flugfréttir

Ný rannsókn: Mengun af flugi minni en talið hefur verið

- Vísindamenn í loftslagsfræðum birta niðurstöður úr nýrri rannsókn

7. september 2020

|

Frétt skrifuð kl. 17:40

Samkvæmt rannsókninni þá eru hlutfallsleg áhrif flugsins á umhverfið 30% minni en hingað til hefur verið talið

Mengun frá flugiðnaðinum og frá flugvélum hefur ekki eins skaðleg áhrif á umhverfi eins og áður var talið.

Þetta er niðurstaða rannsóknar sem vísindamenn í loftslagsfræðum við háskólann í Manchester birtu nýlega sem sýnir að hlutfall af losun kolefna frá flugvélum og áhrif þess á andrúmslofið er kemur að hlýnun jarðar og gróðurhúsaáhrifum er allt að 30% minna en fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á hingað til.

Lengi hefur verið talið að flugiðnaðurinn beri ábyrgð á 5% af allri loftslagsmengun og áhrifum vegna hlýnun jarðar en nýja rannsóknin sýnir fram á að hlutfallið sé aðeins 3.5 prósent. Þá segir að hlutfall flugsins er kemur að kolefnaútblæstri teljist 2% af öllum iðnaði í heiminum og er sú tala óbreytt.

Fram kemur að það köfnunarefnisoxíð, sem kemur með útblæstri frá hreyflum flugvéla, auki framleiðslu ósons, sem er nauðsynleg gróðurhúsalofttegund, en brjóti einnig niður metanlofttegundir, sem er einnig nauðsynleg lofttegund fyrir umhverfið.

Þá segir að niðurstöður rannsóknarinnar sýna fram á að áhrif frá flugslóðum á andrúmsloftið („contrails“), sem flugvélar skilja oft eftir sig í háloftunum, séu helmingi skaðminni en haldið hefur verið fram til þessa.

Þá hafa flugslóðar („contrails“) ekki nærri því eins skaðleg áhrif á andrúmsloftið og talið hefur verið

Vísindamennirnir sem framkvæmdu rannsóknina segja að þrátt fyrir þessar jákvæðu niðurstöður þá þurfi flugiðnaðurinn samt sem áður að taka sig saman í andlitinu og að minni flugumferð þessa daganna, vegna áhrifa af COVID-19 heimsfaraldrinum, geri ekki mikið þegar horft er til lengri tíma þar sem flugumferð á eftir að aukast á ný.

Lífrænt eldsneyti engin töfralausn og hefði lítil áhrif á hlýnun jarðar

Rannsóknin er sögð vera ein sú umfangmesta sem gerð hefur verið á áhrifum á andrúmsloftið vegna flugiðnaðarins en þessi áhrif hafa samt sem áður tvöfaldast á 18 árum, frá árinu 2000 til 2018, vegna þeirrar gríðarlegu aukningar sem hefur orðið á fjölda flugferða í heiminum.

Vísindamennirnir segja að ef flugiðnaðurinn myndi skipta yfir í umhverfisvænni orkugjafa á borð við lífræna olíu sé það ekki endilega nein töfralausn og muni það hafa tiltölulega lítið áhrif á umhverfið þar sem þá þarf að taka með í reikninginn áhrifin af stórauknum landbúnaði til að framleiða það magn af hráefni sem þarf til svo hægt sé að anna eftirspurn eftir slíkum orkugjafa.

Hinsvegar kemur fram að áhrifamesta leiðin til að draga úr kolefnaútblæstri væri að finna endurnýtanlega orku sem breytir koltvísýringi í andrúmsloftinu yfir í tilbúið steinolíkennt eldsneyti („synthetic kerosine fule“).

„Þetta er framkvæmanlegt en við vitum ekki enn hver væri besta leiðin til að fjöldaframleiða þetta með hagkvæmum hætti. Á meðan það er ódýrara að bora eftir eldsneyti úr jörðinni þá mun þetta sennilega aldrei gerast“, segir David Lee, vísindamaður við háskólann í Manchester.  fréttir af handahófi

United ætlar að segja upp 2.850 flugmönnum í haust

28. ágúst 2020

|

Bandaríska flugfélagið United Airlines hefur tilkynnt að félagið ætli að segja upp 2.850 flugmönnum vegna dræmrar eftirspurnar eftir farþegaflugi sem má rekja til kórónaveirufaraldursins en uppsagn

Vissu ekki af uppsögninni og flugu áfram fyrir félagið

17. ágúst 2020

|

Nokkrir flugmenn hjá indverska flugfélaginu Air India mættu til starfa um helgina og héldu áfram að fljúga fyrir félagið án þess að gera sér grein fyrir því að búið var að segja þeim upp fyrir helgi.

Eina fjögurra hreyfla þotan sem á sér framtíð hjá Lufthansa

19. september 2020

|

Júmbó-þotan, Boeing 747-8, er eina fjögurra hreyfla flugvélin sem á sér örugga framtíð hjá Lufthansa.

  Nýjustu flugfréttirnar

EASA gæti aflétt flugbanni 737 MAX í nóvember

25. september 2020

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) íhugar að gefa Boeing 737 MAX þotunum leyfi til að hefja flug að nýju í nóvember næstkomandi og með því aflétta flugbanni vélanna í evrópskri lofthelgi sem hefur varað

Harrison Ford fær að fljúga á ný

25. september 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa lokið við rannsókn á máli Harrison Ford eftir brautarátroðning sem átti sér stað í vor er hann þveraði flugbraut án heimildar og hefur leikarinn fengið leyfi ti

Ryanair með 2 fyrir 1 tilboð

24. september 2020

|

Ryanair hefur í fyrsta skipti í sögu félagsins kynnt „2 fyrir 1“ tilboð þar sem farþegum er boðið upp á að bóka flug og fá aukaflugsæti frítt með í kaupunum.

Ryanair þarf stóra ríkisaðstoð til að forðast hópuppsagnir

24. september 2020

|

Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, segir að lágfargjaldafélagið írska neyðist til þess að láta starfsfólk taka að sér launalaust leyfi í vetur ef opinber ríkisaðstoð til félagsins verður ekki

800 milljónir í bónusgreiðslur en greiddu ekki starfsmönnum laun

24. september 2020

|

Kólumbíska flugfélagið Avianca hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að hafa greitt yfirmönnum og stjórnarmeðlimum félagsins rausnarlega bónusa í maí í vor á sama tíma og flugfélagið gat ekki greitt st

Telja reglu um rýmingu á 90 sekúndum vera úrelda

23. september 2020

|

Eftirlitsdeild innan samgönguráðuneytis Bandaríkjanna segir að endurskoða þurfi reglu innan flugsins er varðar hámarkstíma sem rýma skal flugvél og koma öllum farþegum frá borði ef upp kemur neyðarást

American ætlar að hefja þjálfun á 737 MAX í nóvember

23. september 2020

|

American Airlines ætlar að byrja að þjálfa flugmenn sína aftur á Boeing 737 MAX þoturnar í nóvember sem er liður í undirbúningi fyrir endurkoma vélanna til áætlunarflugs.

SAS ætlar ekki að fljúga til Færeyja í vetur

23. september 2020

|

Scandinavian Airlines (SAS) ætlar ekki að fljúga til Færeyja í vetur og mun félagið fljúga síðasta flugið á þessu ári til Vágar þann 29. september.

IATA: Skimun fyrir brottför eina lausnin til að bjarga fluginu

22. september 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) segja að eina leiðin til að binda endi á núverandi ástand í fluginu, og koma áætlunarflugi á milli landa aftur í gang, sé að skima alla farþega á flugvöllum fyrir

Innanlandsflug í Víetnam búið að ná bata og gott betur

22. september 2020

|

Þrátt fyrir slæmt ástand í flugiðnaðinum víðast hvar í heiminum þá hefur innanlandsflugið í Víetnam náð sér að fullu og gott betur samkvæmt flugfélaginu Vietnam Airlines.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00