flugfréttir

Vatnsleki vegna rigningar drap á hreyfli á Airbus A220

- Kanadísk flugmálayfirvöld senda frá sér fyrirmæli

9. september 2020

|

Frétt skrifuð kl. 07:06

Airbus A220 þota frá Air Canada

Kanadísk flugmálayfirvöld hafa gefið út fyrirskipun þar sem öll þau flugfélög í Kanada, sem hafa Airbus A220 þotuna í sínum flota, er gert að framkvæma skoðun og bregðast við með lagfæringum í kjölfar atviks þar sem hreyfill slökkti á sér sem rakið var til þess að regnvatn komst í snertingu við viðkvæman rafeindabúnað.

Ekki kemur fram hvaða flugfélag átti í hlut en fram kemur að flugvélin hafi verið á stæði í rigningu með opnar dyr og hafði lítil renna fyllst af vatni sem lak niður í rými undir farþegarrýminu.

Í því rými er að finna tölvubúnað og rafeindatæki og olli vatnslekinn því að öryggi sló út sem varð til þess að annar hreyfillinn slökkti á sér.

Flestar farþegaþotur hafa rafkerfisrými sem oftast er staðsett undir farþegarýminu sem á ensku nefnist E/E („electronics and engineering bay“) og segir í fyrirmælum frá kanadískum flugmálayfirvöldum að vatn sem kemst inn í þetta rými geti slegið út ýmsum búnaði sem veldur því að fluggögn í tölvum sem tengjast kerfum í stjórnklefa getur slegið út og skapað hættu og einnig aukið vinnuálag fyrir flugmenn vélarinnar.

Í fyrirmælunum kemur fram hvaða lausn er mælt með að sé notuð og er ráðlagt að koma fyrir litlum plötum sem hindra að vatn fari úr rennunni og leki niður við útganginn við fremri eldhúsaðstöðuna og þaðan ofan í rafkerfisrýmið.

Kanadísk flugfélög, sem hafa Airbus A220 þoturnar í flota sínum, hafa 12 mánuði frá og með 18. september næstkomandi til að bregðast við með viðeigandi hætti en annars gætu þau átt þá hættu að fá ekki að fljúga Airbus A220 þotunum meira í kanadískri lofthelgi.  fréttir af handahófi

Kári Kárason nýr forstöðumaður hjá Flugakademíu Íslands

8. september 2020

|

Kári Kárason, flugstjóri hjá Icelandair, hefur tekið við stöðu forstöðumanns hjá Flugakademíu Íslands sem varð til við samruna Flugskóla Íslands og Flugakademíu Keilis fyrr á þessu ári.

Virgin Atlantic sækir um gjaldþrotavernd

5. ágúst 2020

|

Breska flugfélagið Virgin Atlantic Airways hefur sótt um gjaldþrotavernd og greiðslustöðun fyrir dómstóli í New York í Bandaríkjunum en fram kemur að rekstarfé flugfélagsins mun að öðru leyti verða

Fyrsta pöntun ársins í 737 MAX berst til Boeing

20. ágúst 2020

|

Boeing hefur fengið fyrstu pöntun inn á borð til sín á þessu ári í Boeing 737 MAX þotuna og er það pólska flugfélagið Enter Air sem hefur lagt inn pöntun í fjórar Boeing 737 MAX 8 þotur.

  Nýjustu flugfréttirnar

EASA gæti aflétt flugbanni 737 MAX í nóvember

25. september 2020

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) íhugar að gefa Boeing 737 MAX þotunum leyfi til að hefja flug að nýju í nóvember næstkomandi og með því aflétta flugbanni vélanna í evrópskri lofthelgi sem hefur varað

Harrison Ford fær að fljúga á ný

25. september 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa lokið við rannsókn á máli Harrison Ford eftir brautarátroðning sem átti sér stað í vor er hann þveraði flugbraut án heimildar og hefur leikarinn fengið leyfi ti

Ryanair með 2 fyrir 1 tilboð

24. september 2020

|

Ryanair hefur í fyrsta skipti í sögu félagsins kynnt „2 fyrir 1“ tilboð þar sem farþegum er boðið upp á að bóka flug og fá aukaflugsæti frítt með í kaupunum.

Ryanair þarf stóra ríkisaðstoð til að forðast hópuppsagnir

24. september 2020

|

Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, segir að lágfargjaldafélagið írska neyðist til þess að láta starfsfólk taka að sér launalaust leyfi í vetur ef opinber ríkisaðstoð til félagsins verður ekki

800 milljónir í bónusgreiðslur en greiddu ekki starfsmönnum laun

24. september 2020

|

Kólumbíska flugfélagið Avianca hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að hafa greitt yfirmönnum og stjórnarmeðlimum félagsins rausnarlega bónusa í maí í vor á sama tíma og flugfélagið gat ekki greitt st

Telja reglu um rýmingu á 90 sekúndum vera úrelda

23. september 2020

|

Eftirlitsdeild innan samgönguráðuneytis Bandaríkjanna segir að endurskoða þurfi reglu innan flugsins er varðar hámarkstíma sem rýma skal flugvél og koma öllum farþegum frá borði ef upp kemur neyðarást

American ætlar að hefja þjálfun á 737 MAX í nóvember

23. september 2020

|

American Airlines ætlar að byrja að þjálfa flugmenn sína aftur á Boeing 737 MAX þoturnar í nóvember sem er liður í undirbúningi fyrir endurkoma vélanna til áætlunarflugs.

SAS ætlar ekki að fljúga til Færeyja í vetur

23. september 2020

|

Scandinavian Airlines (SAS) ætlar ekki að fljúga til Færeyja í vetur og mun félagið fljúga síðasta flugið á þessu ári til Vágar þann 29. september.

IATA: Skimun fyrir brottför eina lausnin til að bjarga fluginu

22. september 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) segja að eina leiðin til að binda endi á núverandi ástand í fluginu, og koma áætlunarflugi á milli landa aftur í gang, sé að skima alla farþega á flugvöllum fyrir

Innanlandsflug í Víetnam búið að ná bata og gott betur

22. september 2020

|

Þrátt fyrir slæmt ástand í flugiðnaðinum víðast hvar í heiminum þá hefur innanlandsflugið í Víetnam náð sér að fullu og gott betur samkvæmt flugfélaginu Vietnam Airlines.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00