flugfréttir

Hvetur stjórnvöld til að opna Bretland fyrir flugsamgöngum

- Yfirmaður BA segir sóttvarnarreglur ekki þjóna tilætluðum tilgangi

1. september 2020

|

Frétt skrifuð kl. 21:29

Boeing 747 júmbó-þotur, sem British Airways tók úr umferð í sumar, bíða nú örlaga sinna á flugvellinum í Kemble á Englandi

Willie Walsh, framkvæmdarstjóri IAG (International Airlines Group), móðurfélags British Airways auk fleiri flugfélaga, hefur hvatt bresku ríkisstjórnina til þess að opna aftur landamæri Bretlands án þeirra takmarkanna sem eru í gangi vegna kórónuveirufaraldusins.

Walsh fer fram á að sóttvarnaraðgerðum og reglugerðum um sóttkví verði breytt og styður breska flugmannafélagið BALPA við bakið á skoðunum Walsh.

Walsh segir að verið sé að rústa efnahag Bretlands og minnir á að breska hagkerfið sé að stórum hluta knúið áfram af samgöngum og þar á meðal flugsamgöngum.

Wille Walsh hefur meðal annars frestað því að láta af störfum sem framkvæmdarstjóri yfir flugfélagasamsteypunni vegna þess ástands sem nú ríkir og segir hann að núverandi sóttvarnarreglur séu ekki að skila þeim árangri sem vonast var til.

Willie Walsh, framkvæmdarstjóri IAG (International Airlines Group)

„Það á ekki að loka heilsuhraust fólk inni í 14 daga vegna þess að það hefur verið á ferðalagi. Það stafar ekki meiri hætta af fólki sem hefur verið að slaka á í fríinu erlendi heldur en fólki sem hefur verið að taka strætisvagn til þess að fara út í búð“, segir Walsh.

British Airways reiðir sig að mestu leyti á þær tekjur sem félagið fær af áætlunarflugi yfir Atlantshafið á milli Evrópu og Norður-Ameríku - „Bandarískir ferðamenn sem þurfa að fara í 14 daga sóttkví við komuna til Bretlands eru ekki að ferðast hingað ef dvöl þeirra varir í aðeins sjö daga“, segir Walsh.

Walsh bendir á að fjöldi COVID-19 smita sé mjög breytilegur eftir fylkjum í Bandaríkjunum og segir lítið vit í því að láta þá sömu sóttvarnarreglur gilda fyrir alla komufarþega frá Bandaríkjunum.

Walsh hvetur til þess að stjórnvöld Bretlands og Bandaríkjanna geri með sér samkomulag um mismunandi sóttvarnarreglur eftir fylkjum til þess að hægt sé að opna betur fyrir ferðalög yfir Atlantshafið.  fréttir af handahófi

330 farþegar í flugbanni fyrir að neita að nota grímur

19. ágúst 2020

|

Fjöldi þeirra flugfarþega vestanhafs sem hefur verið bannað að fljúga þar sem þeir neituðu að vera með andlitsgrímur á sér um borð í flugi telur nú yfir 300 manns.

Ofhlaðin flugvél af fíkniefnum brotlenti í flugtaki

4. ágúst 2020

|

Lítil tveggja hreyfla flugvél af gerðinni Cessna 402 brotlenti í flugtaki í Papúa Nýju-Gíneu í síðustu viku en í ljós kom að flugvélin var ofhlaðin af fíkniefnum sem reynt var að smygla yfir til Ástr

Í samstarf um rafhleðslustöðvar fyrir flugvélar

30. júlí 2020

|

Svissneska fyrirtækið Green Motion, sem sérhæfir í framleiðslu á rafhleðslustöðvum fyrir rafknúin farartæki, hefur hafið samstarf við flugvélaframleiðandann Pipistrel Aircraft um að setja upp net af

  Nýjustu flugfréttirnar

Fyrsta A380 risaþotan til að yfirgefa flugflota Emirates

27. október 2020

|

Emirates hefur formlega kvatt fyrstu Airbus A380 risaþotuna sem yfirgaf flugfélagið í dag en henni var ferjuflogið til Spánar þar sem hún fer í geymslu.

Sex júmbó-þotur Lufhansa fastar í Hollandi

27. október 2020

|

Sex júmbó-þotur á vegum Lufthansa, sem eru af gerðinni Boeing 747-400, eru nú fastar á Twente-flugvellinum í Hollandi þar sem þær fá ekki að fara í loft frá flugvellinum þar sem þær eru of stórar er

Easyjet selur 9 þotur úr flotanum

27. október 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet hefur gert samkomulag um sölu á níu Airbus A320 þotum sem seldar hafa verið til tveggja flugvélaleigufyrirtækja sem mun svo leigja vélarnar til baka til easyJet.

Icelandair fær þrjár 737 MAX þotur afhentar næsta vor

27. október 2020

|

Icelandair áætlar að félagið muni fá þrjár Boeing 737 MAX þotur afhentar eftir áramót en í nýrri afkomuskýrslu félagsins segir að MAX-þoturnar þrjár verði afhentar á öðrum ársfjórðungi ársins 2021.

Segjast hafa fundið staðinn þar sem MH370 er að finna

26. október 2020

|

Hópur nokkurra sérfræðinga telja sig hafa fundið enn nákvæmari staðsetningu þar sem malasísku farþegaþotuna er mjög líklega að finna sem hvarf sportlaust fyrir meira en sex og hálfu ári síðan þann 7.

460 grímudólgar komnir á bannlista hjá Delta

26. október 2020

|

Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines hefur sett upp sérstakan bannlista yfir þá farþega sem hafa neitað að vera með andlitsgrímur og eru í dag 460 farþegar komnir á þann lista sem fá ekki að fljúga

Koma til móts við flugfélög og lækka lendingargjöld

26. október 2020

|

Stjórn Narita-flugvallarins í Tókýó hefur ákveðið að lækka þjónustu- og lendingargjöld á flugvellinum til þess að koma til móts við flugfélög sem eiga flest hver erfitt uppdráttar á tímum kórónuveirun

Asiana býður upp á útsýnisflug með risaþotu

26. október 2020

|

Enn bætast við flugfélög sem bjóða upp því fólki sem saknar þess að fljúga upp á útsýnisflug og en suður-kóreska flugfélagið Asiana Airlines flaug eitt slíkt sl. laugardag.

Eyðilagði klósett í reiðiskasti um borð í flugvél Finnair

25. október 2020

|

Finnskur karlmaður hefur verið hlotið eins árs skilorðsbundins fangelisdóms fyrir að hafa rústað salerni er hann var farþegi um borð í farþegaþotu Finnair en maðurinn sagði við réttarhöld að salernið

Kynningarflug til að efla traust fólks á 737 MAX

25. október 2020

|

American Airlines stefnir á að fljúga sérstakar kynningarflugferðir með Boeing 737 MAX þotunum í nóvember til þess að efla traust almennings á þotunni áður en hún byrjar að fljúga aftur áætlunarflug

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00