flugfréttir

Mesta tap í sögu Rolls-Royce - Tveimur verksmiðjum lokað

- 996 milljarða króna tap á fyrri árshelmingi

1. september 2020

|

Frétt skrifuð kl. 06:46

Rolls-Royce sér ekki fram á að ástandið í fluginu og að eftirspurn eftir nýjum hreyflum eigi eftir að verða sú sama og hún var fyrr en árið 2025

Útlitið hefur aldrei verið eins dökkt hjá hreyflaframleiðandanum Rolls-Royce sem hefur birt uppgjör sitt eftir fyrri helming ársins og er tapreksturinn á því tímabili sá mesti í sögu fyrirtækisins.

Rolls-Royce hefur ákveðið að loka tveimur verksmiðjum á Bretlandi og verður allt að 5.000 starfsmönnum sagt upp á næstunni til viðbótar við þá 4.000 starfsmenn sem hafa þegar yfirgefið fyrirtækið á þessu ári.

Tap hreyflaframleiðandans á fyrri helmingi ársins nam 996 milljörðum króna sem rekja má að stórum hluta til kórónuveirufaraldursins og telur Warren East, framkvæmdarstjóri Rolls-Royce, að eftirspurn eftir nýjum hreyflum eigi ekki eftir að verða sú sama og hún var árið 2019 fyrr en í fyrsta lagi árið 2025.

Verksmiðjunum tveimur sem verður lokað eru staðsettar í Nottinghamshire og Lancashire þar sem samsetning fór fram á nýjum hreyflum fyrir breiðþotur og flyst samsetning og prófanir á þeim stöðum til verksmiðjunnar í Derby.

Rolls-Royce mun aðeins afhenda helminginn af þeim hreyflum sem til stóð að afhenda í ár

Fram kemur að Rolls-Royce hagnast ekki eingöngu á sölu á hreyflum heldur er stærsti hluti af tekjum framleiðandans tilkomnar vegna notkunar á hreyflunum. Það þýðir að þegar flugfélög fóru að leggja flugvélum vegna COVID-19 þá hrundu tekjur fyrirtækisins niður.

Rolls-Royce ætlaði sér að framleiða 450 hreyfla á þessu ári en núna er ljós að fyrirtækið mun aðeins afhenda um 250 hreyfla í ár.

Til stendur að selja spænska dótturfélagið ITP Aero til þess að auka lausafjárstöðu Rolls-Royce um tæpa 400 milljarða króna en litlar líkur eru á því að framleiðandinn nái að verða sér úti um 800 milljarða sem til þarf til þess að bæta upp fyrir það fé sem talið er að fyrirtækið eigi eftir að tapa þegar árið 2020 er á enda.  fréttir af handahófi

Stækkun London City flugvallarins frestað

17. ágúst 2020

|

Búið er að ákveða að hlé verður gert á framkvæmdum við stækkun á London City flugvellinum vegna COVID-19 heimsfaraldursins.

Panta tvær A321LR þotur fyrir þýska flugherinn

17. ágúst 2020

|

Airbus Corporate Jet (ACJ), dótturfélag Airbus, hefur fengið pantanir í tvær Airbus A321LR þotur frá Lufthansa Technik.

SAS ætlar ekki að fljúga til Færeyja í vetur

23. september 2020

|

Scandinavian Airlines (SAS) ætlar ekki að fljúga til Færeyja í vetur og mun félagið fljúga síðasta flugið á þessu ári til Vágar þann 29. september.

  Nýjustu flugfréttirnar

Saudi Arabian stefnt vegna vangoldinnar leigu á 50 þotum

28. október 2020

|

Flugvélaleiga hefur höfðað mál gegn flugfélaginu Saudi Arabian Airlines vegna vangoldinna leigugjalda á 50 farþegaþotum auk ólögmætra viðhaldsviðgerða á þotunum.

Yfir 190 flugvellir í Evrópu í hættu á að verða gjaldþrota

28. október 2020

|

Tæplega 200 flugvellir í Evrópu eiga hættu á því að verða gjaldþrota ef ekki fer að sjá fyrir endanum á þeirri stöðu sem flugiðnaðurinn hefur verið í frá því í vor vegna COVID-19.

Fyrsta A380 risaþotan til að yfirgefa flugflota Emirates

27. október 2020

|

Emirates hefur formlega kvatt fyrstu Airbus A380 risaþotuna sem yfirgaf flugfélagið í dag en henni var ferjuflogið til Spánar þar sem hún fer í geymslu.

Sex júmbó-þotur Lufhansa fastar í Hollandi

27. október 2020

|

Sex júmbó-þotur á vegum Lufthansa, sem eru af gerðinni Boeing 747-400, eru nú fastar á Twente-flugvellinum í Hollandi þar sem þær fá ekki að fara í loft frá flugvellinum þar sem þær eru of stórar er

Easyjet selur 9 þotur úr flotanum

27. október 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet hefur gert samkomulag um sölu á níu Airbus A320 þotum sem seldar hafa verið til tveggja flugvélaleigufyrirtækja sem mun svo leigja vélarnar til baka til easyJet.

Icelandair fær þrjár 737 MAX þotur afhentar næsta vor

27. október 2020

|

Icelandair áætlar að félagið muni fá þrjár Boeing 737 MAX þotur afhentar eftir áramót en í nýrri afkomuskýrslu félagsins segir að MAX-þoturnar þrjár verði afhentar á öðrum ársfjórðungi ársins 2021.

Segjast hafa fundið staðinn þar sem MH370 er að finna

26. október 2020

|

Hópur nokkurra sérfræðinga telja sig hafa fundið enn nákvæmari staðsetningu þar sem malasísku farþegaþotuna er mjög líklega að finna sem hvarf sportlaust fyrir meira en sex og hálfu ári síðan þann 7.

460 grímudólgar komnir á bannlista hjá Delta

26. október 2020

|

Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines hefur sett upp sérstakan bannlista yfir þá farþega sem hafa neitað að vera með andlitsgrímur og eru í dag 460 farþegar komnir á þann lista sem fá ekki að fljúga

Koma til móts við flugfélög og lækka lendingargjöld

26. október 2020

|

Stjórn Narita-flugvallarins í Tókýó hefur ákveðið að lækka þjónustu- og lendingargjöld á flugvellinum til þess að koma til móts við flugfélög sem eiga flest hver erfitt uppdráttar á tímum kórónuveirun

Asiana býður upp á útsýnisflug með risaþotu

26. október 2020

|

Enn bætast við flugfélög sem bjóða upp því fólki sem saknar þess að fljúga upp á útsýnisflug og en suður-kóreska flugfélagið Asiana Airlines flaug eitt slíkt sl. laugardag.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00