flugfréttir

Airbus kynnir vatnshelt tækjaborð í stjórnklefa á A350

- Ver viðkvæman búnað ef flugmenn sulla óvart úr drykkjarmálum

7. september 2020

|

Frétt skrifuð kl. 13:08

Flugstjórnarklefi á Airbus A350 þotunni

Airbus hefur lokið við þróun og hönnun á nýrri vatnsheldri klæðningu fyrir tækjaborð sem staðsett er á milli flugmanna um borð í Airbus A350 breiðþotunum.

Airbus ákvað að þróa vatnshelda klæðningu til að fyrirbyggja atvik sem hafa átt sér stað þar sem flugmenn hafa óvart sullað ýmist kaffi eða te úr pappamálum yfir tækjaborðið en í tveimur tilfellum þurfti að drepa á hreyflum, fljúga af áætlaðri flugleið og lenda vélunum á næsta flugvelli.

Tækjaborðið sem um ræðir, sem virðist vera að taka á sig flestu kaffibollaskvetturnar, kallast á ensku „centre console pedestal“ og stundum „middle-console panels“ en á þessu tækjaborði má finna búnað og takkaborð sem stjórna ræsingu á hreyflum, val á fjarskiptatíðnum, flugtölvuna (FMS) og þar eru einnig að finna sköft fyrir flapastillingar auk fjölda annarra takka.

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) segir að niðurstaða bráðabirgðarrannsóknar hefur leitt í ljós óeðlilega starfsemi og virkni í hreyflum á Airbus A350 þotum sem rekja má til þess að vökvi sullaðist yfir viðkvæman tækjabúnað sem staðsettur er á milli flugmannanna.

Airbus brást við þessu með bráðabirgðarlausn sem var hlíf sem hægt var að setja yfir tækjaborðið á Airbus A350 þotunum á meðan á farflugi stendur en núna hefur framleiðandinn kynnt varanlega lausn sem er ný vatnsheld klæðning.

EASA hefur farið fram á að þeir flugrekendur og þau flugfélög í Evrópu sem hafa A350-900 og A350-1000 þotur í flota sínum skipti um klæðningu á tækjaborðinu og komi þeirri vatnsheldu fyrir í staðinn og hafa flugrekendur átta mánuði til að skipta klæðningunni út.  fréttir af handahófi

Norwegian skilar inn írska flugrekstrarleyfinu

21. júní 2021

|

Norska flugfélagið Norwegian ætlar að skila inn írska flugrekstarleyfinu þrátt fyrir að dómstóll á Írlandi hefur tekið það fram að það sé nauðsynlegt fyrir félagið að halda írska flugrekstarleyfinu e

Fyrsta áætlunarflug Icelandair til Tenerife

1. maí 2021

|

Icelandair flaug í morgun sitt fyrsta áætlunarflug til Tenerife sem er nýr áfangastaður í leiðarkerfi félagsins.

Wizz Air mun hætta innanlandsflugi í Noregi

30. maí 2021

|

Ungverska flugfélagið Wizz Air hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að félagið ætli sér að hætta öllu innanlandsflugi í Noregi frá og með 14. júní næstkomandi.

  Nýjustu flugfréttirnar

Nepal Airlines gæti orðið næsta flugfélag til að heyra sögunni til

24. júlí 2021

|

Mikil óvissa ríkir um framtíð flugfélagsins Nepal Airlines og gæti svo farið að félagið muni heyra sögunni til eftir 63 ára sögu en félagið var stofnað árið 1958.

Einaflugnám hjá Flugakademíu nú í boði í fjarnámi

24. júlí 2021

|

Flugakademía Íslands bætir einkaflugnámi í fjarnámi við námsframboð sitt í haust en fjarnámið verður kennt samhliða staðnámi og hefst kennsla þann 30. ágúst og er umsóknarfrestur til og með 15. ágúst

Eurowings Discover nýtt dótturfélag Lufthansa Group

24. júlí 2021

|

Lufthansa Group hefur kynnt til sögunnar nýtt dótturflugfélag sem nefnist Eurowings Discover en félagið mun fljúga í dag sitt fyrsta áætlunarflug frá Frankfurt til Mombasa til Kenýa og þaðan áfram ti

Skortur á þotueldsneyti í Lúxemborg vegna flóða

20. júlí 2021

|

Mikill skortur varð á þotueldsneyti á flugvellinum í Lúxemborg í vikunni en vegna flóða í Evrópu og hækkandi vatnsyfirborðs urðu skemmdir á eldsneytislögn í Þýskalandi sem tengir flugvöllinn við birg

Malta Air fær sína fyrstu Boeing 737 MAX þotu

20. júlí 2021

|

Flugfélagið Malta Air hefur fengið afhenta sína fyrstu Boeing 737 MAX þotu sem er af gerðinni 737 MAX 8-200 en félagið er dótturflugfélag Ryanair.

JetBlue lendir í fyrsta sinn í London

14. júlí 2021

|

Bandaríska flugfélagið JetBlue flaug í vikunni sérstakt flug í fyrsta sinn yfir Atlantshafið frá New York til London með farþegaþotu af gerðinni Airbus A321LR.

Setti pinnann í rangt gat á nefhjólastellinu

14. júlí 2021

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Bretlandi hefur gefið frá sér bráðabirgðaskýrslu varðandi atvik sem átti sér stað er nefhjól féll saman á Boeing 787 Dreamliner-þotu hjá British Airways á flughlaði á Heat

Sameiningin mun kosta Korean Air yfir 300 milljarða

13. júlí 2021

|

Talið er að samruni tveggja stærstu flugfélaganna í Suður-Kóreu muni kosta Korean Air um 64 milljarða króna til viðbótar en Korean Air mun taka yfir allan rekstur Asiana Airlines á næstunni.

Ætla að ráða 2.000 flugmenn á Boeing 737 MAX þoturnar

12. júlí 2021

|

Ryanair hefur lýst því yfir að til standi að ráða um 2.000 flugmenn á næstu þremur árum í tengslum við nýju Boeing 737 MAX þoturnar en félagið fékk þær fyrstu afhentar um miðjan síðasta mánuð.

Air France-KLM íhugar að panta 160 þotur frá Boeing eða Airbus

12. júlí 2021

|

Air France-KLM hefur hafið viðræður við bæði Boeing og Airbus um risapöntun sem gæti orðið ein sú stærsta í sögu fyrirtækisins.

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00