flugfréttir
Fékk sér göngutúr á vængnum eftir lendingu
- Vildi fá sér frískt loft eftir flugið

Farþegaþotan var nýlent á flugvellinum í Kiev þegar konan ákvað að bregða sér út á vænginn
Kona ein, sem var farþegi um borð í Boeing 737 þotu frá flugfélaginu Ukraine International Airlines, gerði sér lítið fyrir og fór út um neyðarútgang og fékk sér göngutúr á vængnum skömmu eftir lendingu á flugvellinum í Kænugarði.
Konan sagði að henni hafi verið mjög heitt eftir 2:35 klukkustunda flug frá Antalya í Tyrklandi og hefði hún þurft á fersku lofti að halda.
Fram kemur að konan hafi opnað neytarútgang vélarinnar og farið út um hann út á vænginn þar sem hún spókaði sig og settist niður í smástund áður en hún fór aftur sömu leið inn í vélina.

Flugfélagið fer fram á að yfirvöld í Úkraínu krefji konuna
um háar sektir fyrir athæfið
Flugstjóri vélarinnar hringdi og óskaði eftir að fá sjúkrabíl, lögreglu og landamæraverði sem komu á staðinn og var ástand konunnar athugað en í ljós kom að hún var hvorki ölvuð né undir áhrifum vímuefna og sagði að hún hefði aðeins viljað fá sér ferskt loft.
Með konunni í för var eiginmaður hennar og tvö börn þeirra en konan hefur verið
sett á svartan lista og fær hún ekki að fljúga meira með flugfélögum í Úkraínu eftir
þetta uppátæki.
Ukraine International Airlines segir að konan hafi sýnt af sér afar slæmt fordæmi gagnvart
börnunum sínum sem horfðu á eftir móður sinni ganga eftir vængnum og hvetur
flugfélagið flugmálayfirvöld í Úkraínu til þess að taka hart á þessu og krefjast þess að hún
greiði háar sektir.
Myndband:


9. desember 2020
|
Ástralska flugfélagið Virgin Australia hefur breytt pöntun sinni hjá Boeing í Boeing 737 MAX þoturnar með því að hætta við Boeing 737 MAX 8 og staðfest pöntun í 25 þotur af lengstu gerðinni, Boeing 7

8. janúar 2021
|
Flugvélaleigufyrirtækið Aerolease hefur hætt við pöntun í tíu SpaceJet-þotur frá Mitsubishi Aircraft sem félagið hafði pantað á sínum tíma en þoturnar hétu áður Mitsubishi Regional Jet (MRJ).

14. janúar 2021
|
Farþegaþota af gerðinni Airbus A321 rakst utan í snjóskafl er hún var að aka í átt að flugbraut fyrir flugtak á flugvellinum í borginni Srinagar í Kashmir-héraði á Indlandi í gær.

14. janúar 2021
|
Linda Gunnarsdóttir, yfirflugstjóri hjá Icelandair, er gestur í nýlegum þætti hjá Flugvarpinu þar sem hún fer yfir það helsta sem hefur verið að gerast hjá Icelandair á árinu 2020 sem var alls ekki g

14. janúar 2021
|
Norska flugfélagið Norwegian hefur ákveðið að draga sig af markaðnum er kemur að flugi yfir Atlantshafið og hætta við öll áform um áframhaldandi flug milli Evrópu og Norður-Ameríku auk þess sem flug

14. janúar 2021
|
Flugfélagið Emirates segir að svo gæti farið að félagið taki ekki við fyrstu Boeing 777X þotunni fyrr en árið 2024 en upphaflega stóð til að afhendingar á Boeing 777X þotunni myndu hefjast í fyrra.

14. janúar 2021
|
Farþegaþota af gerðinni Airbus A321 rakst utan í snjóskafl er hún var að aka í átt að flugbraut fyrir flugtak á flugvellinum í borginni Srinagar í Kashmir-héraði á Indlandi í gær.

13. janúar 2021
|
Flugfélagið Qatar Airways hefur tilkynnt um að allt bendi til þess að helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum félagsins eigi ekki afturkvæmt í háloftin að loknum heimsfaraldri en fyrir áramót tal

12. janúar 2021
|
Boeing hefur náð samkomulagi við flugfélagið Atlas Air sem ætlar að panta fjórar júmbófraktþotur af gerðinni Boeing 747-8F en um er að ræða fjórar síðustu júmbó-þoturnar sem Boeing mun framleiða og

12. janúar 2021
|
Flugumferð um Heathrow-flugvöllinn í London hefur dregist það mikið saman að flugvöllurinn er ekki einu sinni lengur á lista yfir 30 stærstu flugvelli heims er kemur að fjölda flugtaka og lendinga.

12. janúar 2021
|
Tælenska flugfélagið Thai Airways segir að félagið hafi fjármagn til þess að halda sér á floti í fjóra mánuði til viðbótar og er séð fram á að flugfélagið nái að þrauka fram í apríl í vor.