagar í Kashmir-héraði á Indlandi í gær.

Helmingur risaþotna Qatar Airways mun ekki fljúga aftur

13. janúar 2021

|

Flugfélagið Qatar Airways hefur tilkynnt um að allt bendi til þess að helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum félagsins eigi ekki afturkvæmt í háloftin að loknum heimsfaraldri en fyrir áramót tal

Panta síðustu júmbó-þoturnar áður en framleiðslu lýkur

12. janúar 2021

|

Boeing hefur náð samkomulagi við flugfélagið Atlas Air sem ætlar að panta fjórar júmbófraktþotur af gerðinni Boeing 747-8F en um er að ræða fjórar síðustu júmbó-þoturnar sem Boeing mun framleiða og

Heathrow dettur út af topp 30 listanum yfir þá stærstu

12. janúar 2021

|

Flugumferð um Heathrow-flugvöllinn í London hefur dregist það mikið saman að flugvöllurinn er ekki einu sinni lengur á lista yfir 30 stærstu flugvelli heims er kemur að fjölda flugtaka og lendinga.

Hafa fjármagn til þess að þrauka í 4 mánuði til viðbótar

12. janúar 2021

|

Tælenska flugfélagið Thai Airways segir að félagið hafi fjármagn til þess að halda sér á floti í fjóra mánuði til viðbótar og er séð fram á að flugfélagið nái að þrauka fram í apríl í vor.

Focus Aero Solutions fær leyfi til þjálfunar fyrir áhafnir

11. janúar 2021

|

Íslenska þjálfunarfyrirtækið (ATO) Focus Aero Solutions hefur fengið úthlutað leyfi frá Samgöngustofu er varðar þjálfun fyrir áhafnir og kemst fyrirtækið með því í hóp öflugustu þjálfunarstöðva land

Panta tvær A330P2F fraktþotur frá Airbus

11. janúar 2021

|

Turkmenistan Airlines ætlar að leggja inn pöntun í tvær fraktútgáfur af Airbus A330-200 breiðþotunni en um er að ræða P2F-útgáfu þar sem farþegaþotu hefur verið breytt í fraktþotu.

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00