flugfréttir

Tilraunir með repjuolíu á vinnuvélar á Keflavíkurflugvelli

- Isavia og Samgöngustofa undirrita samstarfssamning

9. september 2020

|

Frétt skrifuð kl. 18:21

Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Samgöngustofu

Isavia og Samgöngustofa undirrituðu í dag samstarfssamning vegna tilraunaverkefnis um íblöndun repjuolíu sem notuð verður á stórvirk tæki á Keflavíkurflugvelli.

Það voru þeir Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia ohf, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Samgöngustofu, sem undirrituðu viljayfirlýsingu vegna samstarfsins en Samgöngustofa hefur um nokkurt skeið unnið að rannsóknum á notkun repjuolíu sem íblöndun í eldsneyti.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, var viðstaddur undirritun viljayfirlýsingarinnar. Hann sagði tilraunir með ræktun repju með það að markmiði að framleiða lífeldsneyti hafa staðið lengi hérlendis. Fyrst á vegum Siglingastofnunar Íslands og nú hjá Samgöngustofu með aðkomu háskólanna og margra bænda.  

Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Samgöngustofu segir spennandi að þróa verkefnið áfram í samstarfi við Isavia Ræktun orkujurta er raunhæfur valkostur sem kemur ekki endilega í staðinn fyrir önnur orkuskipti. Repjuolían getur hentað mjög vel til íblöndunar á stórvirkar vinnuvélar og þannig dregið verulega úr losun gróðurhúsa-lofttegunda. Samgöngustofa hefur lagt áherslu á umhverfismál í þróunarverkefnum og fagnar því að fá öflugan aðila til samstarfs.    

Hrönn Ingólfsdóttir, forstöðumaður stefnumótunar og samfélagsábyrgðar hjá Isavia, segir að eitt af markmiðum Isavia sé að minnka notkun jarðefnaeldsneytis innan fyrirtækisins.

„Það má rekja stærsta hluta notkunarinnar til þeirra stóru tækja sem notuð eru til að þjónusta flugbrautir og athafnasvæði flugvalla og viðhalda þeim. Þetta eru tæki sem eru ekki enn fáanleg rafmagnsknúin. Með þessu erum við því að finna aðra og umhverfisvænni orkugjafa til að knýja þau áfram,“ segir Hrönn. Byrjað verður á einu tæki og útblástur og eyðsla tækisins verða mæld og niðurstöður dregnar saman í skýrslu á vegum Samgöngustofu.  

Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri, Jón Bernódusson, fagstjóri rannsóknar, þróunar og greiningar hjá Samgöngustofu, og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra

Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, segir að félagið hafi sett sér stefnu í samfélagsábyrgð árið 2016 þar sem markið hafi verið sett á að stuðla að jafnvægi milli efnahags, umhverfis og samfélags með sjálfbærni að leiðarljósi.

„Við höfum frá árinu 2018 kolefnisjafnað alla okkar eigin eldsneytisnotkun þannig að við höfum látið verkin tala,“ segir Sveinbjörn. „Viljayfirlýsingin sem hér er undirrituð er mikilvægt skref í átt að minni notkun jarðefnaeldsneytis hjá Isavia.“  

Ólafur Eggertsson bóndi á Þorvaldseyri var viðstaddur undirritun viljayfirlýsingarinnar. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hellti olíu sem Ólafur framleiðir á gröfu frá Isavia og var henni ekið um flugvallarsvæðið.

Ráðherra óskaði aðilum verkefnisins til hamingju með þetta vistvæna skref. „Ræktun repju og nýting afurða hennar hefur marga góða kosti bæði fyrir landbúnað og sem umhverfisvænn orkugjafi. Í dag er stigið mikilvægt skref á þeirri vegferð sem vonandi er rétt að byrja.“

Vinnutæki Isavia, gröfu, ekið út á flugvallarsvæði eftir að repjuolíu var hellt á það.  fréttir af handahófi

Selja ellefu Dash 8-400 flugvélar úr flota Flybe

11. ágúst 2020

|

Ellefu De Havilland Dash 8-400 flugvélar sem voru í flota breska lágfargjaldafélagsins Flybe verða seldar og munu fara til nýrra eigenda.

Þriggja daga flugprófunum með 737 MAX lauk í gær

2. júlí 2020

|

Flugprófunum lauk í gær með Boeing 737 MAX tilraunavél Boeing en prófanirnar eru hornsteinninn af endurútgáfu á flughæfnisvottun vélanna og afléttingu kyrrsetningu á þeim sem hafa varað nú í tæpa 16

Fjárfestingarfyrirtæki kemur Piaggio Aerospace til bjargar

21. ágúst 2020

|

Rekstri ítalska flugvélaframleiðandans Piaggio Aerospace hefur verið bjargað fyrir horn en fjárfestingarfyrirtæki eitt á Ítalíu hefur fallist á að fjárfesta í flugvélaverksmiðjunum fyrir 30 milljónir

  Nýjustu flugfréttirnar

EASA gæti aflétt flugbanni 737 MAX í nóvember

25. september 2020

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) íhugar að gefa Boeing 737 MAX þotunum leyfi til að hefja flug að nýju í nóvember næstkomandi og með því aflétta flugbanni vélanna í evrópskri lofthelgi sem hefur varað

Harrison Ford fær að fljúga á ný

25. september 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa lokið við rannsókn á máli Harrison Ford eftir brautarátroðning sem átti sér stað í vor er hann þveraði flugbraut án heimildar og hefur leikarinn fengið leyfi ti

Ryanair með 2 fyrir 1 tilboð

24. september 2020

|

Ryanair hefur í fyrsta skipti í sögu félagsins kynnt „2 fyrir 1“ tilboð þar sem farþegum er boðið upp á að bóka flug og fá aukaflugsæti frítt með í kaupunum.

Ryanair þarf stóra ríkisaðstoð til að forðast hópuppsagnir

24. september 2020

|

Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, segir að lágfargjaldafélagið írska neyðist til þess að láta starfsfólk taka að sér launalaust leyfi í vetur ef opinber ríkisaðstoð til félagsins verður ekki

800 milljónir í bónusgreiðslur en greiddu ekki starfsmönnum laun

24. september 2020

|

Kólumbíska flugfélagið Avianca hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að hafa greitt yfirmönnum og stjórnarmeðlimum félagsins rausnarlega bónusa í maí í vor á sama tíma og flugfélagið gat ekki greitt st

Telja reglu um rýmingu á 90 sekúndum vera úrelda

23. september 2020

|

Eftirlitsdeild innan samgönguráðuneytis Bandaríkjanna segir að endurskoða þurfi reglu innan flugsins er varðar hámarkstíma sem rýma skal flugvél og koma öllum farþegum frá borði ef upp kemur neyðarást

American ætlar að hefja þjálfun á 737 MAX í nóvember

23. september 2020

|

American Airlines ætlar að byrja að þjálfa flugmenn sína aftur á Boeing 737 MAX þoturnar í nóvember sem er liður í undirbúningi fyrir endurkoma vélanna til áætlunarflugs.

SAS ætlar ekki að fljúga til Færeyja í vetur

23. september 2020

|

Scandinavian Airlines (SAS) ætlar ekki að fljúga til Færeyja í vetur og mun félagið fljúga síðasta flugið á þessu ári til Vágar þann 29. september.

IATA: Skimun fyrir brottför eina lausnin til að bjarga fluginu

22. september 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) segja að eina leiðin til að binda endi á núverandi ástand í fluginu, og koma áætlunarflugi á milli landa aftur í gang, sé að skima alla farþega á flugvöllum fyrir

Innanlandsflug í Víetnam búið að ná bata og gott betur

22. september 2020

|

Þrátt fyrir slæmt ástand í flugiðnaðinum víðast hvar í heiminum þá hefur innanlandsflugið í Víetnam náð sér að fullu og gott betur samkvæmt flugfélaginu Vietnam Airlines.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00