flugfréttir

62 sagt upp í Fríhöfninni

31. ágúst 2020

|

Frétt skrifuð kl. 16:35

Fríhafnarverslunin á Keflavíkurflugvelli

Fríhöfnin á Keflavíkurflugvelli hefur sagt upp 62 starfsmönnum en uppsögnina má rekja til þeirra áhrifa sem kórónaveirufaraldurinn hefur haft á millilandaflug til og frá landinu.

Í tilkynningu frá Isavia segir meðal annars að vegna mikils samdráttar í rekstri og óvissu vegna áhrifa COVID-19 heimsfaraldursins hefur Fríhöfnin ehf, dótturfélag Isavia ohf, sagt upp 62 starfsmönnum í dag.

Frá því áhrifa faraldursins fór að gæta hér á landi hefur stöðugildum hjá fyrirtækinu fækkað um tæp 60% og gripið hefur verið til ýmissa annarra hagræðingaraðgerða sem snerta öll svið Fríhafnarinnar.

„Því miður er staðan þannig að fækkun starfsfólks er óhjákvæmileg,“ segir Þorgerður Þráinsdóttir, framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar. „Útlit er fyrir að ferðamenn sem koma til landsins verði afar fáir næstu misserin og erfitt að spá fyrir um hvenær fer að horfa til betri vegar. Við hjá Fríhöfninni höfum gripið til ýmissa hagræðingaraðgerða frá því að heimsfaraldurinn hófst en því miður er staðan og útlitið verra en spáð var á fyrstu stigum.“

Þorgerður segir að mikil óvissa sé framundan og staðan verði endurskoðuð reglulega.  fréttir af handahófi

Spá samdrætti í afhendingum á einkaþotum

7. desember 2020

|

Markaðsfyrirtækið JetNet telur að eftirspurn eftir einkaþotum á næstu árum verður ekki eins mikil og upphaflega var gert ráð fyrir en fyrirtækið hefur uppfært spá sína varðandi eftirspurn eftir einka

Yfir 1 milljón farþega á dag í fyrsta sinn síðan í mars

19. október 2020

|

Í fyrsta sinn frá því að kórónaveirufaraldurinn hófst fór fjöldi flugfarþega á einum degi í Bandaríkjunum yfir eina milljón.

Boeing gert að greiða 318 milljarða í sektir og skaðabætur

8. janúar 2021

|

Boeing hefur samþykkt að greiða sekt upp á 2.5 milljarða Bandaríkjadali af beiðni saksóknara til að ná dómsátt í máli er varðar rannsókn á orsök tveggja flugslysa meðal Boeing 737 MAX þotnanna.

  Nýjustu flugfréttirnar

Flugvarpið: Linda Gunnarsdóttir, yfirflugstjóri hjá Icelandair

14. janúar 2021

|

Linda Gunnarsdóttir, yfirflugstjóri hjá Icelandair, er gestur í nýlegum þætti hjá Flugvarpinu þar sem hún fer yfir það helsta sem hefur verið að gerast hjá Icelandair á árinu 2020 sem var alls ekki g

Norwegian kveður Atlantshafið

14. janúar 2021

|

Norska flugfélagið Norwegian hefur ákveðið að draga sig af markaðnum er kemur að flugi yfir Atlantshafið og hætta við öll áform um áframhaldandi flug milli Evrópu og Norður-Ameríku auk þess sem flug

Eiga ekki von á fyrstu Boeing 777X fyrr en árið 2024

14. janúar 2021

|

Flugfélagið Emirates segir að svo gæti farið að félagið taki ekki við fyrstu Boeing 777X þotunni fyrr en árið 2024 en upphaflega stóð til að afhendingar á Boeing 777X þotunni myndu hefjast í fyrra.

Þota rakst með hreyfil utan í snjóskafl rétt fyrir flugtak

14. janúar 2021

|

Farþegaþota af gerðinni Airbus A321 rakst utan í snjóskafl er hún var að aka í átt að flugbraut fyrir flugtak á flugvellinum í borginni Srinagar í Kashmir-héraði á Indlandi í gær.

Helmingur risaþotna Qatar Airways mun ekki fljúga aftur

13. janúar 2021

|

Flugfélagið Qatar Airways hefur tilkynnt um að allt bendi til þess að helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum félagsins eigi ekki afturkvæmt í háloftin að loknum heimsfaraldri en fyrir áramót tal

Panta síðustu júmbó-þoturnar áður en framleiðslu lýkur

12. janúar 2021

|

Boeing hefur náð samkomulagi við flugfélagið Atlas Air sem ætlar að panta fjórar júmbófraktþotur af gerðinni Boeing 747-8F en um er að ræða fjórar síðustu júmbó-þoturnar sem Boeing mun framleiða og

Heathrow dettur út af topp 30 listanum yfir þá stærstu

12. janúar 2021

|

Flugumferð um Heathrow-flugvöllinn í London hefur dregist það mikið saman að flugvöllurinn er ekki einu sinni lengur á lista yfir 30 stærstu flugvelli heims er kemur að fjölda flugtaka og lendinga.

Hafa fjármagn til þess að þrauka í 4 mánuði til viðbótar

12. janúar 2021

|

Tælenska flugfélagið Thai Airways segir að félagið hafi fjármagn til þess að halda sér á floti í fjóra mánuði til viðbótar og er séð fram á að flugfélagið nái að þrauka fram í apríl í vor.

Focus Aero Solutions fær leyfi til þjálfunar fyrir áhafnir

11. janúar 2021

|

Íslenska þjálfunarfyrirtækið (ATO) Focus Aero Solutions hefur fengið úthlutað leyfi frá Samgöngustofu er varðar þjálfun fyrir áhafnir og kemst fyrirtækið með því í hóp öflugustu þjálfunarstöðva land

Panta tvær A330P2F fraktþotur frá Airbus

11. janúar 2021

|

Turkmenistan Airlines ætlar að leggja inn pöntun í tvær fraktútgáfur af Airbus A330-200 breiðþotunni en um er að ræða P2F-útgáfu þar sem farþegaþotu hefur verið breytt í fraktþotu.