flugfréttir

Wizz Air dregur úr bjartsýni sinni um aukið sætaframboð

1. september 2020

|

Frétt skrifuð kl. 19:16

Airbus A320 farþegaþota Wizz Air á flugvellinum í Katowice í Póllandi

Ungverska lágfargjaldafélagið Wizz Air hefur ákveðið að draga úr áformum sínum varðandi kröftuga endurkomu sína á flugmarkaðinn með auknum umsvifum eftir COVID-19 heimsfaraldurinn.

Wizz Air vakti mikla athygli í sumar fyrir djarfar ákvarðanir og mikla bjartsýni er félagið tilkynnti að til stæði að setja strax í fimmta gír og hefja flug til allra áfangastaða sinna innan eins árs.

Félagið kynnti meðal annars nýjar flugleiðir í maí og mánuði síðar sagði Wizz Air að félagið sæi fram á að ná fullum bara innan eins árs.

Wizz Air sér samt sem áður fram á að flugáætlun flugfélagsins verði um 60% af eðlilegri starfsemi á fyrsta ársfjórðungi í ársbyrjun 2021 en þess má geta að félagið náði að fljúga um 70 prósent af flugáætlun sinni í júlí eins og hún leit út fyrir kórónaveirufaraldurinn.

Félagið sér að mögulega gæti farið svo að nauðsynlegt verður að draga seglin enn frekar saman í vetur en félagið hefur þegar gripið til sparnaðaraðgerða á borð við launalækkanir þrátt fyrir hugmyndir um aukin umsvif með fleiri flugferðum í leiðarkerfinu á næstunni.  fréttir af handahófi

Airbus undirbýr lokun á verksmiðju á Spáni

26. maí 2021

|

Airbus undirbýr lokun á þeim verksmiðjum þar sem íhlutir í risaþotuna Airbus A380 hafa verið framleiddir en meðal annars mun önnur af tveimur verksmiðjum Airbus á Spáni loka þar sem ekki eru nein ver

Ryanair býst við enn frekari seinkun á 737 MAX 200

18. maí 2021

|

Flest bendir til þess að enn verði seinkun á því að Ryanair fái afhenta sína fyrstu Boeing 737 MAX 200 þotu eða Boeing 737-8200 eins og flugvélaframleiðandinn kýs að nefna þotuna.

Verða með 30 risaþotur í sumar

21. júní 2021

|

Emirates stefnir á að vera með þrjátíu Airbus A380 risaþotur í notkun í sumar og verða þær notaðar í áætlunarflugi til 15 áfangastaða í heiminum.

  Nýjustu flugfréttirnar

Nepal Airlines gæti orðið næsta flugfélag til að heyra sögunni til

24. júlí 2021

|

Mikil óvissa ríkir um framtíð flugfélagsins Nepal Airlines og gæti svo farið að félagið muni heyra sögunni til eftir 63 ára sögu en félagið var stofnað árið 1958.

Einaflugnám hjá Flugakademíu nú í boði í fjarnámi

24. júlí 2021

|

Flugakademía Íslands bætir einkaflugnámi í fjarnámi við námsframboð sitt í haust en fjarnámið verður kennt samhliða staðnámi og hefst kennsla þann 30. ágúst og er umsóknarfrestur til og með 15. ágúst

Eurowings Discover nýtt dótturfélag Lufthansa Group

24. júlí 2021

|

Lufthansa Group hefur kynnt til sögunnar nýtt dótturflugfélag sem nefnist Eurowings Discover en félagið mun fljúga í dag sitt fyrsta áætlunarflug frá Frankfurt til Mombasa til Kenýa og þaðan áfram ti

Skortur á þotueldsneyti í Lúxemborg vegna flóða

20. júlí 2021

|

Mikill skortur varð á þotueldsneyti á flugvellinum í Lúxemborg í vikunni en vegna flóða í Evrópu og hækkandi vatnsyfirborðs urðu skemmdir á eldsneytislögn í Þýskalandi sem tengir flugvöllinn við birg

Malta Air fær sína fyrstu Boeing 737 MAX þotu

20. júlí 2021

|

Flugfélagið Malta Air hefur fengið afhenta sína fyrstu Boeing 737 MAX þotu sem er af gerðinni 737 MAX 8-200 en félagið er dótturflugfélag Ryanair.

JetBlue lendir í fyrsta sinn í London

14. júlí 2021

|

Bandaríska flugfélagið JetBlue flaug í vikunni sérstakt flug í fyrsta sinn yfir Atlantshafið frá New York til London með farþegaþotu af gerðinni Airbus A321LR.

Setti pinnann í rangt gat á nefhjólastellinu

14. júlí 2021

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Bretlandi hefur gefið frá sér bráðabirgðaskýrslu varðandi atvik sem átti sér stað er nefhjól féll saman á Boeing 787 Dreamliner-þotu hjá British Airways á flughlaði á Heat

Sameiningin mun kosta Korean Air yfir 300 milljarða

13. júlí 2021

|

Talið er að samruni tveggja stærstu flugfélaganna í Suður-Kóreu muni kosta Korean Air um 64 milljarða króna til viðbótar en Korean Air mun taka yfir allan rekstur Asiana Airlines á næstunni.

Ætla að ráða 2.000 flugmenn á Boeing 737 MAX þoturnar

12. júlí 2021

|

Ryanair hefur lýst því yfir að til standi að ráða um 2.000 flugmenn á næstu þremur árum í tengslum við nýju Boeing 737 MAX þoturnar en félagið fékk þær fyrstu afhentar um miðjan síðasta mánuð.

Air France-KLM íhugar að panta 160 þotur frá Boeing eða Airbus

12. júlí 2021

|

Air France-KLM hefur hafið viðræður við bæði Boeing og Airbus um risapöntun sem gæti orðið ein sú stærsta í sögu fyrirtækisins.

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00