flugfréttir

Ótímabært að flugfélögin greiði fyrir þriðju flugbrautina

8. september 2020

|

Frétt skrifuð kl. 14:50

Frá Heathrow-flugvellinum í London

Sögusagnir eru uppi um að stjórn Heathrow-flugvallarins sé að undirbúa sig fyrir það að láta þau flugfélög, sem fljúga á Heathrow, borga brúsann vegna fyrirhugaðra framkvæmda við stækkun flugvallarins með tilkomu þriðju flugbrautarinnar.

Fram kemur að yfirmenn flugvallarins hafi merkt upphæð sem samsvarar 500 milljónum sterlingspunda sem jafngildir rúmum 90 milljörðum króna sem á að deilast niður á flugfélögin sem fljúga til London Heathrow.

Sérfræðingar í flugmálum segja að þetta sé ekki rétti tíminn til að skella kostnaðinum á flugfélögin þar sem þau eiga í nógu miklu basli við að halda sér gangandi vegna COVID-19 heimsfaraldursins og muni þau þurfa nokkur ár til þess að rétta úr kútnum og því óviðeigandi að þau séu látin bera kostnaðinn af þriðju flugbrautinni.

„Samt sem áður þá fer Heathrow Airport Limited fram á að flugfélögin greiði milljónir punda til þess að hægt sé að eltast við einhvern draum sem verður ekki að veruleika“, segir Ravia Govindia, bæjarfulltrúi í Wandsworth-hverfinu í Lundúnum.

Govindia segir að Heathrow-flugvöllurinn sé að reyna að færa taprekstur sinn yfir til flugfélaganna og þar af leiðandi yfir á farþega.

Heathrow fékk árið 2018 formlegt leyfi fyrir framkvæmdum á þriðju flugbrautinni en í febrúar á þessu ári dæmdi áfrýjunardómstóll í Bretlandi áætlanir varðandi þriðju flugbrautina á Heathrow-flugvellinum ólöglegar á þeim forsendum að ekki hafi verið teknar með í reikninginn þær skuldbindingar sem breska ríkisstjórnin hefur gert er kemur að loftslagsmálum.  fréttir af handahófi

Fraktflugvél fórst skömmu eftir flugtak í Suður-Súdan

22. ágúst 2020

|

Sjö eru látnir í flugslysi í Suður-Súdan eftir að fraktflugvél af gerðinni Antonov An-26B fórst skömmu eftir flugtak í dag.

Lufthansa íhugar að hætta með allar A380 og Boeing 747-400

14. september 2020

|

Lufthansa er sagt vera að íhuga að hætta með allar Airbus A380 risaþoturnar og Boeing 747-400 júmbó-þoturnar og taka þær alfarið úr flotanum vegna ástandsins sem ríkir í flugheiminum.

Fjárfestingarfyrirtæki kemur Piaggio Aerospace til bjargar

21. ágúst 2020

|

Rekstri ítalska flugvélaframleiðandans Piaggio Aerospace hefur verið bjargað fyrir horn en fjárfestingarfyrirtæki eitt á Ítalíu hefur fallist á að fjárfesta í flugvélaverksmiðjunum fyrir 30 milljónir

  Nýjustu flugfréttirnar

EASA gæti aflétt flugbanni 737 MAX í nóvember

25. september 2020

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) íhugar að gefa Boeing 737 MAX þotunum leyfi til að hefja flug að nýju í nóvember næstkomandi og með því aflétta flugbanni vélanna í evrópskri lofthelgi sem hefur varað

Harrison Ford fær að fljúga á ný

25. september 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa lokið við rannsókn á máli Harrison Ford eftir brautarátroðning sem átti sér stað í vor er hann þveraði flugbraut án heimildar og hefur leikarinn fengið leyfi ti

Ryanair með 2 fyrir 1 tilboð

24. september 2020

|

Ryanair hefur í fyrsta skipti í sögu félagsins kynnt „2 fyrir 1“ tilboð þar sem farþegum er boðið upp á að bóka flug og fá aukaflugsæti frítt með í kaupunum.

Ryanair þarf stóra ríkisaðstoð til að forðast hópuppsagnir

24. september 2020

|

Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, segir að lágfargjaldafélagið írska neyðist til þess að láta starfsfólk taka að sér launalaust leyfi í vetur ef opinber ríkisaðstoð til félagsins verður ekki

800 milljónir í bónusgreiðslur en greiddu ekki starfsmönnum laun

24. september 2020

|

Kólumbíska flugfélagið Avianca hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að hafa greitt yfirmönnum og stjórnarmeðlimum félagsins rausnarlega bónusa í maí í vor á sama tíma og flugfélagið gat ekki greitt st

Telja reglu um rýmingu á 90 sekúndum vera úrelda

23. september 2020

|

Eftirlitsdeild innan samgönguráðuneytis Bandaríkjanna segir að endurskoða þurfi reglu innan flugsins er varðar hámarkstíma sem rýma skal flugvél og koma öllum farþegum frá borði ef upp kemur neyðarást

American ætlar að hefja þjálfun á 737 MAX í nóvember

23. september 2020

|

American Airlines ætlar að byrja að þjálfa flugmenn sína aftur á Boeing 737 MAX þoturnar í nóvember sem er liður í undirbúningi fyrir endurkoma vélanna til áætlunarflugs.

SAS ætlar ekki að fljúga til Færeyja í vetur

23. september 2020

|

Scandinavian Airlines (SAS) ætlar ekki að fljúga til Færeyja í vetur og mun félagið fljúga síðasta flugið á þessu ári til Vágar þann 29. september.

IATA: Skimun fyrir brottför eina lausnin til að bjarga fluginu

22. september 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) segja að eina leiðin til að binda endi á núverandi ástand í fluginu, og koma áætlunarflugi á milli landa aftur í gang, sé að skima alla farþega á flugvöllum fyrir

Innanlandsflug í Víetnam búið að ná bata og gott betur

22. september 2020

|

Þrátt fyrir slæmt ástand í flugiðnaðinum víðast hvar í heiminum þá hefur innanlandsflugið í Víetnam náð sér að fullu og gott betur samkvæmt flugfélaginu Vietnam Airlines.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00