flugfréttir
Áætla 75 flugferðir á dag í stað 200 flugferða
- Finnair sér fram á mjög hæga aukningu í eftirspurn eftir flugi í haust

Finnair hafði áætlað að fljúga um 200 flugferðir á dag í október en félagið hefur nú breytt þeirri áætlun
Finnair hefur ákveðið að draga úr sætaframboði og fækka flugferðum í október og breyta því með fyrirhuguðum áætlunum sínum sem félagið hafði gert fyrr í sumar varðandi leiðarkerfið í haust.
Finnair hafði gert ráð fyrir að geta flogið um 200 flugferðir á dag í október eftir COVID-19 heimsfaraldurinn en félagið sér fram á að batinn í flugheiminum sé enn hægari en búist var við
og stefnir félagið því aðeins á 75 flugferðir á dag.
Flugfélagið segir að vegna áframhaldandi áhrifa af faraldrinum og þeirra
ferðatakmarkanna sem enn eru í gildi sé eftirspurnin enn frekar dræm og
verði félagið því að uppfæra flugáætlun sína í samræmi við það.
„Við viljum viðhalda áfram nauðsynlegum tengingum milli Finnlands og Evrópu og einnig við mikilvæga áfangastaði okkar í Asíu þar sem flugsamgöngur eru nauðsynlegar fyrir finnskt efnahagslíf. En þar sem ferðatakmarkanir hafa haft mikil áhrif á eftirspurn þá er ekki fýsilegur kostur að halda okkur við þá áætlun sem við höfðum gert“, segir Ole Orvér, rekstrarstjóri
Finnair.
Finnair mun fljúga til 42 áfangastaða í október en tíðni verður minnkuð á næstum því öllum flugleiðum og þá verður meðal annars frestað að hefja aftur flug til borga á borð við Bergen, Barcelona, Madríd, St. Petersburg og Stuttgart.
Þess má geta að í október í fyrra flaug Finnair 350 daglegar flugferðir til yfir 100 áfangastaða í Evrópu, Asíu og til Norður-Ameríku.


4. nóvember 2020
|
Air Iceland Connect stefnir á að hefja reglubundið áætlunarflug til Vestmannaeyja í apríl 2021.

24. nóvember 2020
|
Því hefur stundum verið haldið fram að flugmenn geta verið soldið frábrugðnir öðru fólki og sér á parti enda ekki öllum sem dettur í hug að stíga upp í farartæki og stjórna því í háloftunum.

7. desember 2020
|
Akureyrarflugvöllur hefur þvælst fyrir mörgum sem spreyta sig nú á flugvallargátu sem er í gangi á erlendri flugsíðu á Fésbókinni og hefur gengið erfiðlega að fá rétta svarið.

14. janúar 2021
|
Linda Gunnarsdóttir, yfirflugstjóri hjá Icelandair, er gestur í nýlegum þætti hjá Flugvarpinu þar sem hún fer yfir það helsta sem hefur verið að gerast hjá Icelandair á árinu 2020 sem var alls ekki g

14. janúar 2021
|
Norska flugfélagið Norwegian hefur ákveðið að draga sig af markaðnum er kemur að flugi yfir Atlantshafið og hætta við öll áform um áframhaldandi flug milli Evrópu og Norður-Ameríku auk þess sem flug

14. janúar 2021
|
Flugfélagið Emirates segir að svo gæti farið að félagið taki ekki við fyrstu Boeing 777X þotunni fyrr en árið 2024 en upphaflega stóð til að afhendingar á Boeing 777X þotunni myndu hefjast í fyrra.

14. janúar 2021
|
Farþegaþota af gerðinni Airbus A321 rakst utan í snjóskafl er hún var að aka í átt að flugbraut fyrir flugtak á flugvellinum í borginni Srinagar í Kashmir-héraði á Indlandi í gær.

13. janúar 2021
|
Flugfélagið Qatar Airways hefur tilkynnt um að allt bendi til þess að helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum félagsins eigi ekki afturkvæmt í háloftin að loknum heimsfaraldri en fyrir áramót tal

12. janúar 2021
|
Boeing hefur náð samkomulagi við flugfélagið Atlas Air sem ætlar að panta fjórar júmbófraktþotur af gerðinni Boeing 747-8F en um er að ræða fjórar síðustu júmbó-þoturnar sem Boeing mun framleiða og

12. janúar 2021
|
Flugumferð um Heathrow-flugvöllinn í London hefur dregist það mikið saman að flugvöllurinn er ekki einu sinni lengur á lista yfir 30 stærstu flugvelli heims er kemur að fjölda flugtaka og lendinga.

12. janúar 2021
|
Tælenska flugfélagið Thai Airways segir að félagið hafi fjármagn til þess að halda sér á floti í fjóra mánuði til viðbótar og er séð fram á að flugfélagið nái að þrauka fram í apríl í vor.