flugfréttir

IATA: Flugiðnaðurinn ennþá að mestu leyti lamaður

- Fjórir af hverjum fimm farþegum í heiminum halda sig heima

2. september 2020

|

Frétt skrifuð kl. 07:09

Alexandre de Juniac, yfirmaður Alþjóðasamtaka flugfélaganna (IATA), segir að árið 2020 verði versta ár í sögu flugsins

Þrátt fyrir að flugferðum hafi farið fjölgandi í sumar og eftirspurn eftir flugi hafi aukist í júlí í heiminum að einhverju leyti þá segja Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) að flugiðnaðurinn sé samt sem áður lamaður vegna aðstæðnanna sem rekja má til heimsfaraldursins.

Fram kemur að eftirspurn eftir flugsætum í heiminum í júlí hafi aðeins verið 20.2% af þeirri eftirspurn sem var á sama tíma í fyrra.

Mestur kippur hefur átt sér stað í innanlandsflugi í mörgum löndum en millilandaflug milli fjarlægra áfangastaða hefur í sumar enn legið í dvala.

80 prósent færri flugfarþegar í heiminum í júlí

Sætaframboð í júlí í farþegaflugi dróst saman um 70.1 prósent samanborið við sama mánuði í fyrra og þá var sætanýting að meðaltali um 59.7 prósent.

Eftirspurn eftir langflugi á borð við farþegaflug milli heimsálfa var í júlí aðeins 8.1 prósent af eftirspurninni sem var á sama tíma í fyrra og þá kemur fram að meðalsætanýting í langflugi hafi verið um 46.5 prósent.

„Á meðan aðeins fjórir af hverjum fimm farþegum ákveða að halda sig heima sem annars hefði leitt hugann að ferðalögum þá er flugiðnaðurinn að mestu leyti enn lamaður“, segir Alexandre de Juniac, yfirmaður IATA.

Alexandra segir að IATA sé enn svartsýn á ástandið eins og það er í dag í fluginu

„Stjórnvöld í flestum ríkjum heims hafa opnað landamæri sín og svo lokað þeim aftur, breytt sóttvarnarreglum og kröfum um sóttkví og svo breytt þeim aftur á nýjan leik. Slíkt er ekki að virka traustvekjandi fyrir þá sem vilja ferðast með fugi og þá hefur þetta mikil áhrif á flugfélögin“, segir Alexandre.

Alexandre telur að flugiðnaðurinn muni tapa um 84 milljörðum bandaríkjadala í ár vegna COVID-19 heimsfaraldursins og þá segir hann að árið 2020 verði það versta ár í sögu flugsins.  fréttir af handahófi

Air Greenland staðfestir pöntun í Airbus A330neo

20. desember 2020

|

Air Greenland hefur staðfest pöntun í eina Airbus A330neo breiðþotu sem afhent verður til félagsins á næsta ári en flugfélagið grænlenska gerði samkomulag við Airbus um kaupin í janúar á þessu ári.

Terminal 5 flugstöðinni á Brandenburg verður lokað

2. desember 2020

|

Nýi Brandenburg-flugvöllurinn í Berlín hefur staðfest að til standi að loka Terminal 5 flugstöðinni tímabundið og færa alla starfsemina yfir á Terminal 1 flugstöðina.

Icelandair mun fljúga til 32 áfangastaða sumarið 2021

20. október 2020

|

Icelandair hefur birt flugáætlun sína fyrir sumar 2021 og kemur þar fram að félagið stefni á að fljúga til 32 áfangastaða í leiðarkerfi sínu til Evrópu og Norður-Ameríku.

  Nýjustu flugfréttirnar

Flugvarpið: Linda Gunnarsdóttir, yfirflugstjóri hjá Icelandair

14. janúar 2021

|

Linda Gunnarsdóttir, yfirflugstjóri hjá Icelandair, er gestur í nýlegum þætti hjá Flugvarpinu þar sem hún fer yfir það helsta sem hefur verið að gerast hjá Icelandair á árinu 2020 sem var alls ekki g

Norwegian kveður Atlantshafið

14. janúar 2021

|

Norska flugfélagið Norwegian hefur ákveðið að draga sig af markaðnum er kemur að flugi yfir Atlantshafið og hætta við öll áform um áframhaldandi flug milli Evrópu og Norður-Ameríku auk þess sem flug

Eiga ekki von á fyrstu Boeing 777X fyrr en árið 2024

14. janúar 2021

|

Flugfélagið Emirates segir að svo gæti farið að félagið taki ekki við fyrstu Boeing 777X þotunni fyrr en árið 2024 en upphaflega stóð til að afhendingar á Boeing 777X þotunni myndu hefjast í fyrra.

Þota rakst með hreyfil utan í snjóskafl rétt fyrir flugtak

14. janúar 2021

|

Farþegaþota af gerðinni Airbus A321 rakst utan í snjóskafl er hún var að aka í átt að flugbraut fyrir flugtak á flugvellinum í borginni Srinagar í Kashmir-héraði á Indlandi í gær.

Helmingur risaþotna Qatar Airways mun ekki fljúga aftur

13. janúar 2021

|

Flugfélagið Qatar Airways hefur tilkynnt um að allt bendi til þess að helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum félagsins eigi ekki afturkvæmt í háloftin að loknum heimsfaraldri en fyrir áramót tal

Panta síðustu júmbó-þoturnar áður en framleiðslu lýkur

12. janúar 2021

|

Boeing hefur náð samkomulagi við flugfélagið Atlas Air sem ætlar að panta fjórar júmbófraktþotur af gerðinni Boeing 747-8F en um er að ræða fjórar síðustu júmbó-þoturnar sem Boeing mun framleiða og

Heathrow dettur út af topp 30 listanum yfir þá stærstu

12. janúar 2021

|

Flugumferð um Heathrow-flugvöllinn í London hefur dregist það mikið saman að flugvöllurinn er ekki einu sinni lengur á lista yfir 30 stærstu flugvelli heims er kemur að fjölda flugtaka og lendinga.

Hafa fjármagn til þess að þrauka í 4 mánuði til viðbótar

12. janúar 2021

|

Tælenska flugfélagið Thai Airways segir að félagið hafi fjármagn til þess að halda sér á floti í fjóra mánuði til viðbótar og er séð fram á að flugfélagið nái að þrauka fram í apríl í vor.

Focus Aero Solutions fær leyfi til þjálfunar fyrir áhafnir

11. janúar 2021

|

Íslenska þjálfunarfyrirtækið (ATO) Focus Aero Solutions hefur fengið úthlutað leyfi frá Samgöngustofu er varðar þjálfun fyrir áhafnir og kemst fyrirtækið með því í hóp öflugustu þjálfunarstöðva land

Panta tvær A330P2F fraktþotur frá Airbus

11. janúar 2021

|

Turkmenistan Airlines ætlar að leggja inn pöntun í tvær fraktútgáfur af Airbus A330-200 breiðþotunni en um er að ræða P2F-útgáfu þar sem farþegaþotu hefur verið breytt í fraktþotu.