flugfréttir

Þörf á 8.000 júmbó-fraktþotum til að dreifa bóluefni til heimsins

- IATA undirbýr sig fyrir stærsta fraktflugsverkefni í sögu flugsins

10. september 2020

|

Frétt skrifuð kl. 14:03

Um verður að ræða eitt stærsta fraktflugsverkefni í sögu flugsins þegar bóluefni við COVID-19 kemur á markaðinn

Því er spáð að það þurfi allt að 8.000 stórar fraktþotur á borð við júmbó-þotuna Boeing 747 til þess að dreifa bóluefni við COVID-19 um alla heimsbyggðina þegar slíkt bóluefni kemur á markaðinn og þarf hver jarðarbúi aðeins að fá einn skammt af bóluefninu en mannkynið telur í dag 7.8 milljarðar jarðarbúa.

Um er að ræða eitt stærsta fraktverkefni í sögu flugsins er kemur að einni einstakri vöru og hafa Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) nú þegar hafið undirbúning til að tryggja öruggan flutning til allra staða í heiminum þótt að vísindamenn séu ekki tilbúnir með bóluefnið.

IATA er þegar byrjað að ráðfæra sig við flugvelli víðsvegar um heiminn og hafið viðræður við flugfélög varðandi hvernig best sé að undirbúa þetta stóra verkefni og þá er stofnunin einnig í samvinnu við þau lyfjafyrirtæki sem vinna að þróun bóluefnisins svo hægt sé að tryggja örygga fraktflutninga þegar að því kemur.

Að flytja bóluefni við COVID-19 verður mun meira krefjandi en margan skyldi gruna og eru ekki allar farþegaflugvélar sem henta í slíkt verkefni þar sem mjög vandlega þarf að huga að stjórnun á hitastigi í fraktrýminu. Í einhverjum tilfellum þarf til að mynda að viðhalda hitastigi á bilinu 2 til 8°C gráður og önnur bóluefni gætu þurft að vera í frystu fraktrými.

„Að afhenda bóluefnið verður „sendiför 21. aldrarinnar“ fyrir fraktflugsiðnaðinn í heiminum en það mun ekki nást nema með mjög góðum undirbúningi. Tíminn til að undirbúa þetta er akkurat núna“, segir Alexandre de Juniac, framkvæmdarstjóri IATA.

Boeing 747 fraktþota frá Air Atlanta Icelandic

„Þótt að hægt væri að flytja helminginn af bóluefninu landleiðina þá væri samt sem áður um að ræða stærsta fraktflugsverkefni í sögunni“, segir Alexandre.

IATA er meðal annars að skoða hvernig hægt verði að fljúga með bóluefni til einstakra svæða í heiminum þar sem aðstæður eru mjög krefjandi og erfiðar á borð við suðausturhluta Asíu og til Afríku og þá eru sum lönd þar sem erfitt verður að komast yfir landamæri til að ná til nærliggjandi svæða ef viðunandi flugvöllur fyrir stórar flugvélar er staðsettur í öðru landi.

IATA hvetur ríkisstjórnir til þess að byrja að undirbúa móttöku efnisins og sérstaklega í þeim löndum þar sem sem ríkja deilur og er tekið fram að tryggja þarf að frakflug til þeirra svæða séu öruggar gagnvart þjófnaði eða hindrun á flutningum.

Fram kemur að um 180 mismunandi bóluefni við COVID-19 séu í þróun í heiminum og séu þróun þeirra flestra á byrjunarstigi en að minnsta kosti 35 bóluefni eru komin á tilraunastig.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga