flugfréttir

Þörf á 8.000 júmbó-fraktþotum til að dreifa bóluefni til heimsins

- IATA undirbýr sig fyrir stærsta fraktflugsverkefni í sögu flugsins

10. september 2020

|

Frétt skrifuð kl. 14:03

Um verður að ræða eitt stærsta fraktflugsverkefni í sögu flugsins þegar bóluefni við COVID-19 kemur á markaðinn

Því er spáð að það þurfi allt að 8.000 stórar fraktþotur á borð við júmbó-þotuna Boeing 747 til þess að dreifa bóluefni við COVID-19 um alla heimsbyggðina þegar slíkt bóluefni kemur á markaðinn og þarf hver jarðarbúi aðeins að fá einn skammt af bóluefninu en mannkynið telur í dag 7.8 milljarðar jarðarbúa.

Um er að ræða eitt stærsta fraktverkefni í sögu flugsins er kemur að einni einstakri vöru og hafa Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) nú þegar hafið undirbúning til að tryggja öruggan flutning til allra staða í heiminum þótt að vísindamenn séu ekki tilbúnir með bóluefnið.

IATA er þegar byrjað að ráðfæra sig við flugvelli víðsvegar um heiminn og hafið viðræður við flugfélög varðandi hvernig best sé að undirbúa þetta stóra verkefni og þá er stofnunin einnig í samvinnu við þau lyfjafyrirtæki sem vinna að þróun bóluefnisins svo hægt sé að tryggja örygga fraktflutninga þegar að því kemur.

Að flytja bóluefni við COVID-19 verður mun meira krefjandi en margan skyldi gruna og eru ekki allar farþegaflugvélar sem henta í slíkt verkefni þar sem mjög vandlega þarf að huga að stjórnun á hitastigi í fraktrýminu. Í einhverjum tilfellum þarf til að mynda að viðhalda hitastigi á bilinu 2 til 8°C gráður og önnur bóluefni gætu þurft að vera í frystu fraktrými.

„Að afhenda bóluefnið verður „sendiför 21. aldrarinnar“ fyrir fraktflugsiðnaðinn í heiminum en það mun ekki nást nema með mjög góðum undirbúningi. Tíminn til að undirbúa þetta er akkurat núna“, segir Alexandre de Juniac, framkvæmdarstjóri IATA.

Boeing 747 fraktþota frá Air Atlanta Icelandic

„Þótt að hægt væri að flytja helminginn af bóluefninu landleiðina þá væri samt sem áður um að ræða stærsta fraktflugsverkefni í sögunni“, segir Alexandre.

IATA er meðal annars að skoða hvernig hægt verði að fljúga með bóluefni til einstakra svæða í heiminum þar sem aðstæður eru mjög krefjandi og erfiðar á borð við suðausturhluta Asíu og til Afríku og þá eru sum lönd þar sem erfitt verður að komast yfir landamæri til að ná til nærliggjandi svæða ef viðunandi flugvöllur fyrir stórar flugvélar er staðsettur í öðru landi.

IATA hvetur ríkisstjórnir til þess að byrja að undirbúa móttöku efnisins og sérstaklega í þeim löndum þar sem sem ríkja deilur og er tekið fram að tryggja þarf að frakflug til þeirra svæða séu öruggar gagnvart þjófnaði eða hindrun á flutningum.

Fram kemur að um 180 mismunandi bóluefni við COVID-19 séu í þróun í heiminum og séu þróun þeirra flestra á byrjunarstigi en að minnsta kosti 35 bóluefni eru komin á tilraunastig.  fréttir af handahófi

Wizz Air bannað að fljúga til Grikklands tímabundið

2. ágúst 2020

|

Ungverska flugfélaginu Wizz Air hefur verið bannað að fljúga til Grikklands tímabundið eftir að félagið virti að vettugi kröfu flugmálayfirvalda um að allir farþegar sem fljúga til landsins skulu ver

Telja reglu um rýmingu á 90 sekúndum vera úrelda

23. september 2020

|

Eftirlitsdeild innan samgönguráðuneytis Bandaríkjanna segir að endurskoða þurfi reglu innan flugsins er varðar hámarkstíma sem rýma skal flugvél og koma öllum farþegum frá borði ef upp kemur neyðarást

Lufthansa Group mun taka yfir 60 flugvélar úr flotanum

6. ágúst 2020

|

Lufthansa Group hefur tilkynnt afkomu sína eftir annan ársfjórðung þessa ársins og kemur fram að taprekstur félagsins nam 2 milljörðum Bandaríkjadala sem samsvarar 271 milljarði króna.

  Nýjustu flugfréttirnar

EASA gæti aflétt flugbanni 737 MAX í nóvember

25. september 2020

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) íhugar að gefa Boeing 737 MAX þotunum leyfi til að hefja flug að nýju í nóvember næstkomandi og með því aflétta flugbanni vélanna í evrópskri lofthelgi sem hefur varað

Harrison Ford fær að fljúga á ný

25. september 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa lokið við rannsókn á máli Harrison Ford eftir brautarátroðning sem átti sér stað í vor er hann þveraði flugbraut án heimildar og hefur leikarinn fengið leyfi ti

Ryanair með 2 fyrir 1 tilboð

24. september 2020

|

Ryanair hefur í fyrsta skipti í sögu félagsins kynnt „2 fyrir 1“ tilboð þar sem farþegum er boðið upp á að bóka flug og fá aukaflugsæti frítt með í kaupunum.

Ryanair þarf stóra ríkisaðstoð til að forðast hópuppsagnir

24. september 2020

|

Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, segir að lágfargjaldafélagið írska neyðist til þess að láta starfsfólk taka að sér launalaust leyfi í vetur ef opinber ríkisaðstoð til félagsins verður ekki

800 milljónir í bónusgreiðslur en greiddu ekki starfsmönnum laun

24. september 2020

|

Kólumbíska flugfélagið Avianca hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að hafa greitt yfirmönnum og stjórnarmeðlimum félagsins rausnarlega bónusa í maí í vor á sama tíma og flugfélagið gat ekki greitt st

Telja reglu um rýmingu á 90 sekúndum vera úrelda

23. september 2020

|

Eftirlitsdeild innan samgönguráðuneytis Bandaríkjanna segir að endurskoða þurfi reglu innan flugsins er varðar hámarkstíma sem rýma skal flugvél og koma öllum farþegum frá borði ef upp kemur neyðarást

American ætlar að hefja þjálfun á 737 MAX í nóvember

23. september 2020

|

American Airlines ætlar að byrja að þjálfa flugmenn sína aftur á Boeing 737 MAX þoturnar í nóvember sem er liður í undirbúningi fyrir endurkoma vélanna til áætlunarflugs.

SAS ætlar ekki að fljúga til Færeyja í vetur

23. september 2020

|

Scandinavian Airlines (SAS) ætlar ekki að fljúga til Færeyja í vetur og mun félagið fljúga síðasta flugið á þessu ári til Vágar þann 29. september.

IATA: Skimun fyrir brottför eina lausnin til að bjarga fluginu

22. september 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) segja að eina leiðin til að binda endi á núverandi ástand í fluginu, og koma áætlunarflugi á milli landa aftur í gang, sé að skima alla farþega á flugvöllum fyrir

Innanlandsflug í Víetnam búið að ná bata og gott betur

22. september 2020

|

Þrátt fyrir slæmt ástand í flugiðnaðinum víðast hvar í heiminum þá hefur innanlandsflugið í Víetnam náð sér að fullu og gott betur samkvæmt flugfélaginu Vietnam Airlines.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00